„FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2022 14:01 Sigursteinn Arndal skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við FH. vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir að Hafnfirðingar gangi nokkuð sáttir frá tímabilinu þótt tapið fyrir Selfossi í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í gær svíði vissulega. FH tapaði 33-38 fyrir Selfossi í mögnuðum tvíframlengdum oddaleik í Kaplakrika í gær. Annað árið í röð féllu FH-ingar því úr leik í átta liða úrslitum. „Auðvitað erum við svakalega svekktir í dag. En þegar maður horfir á tímabilið í heild sinni getum við verið stoltir. Lengstum áttum við gott tímabilið og vorum í toppbaráttunni þar til 2-3 umferðir voru eftir,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi í dag. FH endaði í 4. sæti Olís-deildarinnar og komst í undanúrslit Coca Cola bikarsins. „Botninn datt aðeins úr þessu þegar við lentum í smá meiðslum í kringum bikarhelgina. En við náðum vopnum okkar ágætlega. Við vorum ekki með Egil [Magnússon] og svo vantaði líka Atla [Stein Arnarsson] í úrslitakeppnina þannig það fór úr breiddinni hjá okkur. Við töpuðum í hörkueinvígi á stöngin út,“ sagði Sigursteinn en Ásbjörn Friðriksson skaut einmitt í stöngina í lokasókn venjulegs leiktíma í gær. Birgir Már Birgisson fékk nýtt hlutverk í vörn FH og skilaði því vel.vísir/Hulda Margrét FH missti sterka leikmenn á borð við Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson fyrir tímabilið en hélt samt velli. „Við misstum stóra pósta en margir leikmenn uxu á tímabilinu. Þeir fengu stærri og önnur hlutverk. Við getum tekið Birgi [Má Birgisson] sem dæmi; stórkostlegur í vörninni þrátt fyrir að hafa aldrei áður spilað bakvörð. Sama með Jakob Martin [Ásgeirsson]. Hann tók við stóru hlutverki og stóð sig vel,“ sagði Sigursteinn sem segir að FH-ingar fari brattir inn í næsta tímabil. „Engin spurning. Menn sleikja sárin í nokkra daga en FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt.“ FH hefur þegar samið við skytturnar ungu og efnilegu Einar Braga Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason. Hægri skyttan Gytis Smantauskas er aftur á móti á förum. Olís-deild karla FH Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
FH tapaði 33-38 fyrir Selfossi í mögnuðum tvíframlengdum oddaleik í Kaplakrika í gær. Annað árið í röð féllu FH-ingar því úr leik í átta liða úrslitum. „Auðvitað erum við svakalega svekktir í dag. En þegar maður horfir á tímabilið í heild sinni getum við verið stoltir. Lengstum áttum við gott tímabilið og vorum í toppbaráttunni þar til 2-3 umferðir voru eftir,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi í dag. FH endaði í 4. sæti Olís-deildarinnar og komst í undanúrslit Coca Cola bikarsins. „Botninn datt aðeins úr þessu þegar við lentum í smá meiðslum í kringum bikarhelgina. En við náðum vopnum okkar ágætlega. Við vorum ekki með Egil [Magnússon] og svo vantaði líka Atla [Stein Arnarsson] í úrslitakeppnina þannig það fór úr breiddinni hjá okkur. Við töpuðum í hörkueinvígi á stöngin út,“ sagði Sigursteinn en Ásbjörn Friðriksson skaut einmitt í stöngina í lokasókn venjulegs leiktíma í gær. Birgir Már Birgisson fékk nýtt hlutverk í vörn FH og skilaði því vel.vísir/Hulda Margrét FH missti sterka leikmenn á borð við Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson fyrir tímabilið en hélt samt velli. „Við misstum stóra pósta en margir leikmenn uxu á tímabilinu. Þeir fengu stærri og önnur hlutverk. Við getum tekið Birgi [Má Birgisson] sem dæmi; stórkostlegur í vörninni þrátt fyrir að hafa aldrei áður spilað bakvörð. Sama með Jakob Martin [Ásgeirsson]. Hann tók við stóru hlutverki og stóð sig vel,“ sagði Sigursteinn sem segir að FH-ingar fari brattir inn í næsta tímabil. „Engin spurning. Menn sleikja sárin í nokkra daga en FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt.“ FH hefur þegar samið við skytturnar ungu og efnilegu Einar Braga Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason. Hægri skyttan Gytis Smantauskas er aftur á móti á förum.
Olís-deild karla FH Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira