Willum Þór allt í öllu hjá BATE, Glódís Perla lagði upp og Häcken vann Íslendingaslaginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2022 19:30 Willum Þór Willumsson í leik með U-21 árs landsliði Íslands. EPA-EFE/Tamas Vasvari Það var nóg um að vera hjá íslensku fótboltafólki í kvöld. Willum Þór Þórsson skoraði og lagði upp í Hvíta-Rússlandi. Íslendingalið Bayern München vann stórsigur og Häcken vann Íslendingaslaginn gegn Kristianstad í Svíþjóð. Willum Þór var vægast sagt allt í öllu er BATE Borisov vann 2-1 sigur á FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Hann kom BATE yfir eftir tæpan hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Hann lagði svo upp annað mark BATE svo ekki kom að sök þegar gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma, lokatölur 2-1. BATE er því áfram á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 5 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn er Bayern München vann mikilvægan 4-0 útisigur á Jerva í von um að skáka Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaraskjöldinn. Glódís Perla lagði upp síðasta mark Bæjara í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekk Bæjara á 68. mínútu en markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var utan hóps þar sem hún er handarbrotin. Bayern er sem stendur í 2. sæti með 49 stig, stigi minna en Wolfsburg sem trónir á toppnum með leik til góða þegar Bæjarar eiga aðeins tvo leiki eftir. Sigurinn þýðir að Bayern hefur nú þegar tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Í Svíþjóð mættust Íslendingaliðin Häcken og Kristianstad. Enginn Íslendingur byrjaði leikinn en alls komur þrír inn á er Häcken vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur. Agla María Albertsdóttir kom inn af bekk Häcken í hálfleik og Diljá Ýr Zomers gerði slíkt hið sama eftir klukkustundarleik. Amanda Andradóttir kom inn af bekk Kristianstad skömmu síðar en þá var staðan enn 3-0. Gestirnir klóruðu í bakkann undir lok leiks en það dugði ekki til. Heimaliðið hefði getað aukið muninn enn frekar en brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og lauk leiknum því með 3-1 sigri Häcken. Þegar fjórar umferðir eru búnar i sænsku úrvalsdeildinni eru Agla María og Diljá Ýr á toppnum með 10 stig á meðan lið Elísabetar Gunnarsdóttur er í 7. sæti með 5 stig. Agla María (til vinstri) og stöllur hennar fögnuðu góðum sigri í kvöld.Twitter@@bkhackenofcl Fótbolti Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Willum Þór var vægast sagt allt í öllu er BATE Borisov vann 2-1 sigur á FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Hann kom BATE yfir eftir tæpan hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Hann lagði svo upp annað mark BATE svo ekki kom að sök þegar gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma, lokatölur 2-1. BATE er því áfram á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 5 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn er Bayern München vann mikilvægan 4-0 útisigur á Jerva í von um að skáka Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaraskjöldinn. Glódís Perla lagði upp síðasta mark Bæjara í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekk Bæjara á 68. mínútu en markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var utan hóps þar sem hún er handarbrotin. Bayern er sem stendur í 2. sæti með 49 stig, stigi minna en Wolfsburg sem trónir á toppnum með leik til góða þegar Bæjarar eiga aðeins tvo leiki eftir. Sigurinn þýðir að Bayern hefur nú þegar tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Í Svíþjóð mættust Íslendingaliðin Häcken og Kristianstad. Enginn Íslendingur byrjaði leikinn en alls komur þrír inn á er Häcken vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur. Agla María Albertsdóttir kom inn af bekk Häcken í hálfleik og Diljá Ýr Zomers gerði slíkt hið sama eftir klukkustundarleik. Amanda Andradóttir kom inn af bekk Kristianstad skömmu síðar en þá var staðan enn 3-0. Gestirnir klóruðu í bakkann undir lok leiks en það dugði ekki til. Heimaliðið hefði getað aukið muninn enn frekar en brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og lauk leiknum því með 3-1 sigri Häcken. Þegar fjórar umferðir eru búnar i sænsku úrvalsdeildinni eru Agla María og Diljá Ýr á toppnum með 10 stig á meðan lið Elísabetar Gunnarsdóttur er í 7. sæti með 5 stig. Agla María (til vinstri) og stöllur hennar fögnuðu góðum sigri í kvöld.Twitter@@bkhackenofcl
Fótbolti Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira