Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 10:31 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir í leik með ÍBV á móti Val í Olís deildinni í vetur. Vísir/Hulda Margrét Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. Handknattleiksdeild ÍBV hefur framlengt samning sinn við Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur um tvö ár en þetta kom fram á miðlum félagsins. Hanna, eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Hún var að glíma við meiðsli fyrri hluta yfirstandandi tímabils eftir að hafa leikið stórkostlega í úrslitakeppninni í fyrra, þegar liðið fór í undanúrslit og var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Einhverjir veltu því eflaust fyrir sér hvort að Hanna myndi snúa aftur heim á Selfoss nú þegar uppeldisfélag hennar er aftur komið upp í efstu deild en Eyjamenn gengu frá málunum og hún spilar því áfram í Eyjum. Hrafnhildur Hanna er 26 ára gömul en hefur fengið sinn skammt af meiðslum á ferlinum. Þegar hún hefur verið heil þá hefur hún sýnt styrk sinn meðal annars með því að verða þrisvar markadrottning deildarinnar þegar hún lék með Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur verið að koma aftur inn á síðustu vikum og hefur fengið tíma til að ná sér enn betur af meiðslunum í landsleikjahléinu sem er nýlokið. „Við hjá ÍBV eru afar ánægð að samkomulagið sé í höfn, enda er það stór þáttur í þeim plönum sem við höfum hjá kvennaliðinu fyrir næstu tímabil,“ segir í fréttinni hjá Eyjamönnum. Það segir líka að Hanna sé ánægð með þessa ákvörðun. Henni liði vel í Vestmannaeyjum og hjá ÍBV og að hún ætli sér stóra hluti á komandi tímum með liðinu eins og segir í fréttinni. Leikur ÍBV og Stjörnunnar hefst klukkan 19.40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á undan verður fyrsti leikur KA/Þórs og Hauka sýndur á sömu stöð. Seinni bylgjan gerir síðan upp báða leiki kvöldsins eftir að leik lýkur í Eyjum. View this post on Instagram A post shared by I BV Handbolti (@ibv_handbolti) Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV hefur framlengt samning sinn við Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur um tvö ár en þetta kom fram á miðlum félagsins. Hanna, eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Hún var að glíma við meiðsli fyrri hluta yfirstandandi tímabils eftir að hafa leikið stórkostlega í úrslitakeppninni í fyrra, þegar liðið fór í undanúrslit og var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Einhverjir veltu því eflaust fyrir sér hvort að Hanna myndi snúa aftur heim á Selfoss nú þegar uppeldisfélag hennar er aftur komið upp í efstu deild en Eyjamenn gengu frá málunum og hún spilar því áfram í Eyjum. Hrafnhildur Hanna er 26 ára gömul en hefur fengið sinn skammt af meiðslum á ferlinum. Þegar hún hefur verið heil þá hefur hún sýnt styrk sinn meðal annars með því að verða þrisvar markadrottning deildarinnar þegar hún lék með Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur verið að koma aftur inn á síðustu vikum og hefur fengið tíma til að ná sér enn betur af meiðslunum í landsleikjahléinu sem er nýlokið. „Við hjá ÍBV eru afar ánægð að samkomulagið sé í höfn, enda er það stór þáttur í þeim plönum sem við höfum hjá kvennaliðinu fyrir næstu tímabil,“ segir í fréttinni hjá Eyjamönnum. Það segir líka að Hanna sé ánægð með þessa ákvörðun. Henni liði vel í Vestmannaeyjum og hjá ÍBV og að hún ætli sér stóra hluti á komandi tímum með liðinu eins og segir í fréttinni. Leikur ÍBV og Stjörnunnar hefst klukkan 19.40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á undan verður fyrsti leikur KA/Þórs og Hauka sýndur á sömu stöð. Seinni bylgjan gerir síðan upp báða leiki kvöldsins eftir að leik lýkur í Eyjum. View this post on Instagram A post shared by I BV Handbolti (@ibv_handbolti)
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira