Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 29. apríl 2022 15:42 Hrosshaus á stöng við afleggjarann upp að Skrauthólum. Myndin var tekin fyrr í dag. Aðsend Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. DV greindi fyrst frá en miðillinn hefur undanfarið fjallað um deilur íbúa í hverfinu við aðstandendur Sólsetursins, sem lýsa mætti sem viðburðarsetri, og fólk sem venur komur sínar þangað. Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2 og formaður Landssambands hestamannafélaga, segir níðstöngina augljóslega koma í framhaldi af umfjöllun DV um málið. Guðni segir að eftir að hann lýsti sinni upplifun af starfsemi Sólsetursins sé greinilega brugðist við með hótun. Níðstöng með hrosshöfði sé greinilega beint að honum vegna tengingar hans við hestana. Konan hans sé hrædd og vilji ekki vera heima hjá sér. Ástandið versni „Konan er farin með börnin að heiman,“ segir Guðni. Yfirvöld hafi brugðist í málinu hvað varðar Sólsetrið. Þau séu þar í óleyfi, með veitingaþjónustu, þarna búi fólk án nokkurrar heimildar. Vandræðin vindi upp á sig og ástandið versni bara og versni. „Við vitum ekkert hvaða fólk þetta er,“ segir Guðni. Þau hafi áhyggjur af því að leyfa barni sínu að leika sér utandyra. Erna Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir málið til rannsóknar hjá embættinu. Þau hafi farið upp eftir en meira sé ekki um málið að segja að svo stöddu. Aðspurð hvort þau hafi hestshausinn hjá sér segir Erna að lögregla hafi þau gögn hjá sér sem þurfi til rannsóknar málsins. Upprúllað blað með ljóði eða níðorðum Guðni segir að honum skiljist að starfsmenn Matvælastofnunar hafi komið á svæðið og fjarlægt hausinn. Hann segist hafa áhyggjur af því af hvaða hesti hausinn sé. Ekki sé auðvelt að verða sér úti um hestshaus. Hann hvetur fólk til að líta í kringum sig. Í hausnum var upprúllað blað. „Það var ljóð eða níðorð á blaðinu. Eitthvað óskiljanlegt,“ segir Gunðni. Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, segist strax hafa hringt í lögreglu þegar hún varð stangarinnar vör. Lögreglan hafi sagt henni hvað stóð á blaðinu og það hafi hljómað eins og einhvers konar bölvun, á íslensku. Kristjana lýsti vandamáli fjölskyldunnar gagnvart Sólsetrinu í viðtali við DV á dögunum. Linda segist ekki skilja svona illsku „Það er fólk að koma og fara á öllum tímum sólarhrings, oft bankað upp á hjá okkur nágrönnum að nóttu sem degi og það virðast einhverjir tugir búa þarna að staðaldri. Þetta skapar mikið álag á vegi og veldur ýmiskonar hættu enda erum við með börn og dýr. Það hefur þegar verið ekið yfir einn kött hjá okkur,“ sagði Kristjana við DV. Þau Guðni hafa lýkt starfseminni í Sólsetrinu við sértrúarsöfnuð. Linda Mjöll Stefánsdóttir, forsvarsmaður Sólsetursins, segist í samtali við DV ekki skilja þá illsku að gera eitthvað svona. Hún hafi í fyrstu talið að níðstönginni væri beint gegn sér. Vala Matt heimsótti Lindu Mjöll að Esjumelum í fyrra og kynntist lífinu í gömlum strætisvögnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Viðskiptaráð í stríði því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
DV greindi fyrst frá en miðillinn hefur undanfarið fjallað um deilur íbúa í hverfinu við aðstandendur Sólsetursins, sem lýsa mætti sem viðburðarsetri, og fólk sem venur komur sínar þangað. Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2 og formaður Landssambands hestamannafélaga, segir níðstöngina augljóslega koma í framhaldi af umfjöllun DV um málið. Guðni segir að eftir að hann lýsti sinni upplifun af starfsemi Sólsetursins sé greinilega brugðist við með hótun. Níðstöng með hrosshöfði sé greinilega beint að honum vegna tengingar hans við hestana. Konan hans sé hrædd og vilji ekki vera heima hjá sér. Ástandið versni „Konan er farin með börnin að heiman,“ segir Guðni. Yfirvöld hafi brugðist í málinu hvað varðar Sólsetrið. Þau séu þar í óleyfi, með veitingaþjónustu, þarna búi fólk án nokkurrar heimildar. Vandræðin vindi upp á sig og ástandið versni bara og versni. „Við vitum ekkert hvaða fólk þetta er,“ segir Guðni. Þau hafi áhyggjur af því að leyfa barni sínu að leika sér utandyra. Erna Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir málið til rannsóknar hjá embættinu. Þau hafi farið upp eftir en meira sé ekki um málið að segja að svo stöddu. Aðspurð hvort þau hafi hestshausinn hjá sér segir Erna að lögregla hafi þau gögn hjá sér sem þurfi til rannsóknar málsins. Upprúllað blað með ljóði eða níðorðum Guðni segir að honum skiljist að starfsmenn Matvælastofnunar hafi komið á svæðið og fjarlægt hausinn. Hann segist hafa áhyggjur af því af hvaða hesti hausinn sé. Ekki sé auðvelt að verða sér úti um hestshaus. Hann hvetur fólk til að líta í kringum sig. Í hausnum var upprúllað blað. „Það var ljóð eða níðorð á blaðinu. Eitthvað óskiljanlegt,“ segir Gunðni. Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, segist strax hafa hringt í lögreglu þegar hún varð stangarinnar vör. Lögreglan hafi sagt henni hvað stóð á blaðinu og það hafi hljómað eins og einhvers konar bölvun, á íslensku. Kristjana lýsti vandamáli fjölskyldunnar gagnvart Sólsetrinu í viðtali við DV á dögunum. Linda segist ekki skilja svona illsku „Það er fólk að koma og fara á öllum tímum sólarhrings, oft bankað upp á hjá okkur nágrönnum að nóttu sem degi og það virðast einhverjir tugir búa þarna að staðaldri. Þetta skapar mikið álag á vegi og veldur ýmiskonar hættu enda erum við með börn og dýr. Það hefur þegar verið ekið yfir einn kött hjá okkur,“ sagði Kristjana við DV. Þau Guðni hafa lýkt starfseminni í Sólsetrinu við sértrúarsöfnuð. Linda Mjöll Stefánsdóttir, forsvarsmaður Sólsetursins, segist í samtali við DV ekki skilja þá illsku að gera eitthvað svona. Hún hafi í fyrstu talið að níðstönginni væri beint gegn sér. Vala Matt heimsótti Lindu Mjöll að Esjumelum í fyrra og kynntist lífinu í gömlum strætisvögnum
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Viðskiptaráð í stríði því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira