Fossvogslaug verður staðsett á milli grunnskólanna tveggja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2022 14:44 Fossvogsskóli er uppi í hægra horninu og Snælandsskóli niðri í vinstra horninu á myndinni. Aðsend Fyrirhuguð sundlaug í Reykjavík sem gengið hefur undir nafninu Fossvogslaug verður staðsett á svæðinu á milli Fossvogsskóla og Snælandsskóla í Fossvogsdal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fyrirhuguð er hönnunarsamkeppni um útlit laugarinnar. Í lýsingu fyrir keppnina er tekið á staðsetningu laugarinnar, fyrirhugaðri notkun og kröfum um efnisval, gæði, útlit og annað er máli skiptir fyrir hönnunarsamkeppni. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs undirrituðu í mars árið 2021 viljayfirlýsingu þess efnis að halda skyldi sameiginlega hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Kópavogsbær og Reykjavíkurborg eru sammála um að ný laug verði við miðbik Fossvogsdals, í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. Ný laug á að henta fyrir almenningssund, sundkennslu, sundæfingar, námskeið, sundleikfimi og fleira. „Fossvogslaug mun nýta einstaka staðsetningu á fjölsóttu útivistarsvæði í fallegu umhverfi en verða um margt einstök. Til að styðja við græn markmið verður ekki gert ráð fyrir almennum bílastæðum við laugina heldur eingöngu stæðum fyrir hreyfihamlaða, aðföng og neyðarbíla. Sundlaugin á ekki að auka bílaumferð um íbúðahverfin sitt hvoru megin við dalinn,“ segir í tilkynningu. „Sundlaugar skipa stóran sess í lífsgæðum Íslendinga og í þjónustu sundlauga birtist mjög vel sá þáttur í menningu borgarbúa sem við tengjum við heilbrigða lífshætti og þau náttúrugæði sem fólgin eru í heitu vatni og nýtingu jarðvarma. Fólk stundar laugarnar í heilsueflandi tilgangi jafnt sem félagslegum og margir myndu kalla sundlaugarnar helstu félagsmiðstöðvar Íslendinga.“ Sveitarfélögin munu nú hefjast handa við næstu skref við undirbúning samkeppni um hönnun laugarinnar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Reykjavík Sundlaugar Kópavogur Tengdar fréttir Efna til hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. 12. maí 2021 15:59 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Fyrirhuguð er hönnunarsamkeppni um útlit laugarinnar. Í lýsingu fyrir keppnina er tekið á staðsetningu laugarinnar, fyrirhugaðri notkun og kröfum um efnisval, gæði, útlit og annað er máli skiptir fyrir hönnunarsamkeppni. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs undirrituðu í mars árið 2021 viljayfirlýsingu þess efnis að halda skyldi sameiginlega hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Kópavogsbær og Reykjavíkurborg eru sammála um að ný laug verði við miðbik Fossvogsdals, í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. Ný laug á að henta fyrir almenningssund, sundkennslu, sundæfingar, námskeið, sundleikfimi og fleira. „Fossvogslaug mun nýta einstaka staðsetningu á fjölsóttu útivistarsvæði í fallegu umhverfi en verða um margt einstök. Til að styðja við græn markmið verður ekki gert ráð fyrir almennum bílastæðum við laugina heldur eingöngu stæðum fyrir hreyfihamlaða, aðföng og neyðarbíla. Sundlaugin á ekki að auka bílaumferð um íbúðahverfin sitt hvoru megin við dalinn,“ segir í tilkynningu. „Sundlaugar skipa stóran sess í lífsgæðum Íslendinga og í þjónustu sundlauga birtist mjög vel sá þáttur í menningu borgarbúa sem við tengjum við heilbrigða lífshætti og þau náttúrugæði sem fólgin eru í heitu vatni og nýtingu jarðvarma. Fólk stundar laugarnar í heilsueflandi tilgangi jafnt sem félagslegum og margir myndu kalla sundlaugarnar helstu félagsmiðstöðvar Íslendinga.“ Sveitarfélögin munu nú hefjast handa við næstu skref við undirbúning samkeppni um hönnun laugarinnar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands.
Reykjavík Sundlaugar Kópavogur Tengdar fréttir Efna til hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. 12. maí 2021 15:59 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Efna til hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. 12. maí 2021 15:59