Þjóðarhöll á Reykjanesi, í Mosó eða á Selfossi? Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 11:00 Ný þjóðarhöll á að taka við hlutverki Laugardalshallar sem fyrir löngu er komin til ára sinna og hefur auk þess verið ónothæf síðan í nóvember 2020 vegna vatnsskemmda. Vísir/Egill Sífellt bætist í hóp sveitarfélaga sem opin eru fyrir því að þar verði reist þjóðarhöll fyrir landslið Íslands í handbolta og körfubolta, sem verið hafa á vergangi síðustu misseri. Lengi hefur verið kallað eftir nýrri þjóðarhöll og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenskt íþróttafólk með því að bjóða ekki upp á viðunandi aðstöðu. Í grein á Vísi í dag lýsa Suðurnesjamenn yfir vilja til þess að á þeirra svæði verði reist þjóðarhöll. Áður hefur formaður bæjarráðs Árborgar óskað eftir viðræðum um að þjóðarhöll rísi á Selfossi, og í vikunni samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar að kanna staðsetningu fyrir þjóðarhöll í bænum. „Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist,“ segir meðal annars í greininni sem bæjarstjórar Grindavíkur, Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar skrifa í dag, ásamt Pálma Frey Randverssyni framkvæmdastjóra Kadeco. Þeir bæta við: „Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík.“ Stefnan hefur ávallt verið að þjóðarhöll rísi í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugardal, og stjórnvöld hafa ekki gefið til kynna að annað standi til. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sagt að ákvörðun um byggingu þjóðarhallar verði að liggja fyrir um komandi mánaðamót. Annars muni borgin nýta þá tvo milljarða sem hún hafi tekið frá vegna verkefnisins til að byggja íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Ármann og Þrótt. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sömuleiðis að sambandið verði að geta gefið Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA skýr svör um þjóðarhöll fyrir mánaðamótin. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sagt að spilað verði í nýrri þjóðarhöll á kjörtímabilinu sem hófst síðasta haust en ekki hefur enn verið gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. „Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar,“ segir í grein Suðurnesjamanna sem lesa má hér. Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Mosfellsbær Árborg Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sjá meira
Lengi hefur verið kallað eftir nýrri þjóðarhöll og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenskt íþróttafólk með því að bjóða ekki upp á viðunandi aðstöðu. Í grein á Vísi í dag lýsa Suðurnesjamenn yfir vilja til þess að á þeirra svæði verði reist þjóðarhöll. Áður hefur formaður bæjarráðs Árborgar óskað eftir viðræðum um að þjóðarhöll rísi á Selfossi, og í vikunni samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar að kanna staðsetningu fyrir þjóðarhöll í bænum. „Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist,“ segir meðal annars í greininni sem bæjarstjórar Grindavíkur, Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar skrifa í dag, ásamt Pálma Frey Randverssyni framkvæmdastjóra Kadeco. Þeir bæta við: „Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík.“ Stefnan hefur ávallt verið að þjóðarhöll rísi í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugardal, og stjórnvöld hafa ekki gefið til kynna að annað standi til. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sagt að ákvörðun um byggingu þjóðarhallar verði að liggja fyrir um komandi mánaðamót. Annars muni borgin nýta þá tvo milljarða sem hún hafi tekið frá vegna verkefnisins til að byggja íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Ármann og Þrótt. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sömuleiðis að sambandið verði að geta gefið Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA skýr svör um þjóðarhöll fyrir mánaðamótin. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sagt að spilað verði í nýrri þjóðarhöll á kjörtímabilinu sem hófst síðasta haust en ekki hefur enn verið gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. „Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar,“ segir í grein Suðurnesjamanna sem lesa má hér.
Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Mosfellsbær Árborg Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sjá meira
Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47
Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00
Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01