Dæmdir fyrir að slá fimmtán ára dreng með hamri og felgulykli Atli Ísleifsson skrifar 22. apríl 2022 16:00 Húsnæði Héraðsdóms Austurlands á Egilsstöðum. Vísir/Jóhann K. Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt tvo unga menn hvor um sig í fjögurra mánaða fangelsi og til greiðslu miskabóta vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gegn fimmtán ára dreng. Notuðust þeir við hamar og felgulykil við gerð árásarinnar. Fresta skal fullnustu refsinga og þær niður falla að tveimur árum liðnum, haldi þeir almennt skilorð. Þá er frestunin háð því að mennirnir sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón. Þeir skulu jafnframt greiða móður brotaþolans, fyrir hönd sonarins, 600 þúsund krónur í miskabætur. Auk þess þurfa þeir að greiða máls- og lögmannskostnað, samtals um milljón krónur. Í dómnum kemur fram að árásin hafi átt sér stað í júlí 2021 þar sem annar mannanna hafi slegið drenginn í nokkur skipti með hamri í höfuðið og líkama og hinn slegið hann nokkrum sinnum í bakið með felgulykli. Hlaut drengurinn skurð á hvirfli og hnakka og mar og rispur á baki. Árásarmennirnir játuðu skýlaust sakargiftir þar sem annar viðurkenndi að hafa slegið í höfuð drengsins með hamri í um fjögur skipti, en hinn játaði að hafa slegið drenginn með felgulykli í tvö skipti. Fóru úr heimabyggð á bíl föður annars þeirra Í dómi segir að árásarmennirnir hafi lagt leið sína saman frá eigin heimabyggð í bíl föður annars þeirra sem þeir höfðu fengið lánaðan. Réðust þeir svo á manninn þar sem hann var fyrir utan heimili sitt. „Að mati dómsins hafa ákærðu í raun verið margsaga um nánari tildrög þessarar ferðar, og eru þeir ekki trúverðugir. Fyrir liggur að ákærðu þekktu brotaþola, sem var 15 ára, í raun ekkert,“ segir í dómnum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásin var alvarleg, hættuleg og tilefnislaus. Skýlaus játning mannanna, mjög ungur aldur þeirra, að þeir hafi lýst yfir iðrun og samþykkt bótaskyldu, auk þess að annar þeirra hafi skráð sig í meðferð á Vogi eftir árásina, var hins vegar metin til refsimildunar. Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Fresta skal fullnustu refsinga og þær niður falla að tveimur árum liðnum, haldi þeir almennt skilorð. Þá er frestunin háð því að mennirnir sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón. Þeir skulu jafnframt greiða móður brotaþolans, fyrir hönd sonarins, 600 þúsund krónur í miskabætur. Auk þess þurfa þeir að greiða máls- og lögmannskostnað, samtals um milljón krónur. Í dómnum kemur fram að árásin hafi átt sér stað í júlí 2021 þar sem annar mannanna hafi slegið drenginn í nokkur skipti með hamri í höfuðið og líkama og hinn slegið hann nokkrum sinnum í bakið með felgulykli. Hlaut drengurinn skurð á hvirfli og hnakka og mar og rispur á baki. Árásarmennirnir játuðu skýlaust sakargiftir þar sem annar viðurkenndi að hafa slegið í höfuð drengsins með hamri í um fjögur skipti, en hinn játaði að hafa slegið drenginn með felgulykli í tvö skipti. Fóru úr heimabyggð á bíl föður annars þeirra Í dómi segir að árásarmennirnir hafi lagt leið sína saman frá eigin heimabyggð í bíl föður annars þeirra sem þeir höfðu fengið lánaðan. Réðust þeir svo á manninn þar sem hann var fyrir utan heimili sitt. „Að mati dómsins hafa ákærðu í raun verið margsaga um nánari tildrög þessarar ferðar, og eru þeir ekki trúverðugir. Fyrir liggur að ákærðu þekktu brotaþola, sem var 15 ára, í raun ekkert,“ segir í dómnum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásin var alvarleg, hættuleg og tilefnislaus. Skýlaus játning mannanna, mjög ungur aldur þeirra, að þeir hafi lýst yfir iðrun og samþykkt bótaskyldu, auk þess að annar þeirra hafi skráð sig í meðferð á Vogi eftir árásina, var hins vegar metin til refsimildunar.
Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira