Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði með nýja nálgun í dagvistun Kristín Thoroddsen skrifar 17. apríl 2022 00:00 Næsta haust mun leikskólaplássum í Hafnarfirði fjölga umtalsvert með færanlegum kennslustofum og byggingu leikskóla í nýjasta hverfi okkar, Hamranesi. Mikill fjöldi ungra fjölskyldna býr í Hafnarfirði og er bæjarfélagið að byggja upp ný hverfi þar sem börnum mun fjölga enn frekar. Hafnarfjörður býður upp á allt það sem fjölskyldur kalla eftir, sterka leik- og grunnskóla, faglegt dagforeldrastarf, öflugan tónlistarskóla og mikinn fjölda íþróttafélaga með fjölbreyttar íþróttagreinar. Þegar kemur að dagvistun okkar yngstu íbúa vill Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði fjölga valkostunum. Í dag hafa foreldrar val um að sækja fyrst um hjá dagforeldrum og síðan í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur um 12 mánaða aldur barns. Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða fjölskyldum val um nokkrar leiðir að fæðingarorlofi loknu. Komið verður á foreldragreiðslum fyrir þá foreldra sem kjósa að vera heima með barni sínu. Áfram verður stutt við dagforeldra til að tryggja að slík þjónusta sé í boði og einnig verður unnið að því að styrkja enn frekar leikskóla bæjarins, innrita yngri börn og ganga skrefi lengra í að gera starfsumhverfi hafnfirska leikskóla enn betra, bæði fyrir börn og starfsfólk. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram standa með börnum og starfsmönnum og vinna að því að auka sveigjanleika þegar kemur að innritun og vistunartíma barna, sem mun einnig leiða af sér aukinn sveigjanleika í vinnutíma starfsmanna. Endurskoðum skipulag leikskóladagsins Eitt af forgangsverkefnum nýs kjörtímabils er að samræma verklag leik- og grunnskóla. Afmarka þarf betur skóladag leikskólanna í samvinnu við fagfólk leikskólanna, vinna að skipulagi sem líkist meira skipulagi grunnskóla og halda áfram að þróa leikskólana í átt að því sem ávarpað er í aðalnámskrá leikskóla. Í framtíðinni þarf síðan að skoða í samvinnu við ríkisvaldið hvort gerlegt er að námshluti leikskólanna verði gjaldfrjáls. Með samvinnu við starfsfólk leikskólanna og þekkingu frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins munum við bæta enn frekar starfsumhverfi barna og starfsfólks og þannig tryggja að leikskólar Hafnarfjarðar séu framúrskarandi vinnustaðir þar sem hagsmunir hafnfirskra barna eru ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Kristín Thoroddsen Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Næsta haust mun leikskólaplássum í Hafnarfirði fjölga umtalsvert með færanlegum kennslustofum og byggingu leikskóla í nýjasta hverfi okkar, Hamranesi. Mikill fjöldi ungra fjölskyldna býr í Hafnarfirði og er bæjarfélagið að byggja upp ný hverfi þar sem börnum mun fjölga enn frekar. Hafnarfjörður býður upp á allt það sem fjölskyldur kalla eftir, sterka leik- og grunnskóla, faglegt dagforeldrastarf, öflugan tónlistarskóla og mikinn fjölda íþróttafélaga með fjölbreyttar íþróttagreinar. Þegar kemur að dagvistun okkar yngstu íbúa vill Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði fjölga valkostunum. Í dag hafa foreldrar val um að sækja fyrst um hjá dagforeldrum og síðan í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur um 12 mánaða aldur barns. Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða fjölskyldum val um nokkrar leiðir að fæðingarorlofi loknu. Komið verður á foreldragreiðslum fyrir þá foreldra sem kjósa að vera heima með barni sínu. Áfram verður stutt við dagforeldra til að tryggja að slík þjónusta sé í boði og einnig verður unnið að því að styrkja enn frekar leikskóla bæjarins, innrita yngri börn og ganga skrefi lengra í að gera starfsumhverfi hafnfirska leikskóla enn betra, bæði fyrir börn og starfsfólk. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram standa með börnum og starfsmönnum og vinna að því að auka sveigjanleika þegar kemur að innritun og vistunartíma barna, sem mun einnig leiða af sér aukinn sveigjanleika í vinnutíma starfsmanna. Endurskoðum skipulag leikskóladagsins Eitt af forgangsverkefnum nýs kjörtímabils er að samræma verklag leik- og grunnskóla. Afmarka þarf betur skóladag leikskólanna í samvinnu við fagfólk leikskólanna, vinna að skipulagi sem líkist meira skipulagi grunnskóla og halda áfram að þróa leikskólana í átt að því sem ávarpað er í aðalnámskrá leikskóla. Í framtíðinni þarf síðan að skoða í samvinnu við ríkisvaldið hvort gerlegt er að námshluti leikskólanna verði gjaldfrjáls. Með samvinnu við starfsfólk leikskólanna og þekkingu frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins munum við bæta enn frekar starfsumhverfi barna og starfsfólks og þannig tryggja að leikskólar Hafnarfjarðar séu framúrskarandi vinnustaðir þar sem hagsmunir hafnfirskra barna eru ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun