Byrjaði sautján ára með eigin rekstur og réð pabba sinn í vinnu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2022 23:00 Alexander Dagur á Akranesi, sem er með sína eigin bílaþvottastöð þar sem er meira en nóg að gera alla daga. Vísir/Magnús Hlynur Það er mikið meira en nóg að gera hjá Alexander Degi, 18 ára strák á Akranesi, sem er með sína eigin bílaþvottastöð. Vegna mikilla anna hefur hann ráðið pabba sinn í vinnu til sín. Alexander Dagur er líka kattliðugur. Það var í ágúst í fyrra, sem bílaþvottastöðin var opnuð í fínu iðnaðarhúsnæði á góðum stað á Akranesi. Það hefur verið allt vitlaust að gera síðan, enda er Alexander Dagur í skýjunum með viðtökurnar, sem hann hefur fengið. „Já, það gengur mjög vel. Það er mikið að gera hjá okkur, stíft prógramm alla daga. Við bjóðum upp á alþrif, þvott að utan og innan, einungis að utan eða einungis að innan, við erum með djúphreinsun og við getum massað og og svo fer það bara eftir því sem kúnninn vill hverju sinni,“ segir Alexander. MIkil ánægja er með þjónustuna á stöðinni hjá Alexander Degi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegna vinsældar stöðvarinnar þurfti Alexander Dagur fljótlega að ráða sér starfsmann og þá var komið að því að gera ráðningarsamning við pabba sinn. „Hann hefur alltaf verið forsprakki og gert bara það sem honum dettur í hug að gera og bara framkvæmt það. Það er búið að vera vitlaust að gera núna, sérstaklega eftir að sólin hækkaði á lofti. Pabba gamla er þrælað út hérna meira og minna í vaktarfríunum þess á milli, sem ég er ekki á vöktum í álverinu, þá er ég hjá stráknum“, segir Helgi Þór Sveinbjörnsson, stoltur af stráknum sínum. Helgi Þór Sveinbjörnsson er stoltur af stráknum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara fínt þegar ungt fólk lætur drauma sína rætast. Hann er að fá mjög góðar viðtökur enda var þörf á þessari þjónustu á staðnum“, segir Mjallhvít Magnúsdóttir, íbúi á Akranesi og ánægður viðskiptavinur bílaþvottastöðvarinnar. Mjallhvít Magnúsdóttir var ánægð með sinn bíll eftir að hann fór á stöðina til Alexanders Dags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ekki nóg með það að Alexander Dagur sé góður í að þrífa bíla, því hann er ótrúlega liðugur og getur gert alls konar kúnstir þegar kemur að því, enda kattliðugur. Alexander getur meira að segja gengið á hnjánum á þvottastöðinni sinni sé hann beðin um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alexander er kattliðugur og getur gert ótrúlegustu hluti í því sambandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Bílar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Það var í ágúst í fyrra, sem bílaþvottastöðin var opnuð í fínu iðnaðarhúsnæði á góðum stað á Akranesi. Það hefur verið allt vitlaust að gera síðan, enda er Alexander Dagur í skýjunum með viðtökurnar, sem hann hefur fengið. „Já, það gengur mjög vel. Það er mikið að gera hjá okkur, stíft prógramm alla daga. Við bjóðum upp á alþrif, þvott að utan og innan, einungis að utan eða einungis að innan, við erum með djúphreinsun og við getum massað og og svo fer það bara eftir því sem kúnninn vill hverju sinni,“ segir Alexander. MIkil ánægja er með þjónustuna á stöðinni hjá Alexander Degi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegna vinsældar stöðvarinnar þurfti Alexander Dagur fljótlega að ráða sér starfsmann og þá var komið að því að gera ráðningarsamning við pabba sinn. „Hann hefur alltaf verið forsprakki og gert bara það sem honum dettur í hug að gera og bara framkvæmt það. Það er búið að vera vitlaust að gera núna, sérstaklega eftir að sólin hækkaði á lofti. Pabba gamla er þrælað út hérna meira og minna í vaktarfríunum þess á milli, sem ég er ekki á vöktum í álverinu, þá er ég hjá stráknum“, segir Helgi Þór Sveinbjörnsson, stoltur af stráknum sínum. Helgi Þór Sveinbjörnsson er stoltur af stráknum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara fínt þegar ungt fólk lætur drauma sína rætast. Hann er að fá mjög góðar viðtökur enda var þörf á þessari þjónustu á staðnum“, segir Mjallhvít Magnúsdóttir, íbúi á Akranesi og ánægður viðskiptavinur bílaþvottastöðvarinnar. Mjallhvít Magnúsdóttir var ánægð með sinn bíll eftir að hann fór á stöðina til Alexanders Dags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ekki nóg með það að Alexander Dagur sé góður í að þrífa bíla, því hann er ótrúlega liðugur og getur gert alls konar kúnstir þegar kemur að því, enda kattliðugur. Alexander getur meira að segja gengið á hnjánum á þvottastöðinni sinni sé hann beðin um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alexander er kattliðugur og getur gert ótrúlegustu hluti í því sambandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Bílar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira