Gerendur þurfi að axla fulla ábyrgð stígi þeir fram Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 08:14 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Talskona Stígamóta segir það jákvæða breytingu að gerandi stígi fram til að axla ábyrgð á sínum gjörðum eins og tónlistarmaðurinn Auður gerði í viðtali fréttastofu í vikunni. Það sé þó of snemmt að ræða hvort hvort gerendur eigi afturkvæmt í samfélagið. Tónlistarmaðurinn Auður steig nýverið fram í viðtali við Ísland í dag þar sem hann sagðist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og farið yfir mörk. Talskona Stígamóta segir það lengi hafa verið ákall að gerendur stígi fram og axli ábyrgð. „Þetta er ákveðin breyting að það er einhver sem stígur fram og segist taka ábyrgð, það er breyting frá því sem við höfum áður séð þar sem að yfirleitt þegar menn eru ásakaðir þá bregðast við með meira ofbeldi og meiri ásökunum og lögsóknum og svo framvegis,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Viðtalið telur hún þó ekki gallalaust og vísar til þess ekki hafi verið talað beint um ofbeldi eða nauðgun, eins og brotaþolar lýstu. „Ábyrgðin felst auðvitað í því að gangast fyllilega við upplifun brotaþolanna,“ segir Steinunn. „En vonandi hvetur þetta þá sem eru ásakaðir um brot, til þess að hugsa sinn gang, leita sér aðstoðar, skoða í hverju þeirra ábyrgð felst og að gangast við þessu og breyta hegðuninni í framhaldinu, það skiptir mestu máli,“ segir hún ennfremur. Hún segir umræðuna í sífelldri þróun en áfram sé mikilvægt að hlusta á þolendur. Eiga menn afturkvæmt í samfélagið eftir ofbeldisbrot? „Já, ég held að flestir ofbeldismenn séu partur af þessu samfélagi, þeir eiga enn þá sínar fjölskyldur, sína vini, fullt af fólki sem stendur með þeim. Þetta snýst kannski frekar um eiga þeir afturkvæmt í sviðsljósið og ég held bara að það sé ekki tímabært að svara þeirri spurningu nokkrum mánuðum eftir að maður er sakaður um alvarleg ofbeldisbrot.“ MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auður steig nýverið fram í viðtali við Ísland í dag þar sem hann sagðist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og farið yfir mörk. Talskona Stígamóta segir það lengi hafa verið ákall að gerendur stígi fram og axli ábyrgð. „Þetta er ákveðin breyting að það er einhver sem stígur fram og segist taka ábyrgð, það er breyting frá því sem við höfum áður séð þar sem að yfirleitt þegar menn eru ásakaðir þá bregðast við með meira ofbeldi og meiri ásökunum og lögsóknum og svo framvegis,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Viðtalið telur hún þó ekki gallalaust og vísar til þess ekki hafi verið talað beint um ofbeldi eða nauðgun, eins og brotaþolar lýstu. „Ábyrgðin felst auðvitað í því að gangast fyllilega við upplifun brotaþolanna,“ segir Steinunn. „En vonandi hvetur þetta þá sem eru ásakaðir um brot, til þess að hugsa sinn gang, leita sér aðstoðar, skoða í hverju þeirra ábyrgð felst og að gangast við þessu og breyta hegðuninni í framhaldinu, það skiptir mestu máli,“ segir hún ennfremur. Hún segir umræðuna í sífelldri þróun en áfram sé mikilvægt að hlusta á þolendur. Eiga menn afturkvæmt í samfélagið eftir ofbeldisbrot? „Já, ég held að flestir ofbeldismenn séu partur af þessu samfélagi, þeir eiga enn þá sínar fjölskyldur, sína vini, fullt af fólki sem stendur með þeim. Þetta snýst kannski frekar um eiga þeir afturkvæmt í sviðsljósið og ég held bara að það sé ekki tímabært að svara þeirri spurningu nokkrum mánuðum eftir að maður er sakaður um alvarleg ofbeldisbrot.“
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14
„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14