Markvisst ökunám skilar sér í hæfari ökumönnum Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 20. apríl 2022 08:30 Á ári hverju öðlast fjöldi nýrra ökumanna ökuréttindi í fyrsta skipti að undangengnu ökunámi og ökuprófi. Mikilvægt er að þessir nýju ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Þess vegna er svo mikilvægt að við búum að markvissu og góðu ökunámi. Fyrir rúmum 75 árum var Ökukennarafélag Íslands stofnað og frá stofnum þess hefur ökunám tekið miklum breytingum enda mikilvægt að ökunám þróist í takt við þær breytingar sem verða í umhverfi ökumanna og annarra vegfarenda. Umferðarmenning er sameiginlegur skilningur og framkvæmd á því hvernig fólk kemur fram í umferðinni í tilteknu landi. Þannig er umferðarmenning og ökuvenjur háðar því hvernig yfirvöld horfa til umferðaröryggis, hvaða reglur gilda og hversu góð ökukennslan er, eftirlit lögreglu, upplýsingagjöf um umferðaröryggi og hvernig vegarkerfið er hannað. Ef horft er til þróunar umferðarmenningar þá mun hún trúlega þróast í takt við menningu og fyrirmyndir um samvinnu og hún hlýtur að mótast af þeim kringumstæðum sem fyrir hendi eru t.d. þéttleika og fjölda bifreiða í hlutfalli við aðra vegfarendur sem ekki eru á bifreiðum og hversu almenn bifreiðaeign er. Við erum öll sammála um það að eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að ökukennslu enda getur það verið yfirþyrmandi fyrir ökunema að taka þátt í umferðinni þó að ökukennarinn sitji við hlið hans og leiðbeini og grípi inn í þegar út af bregður. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki, með sem mestu öryggi, fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Einnig kemur fram í námskrá til almennra ökuréttinda að full færni náist ekki fyrr en eftir fimm til sjö ára akstur. Að því sögðu þá vitum við að fjöldi ökumanna í umferðinni er þrátt fyrir að hafa öðlast ökuréttindi enn að öðlast reynslu og fulla færni. Þetta þýðir að við öll sem ökumenn og einnig sem vegfarendur þurfum að hafa það í huga að meðal okkar eru ökumenn sem enn hafa ekki náð fullri færni. En full færni fæst ekki nema með æfingu og hana fáum við með því að fá að taka þátt, ekki aðeins þegar við ökum með ökukennara heldur einnig þegar við höfum staðist ökupróf. Á liðnum árum hefur tækni fleygt fram í þróun ökutækja, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum, fjöldi vegfarenda og bifreiða hefur margfaldast og má ætla að ekkert lát verði á þeirri þróun. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld hlúi að ungum ökumönnum og það gera þau m.a. með því að sjá til þess að starfsumhverfi ökukennara fái að dafna í takt við þær öru breytingar sem eiga sér stað í umferðinni. Markvist ökunám, skýr hæfnisviðmið og vilji til að skoða það sem betur má fara t.d. með rannsóknum á umferðarmenningu og umferðarhegðun og breyta þegar þess er þörf. Markvist og gott ökunám skilar sér í færari ökumönnum sem eru betur í stakk búnir til að takast á við þessi fyrstu ár í sjálfstæðum akstri með það að markmiði að draga úr slysum á ungum ökumönnum. Höfundur er ökukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á ári hverju öðlast fjöldi nýrra ökumanna ökuréttindi í fyrsta skipti að undangengnu ökunámi og ökuprófi. Mikilvægt er að þessir nýju ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Þess vegna er svo mikilvægt að við búum að markvissu og góðu ökunámi. Fyrir rúmum 75 árum var Ökukennarafélag Íslands stofnað og frá stofnum þess hefur ökunám tekið miklum breytingum enda mikilvægt að ökunám þróist í takt við þær breytingar sem verða í umhverfi ökumanna og annarra vegfarenda. Umferðarmenning er sameiginlegur skilningur og framkvæmd á því hvernig fólk kemur fram í umferðinni í tilteknu landi. Þannig er umferðarmenning og ökuvenjur háðar því hvernig yfirvöld horfa til umferðaröryggis, hvaða reglur gilda og hversu góð ökukennslan er, eftirlit lögreglu, upplýsingagjöf um umferðaröryggi og hvernig vegarkerfið er hannað. Ef horft er til þróunar umferðarmenningar þá mun hún trúlega þróast í takt við menningu og fyrirmyndir um samvinnu og hún hlýtur að mótast af þeim kringumstæðum sem fyrir hendi eru t.d. þéttleika og fjölda bifreiða í hlutfalli við aðra vegfarendur sem ekki eru á bifreiðum og hversu almenn bifreiðaeign er. Við erum öll sammála um það að eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að ökukennslu enda getur það verið yfirþyrmandi fyrir ökunema að taka þátt í umferðinni þó að ökukennarinn sitji við hlið hans og leiðbeini og grípi inn í þegar út af bregður. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki, með sem mestu öryggi, fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Einnig kemur fram í námskrá til almennra ökuréttinda að full færni náist ekki fyrr en eftir fimm til sjö ára akstur. Að því sögðu þá vitum við að fjöldi ökumanna í umferðinni er þrátt fyrir að hafa öðlast ökuréttindi enn að öðlast reynslu og fulla færni. Þetta þýðir að við öll sem ökumenn og einnig sem vegfarendur þurfum að hafa það í huga að meðal okkar eru ökumenn sem enn hafa ekki náð fullri færni. En full færni fæst ekki nema með æfingu og hana fáum við með því að fá að taka þátt, ekki aðeins þegar við ökum með ökukennara heldur einnig þegar við höfum staðist ökupróf. Á liðnum árum hefur tækni fleygt fram í þróun ökutækja, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum, fjöldi vegfarenda og bifreiða hefur margfaldast og má ætla að ekkert lát verði á þeirri þróun. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld hlúi að ungum ökumönnum og það gera þau m.a. með því að sjá til þess að starfsumhverfi ökukennara fái að dafna í takt við þær öru breytingar sem eiga sér stað í umferðinni. Markvist ökunám, skýr hæfnisviðmið og vilji til að skoða það sem betur má fara t.d. með rannsóknum á umferðarmenningu og umferðarhegðun og breyta þegar þess er þörf. Markvist og gott ökunám skilar sér í færari ökumönnum sem eru betur í stakk búnir til að takast á við þessi fyrstu ár í sjálfstæðum akstri með það að markmiði að draga úr slysum á ungum ökumönnum. Höfundur er ökukennari.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun