Valur með tak á KR fyrir stórleik kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2022 12:00 Valsmenn fagna því sem reyndist sigurmarkið er liðin mættust á Hlíðarenda í fyrra. Vísir/Daníel Þór Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsmenn hafa unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna. KR vann leik liðanna á Hlíðarenda í upphafi tímabils 2020 en Valur endaði sem Íslandsmeistari það ár. Valur hefur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna en það vekur athygli hversu mikill munur hefur verið á leikjum liðanna á Hlíðarenda og svo á Meistaravöllum í Vesturbænum. Síðustu tveir leikir á Hlíðarenda hafa endað 0-1 og 1-0 á meðan mörkunum hefur rignt vestur í bæ, lokatölur 4-5 árið 2020 og svo 2-3 á síðustu leiktíð. Það hefur hins vegar ekki vantað baráttuna í leikina á Hlíðarenda þar sem liðin sönkuðu að sér sjö gulum spjöldum á síðustu leiktíð og sex árið þar á undan. Kristinn Jónsson stígur trylltan dans.Vísir/Daníel Þór Það er ljóst að það verður barist til síðasta manns í kvöld en KR-ingar töpuðu 0-1 fyrir Breiðabliki í síðustu umferð og það er einfaldlega ekki í boði að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Kjartan Henry Finnbogason ætti að snúa aftur í lið KR-inga en hann hóf mótið í tveggja leikja banni. Það ætti að reynast mikill happafengur en KR hefði getað nýtt markanef hans í leiknum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Þá vonast KR-ingar eftir því að Stefán Árni Geirsson hafi náð sér af meiðslum. Heimir Guðjónsson hefur stillt upp sama liði í báðum leikjum Vals til þessa og verður forvitnilegt að sjá hvort hann haldi sig við sama lið í kvöld eftir nauma sigra gegn ÍBV og Keflavík. Sigur í kvöld myndi hins vegar sýna að Valur er til alls líklegt í Bestu deildinni í sumar. Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending stundarfjórðung fyrr. Að leik loknum verður hann gerður upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Besta deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Valur hefur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna en það vekur athygli hversu mikill munur hefur verið á leikjum liðanna á Hlíðarenda og svo á Meistaravöllum í Vesturbænum. Síðustu tveir leikir á Hlíðarenda hafa endað 0-1 og 1-0 á meðan mörkunum hefur rignt vestur í bæ, lokatölur 4-5 árið 2020 og svo 2-3 á síðustu leiktíð. Það hefur hins vegar ekki vantað baráttuna í leikina á Hlíðarenda þar sem liðin sönkuðu að sér sjö gulum spjöldum á síðustu leiktíð og sex árið þar á undan. Kristinn Jónsson stígur trylltan dans.Vísir/Daníel Þór Það er ljóst að það verður barist til síðasta manns í kvöld en KR-ingar töpuðu 0-1 fyrir Breiðabliki í síðustu umferð og það er einfaldlega ekki í boði að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Kjartan Henry Finnbogason ætti að snúa aftur í lið KR-inga en hann hóf mótið í tveggja leikja banni. Það ætti að reynast mikill happafengur en KR hefði getað nýtt markanef hans í leiknum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Þá vonast KR-ingar eftir því að Stefán Árni Geirsson hafi náð sér af meiðslum. Heimir Guðjónsson hefur stillt upp sama liði í báðum leikjum Vals til þessa og verður forvitnilegt að sjá hvort hann haldi sig við sama lið í kvöld eftir nauma sigra gegn ÍBV og Keflavík. Sigur í kvöld myndi hins vegar sýna að Valur er til alls líklegt í Bestu deildinni í sumar. Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending stundarfjórðung fyrr. Að leik loknum verður hann gerður upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Besta deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira