„Kollurinn minn er fullur af verkefnum sem eiga eftir að líta dagsins ljós“ Elísabet Hanna skrifar 14. apríl 2022 11:00 Margrét Ýr er móðir, kennari og föndrari og sameinar það allt á miðlinum sínum. Aðsend Margrét Ýr heldur uppi miðlinum Hugmyndabankinn þar sem finna má hugmyndir að föndri og leikjum fyrir börn á öllum aldri. Hún er móðir, kennari og föndrari og sameinar það allt á miðlinum sínum. Blaðamaður heyrði í Margréti og fékk að forvitnast um upphaf Hugmyndabankans og hvernig hann hefur þróast yfir í það gleðitól sem hann er og hvernig hann nýtist foreldrum og kennurum. View this post on Instagram A post shared by M A R G R É T Ý R (@maggayr) Hvernig kviknaði hugmyndin?Ætli hún hafi ekki alltaf blundað í mér. Ég er stútfull af hugmyndum og hef frá unga aldri átt ótrúlega auðvelt með að koma með hugmyndir og framkvæma þær. Þá sérstaklega tengt föndri, leikjum, samveru og kennslu. View this post on Instagram A post shared by Hugmyndabankinn (@hugmyndabanki) „Ég hef oft hugsað hvað væri gott að hafa öll þau verkefni, leiki eða annað sem ég hef verið að gera á einum stað.“ Í gegnum tíðina hef ég líka fengið spurningar hvernig ég hafi gert hitt eða þetta og þá hef ég oft hugsað hvað það væri nú gott að geta gengið að hugmyndunum sem ég hef verið að framkvæma. View this post on Instagram A post shared by Hugmyndabankinn (@hugmyndabanki) Hvernig voru fyrstu skrefin? Ég var byrjuð að geyma hugmyndir fyrir sjálfa mig inn á lokuðum reikningi á Instagram. Þegar vinkonur mínar fengu veður af því þá var ég hreinlega tekin á beinið. Þær vildu meina að ég ætti að leyfa öðrum að njóta þessa hafsjós af hugmyndum sem ég hafði verið að geyma. View this post on Instagram A post shared by M A R G R É T Ý R (@maggayr) Þær létu mig ekki í friði fyrr en ég gafst upp og lét verða af Hugmyndabankanum. „Ég er þakklát að eiga vinkonur sem ýta manni áfram í lífinu.“ Síðan þá hef ég verið að setja tvær til þrjár hugmyndir inn á viku og reyni að hafa verkefnin fjölbreytt, skemmtileg og ekki of flókin. Hefur þú alltaf verið mikill föndrari? Já, frá blautu barnsbeini. Ég ólst upp í föndri má segja, en móðir mín var dugleg að föndra með okkur systkinunum. „Og pabbi tók alltaf virkan þátt þrátt fyrir að vera með tíu þumalputta.“ Föndrið hefur því alltaf loðað við mig og mun sjálfsagt alltaf gera það, þar sem ég veit fátt skemmtilegra en að gleyma mér í einhverju föndri með stelpunum mínum. Föndur býður líka upp á svo marga möguleika og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. View this post on Instagram A post shared by M A R G R É T Ý R (@maggayr) Hvernig viðbrögð hefur miðillinn verið að fá? Ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð við Hugmyndabankanum og það er yndislegt hvað fólk úr ýmsum áttum er þakklátt fyrir verkefnin sem ég set inn. Það gleður mig óendanlega mikið og ég veit fátt skemmtilegra en að sjá verkefnin mín lifna við inni á heimilum fólks, í skólastofum, leikskólum eða frístundaheimilum. „Það er svo gaman að geta glatt.“ View this post on Instagram A post shared by Hugmyndabankinn (@hugmyndabanki) Er eitthvað skemmtilegt á döfinni? Framundan er að sjálfsögðu meira föndur og enn meiri gleði. Ég ætla að halda áfram að setja inn skemmtileg verkefni fyrir allan aldur. „Kollurinn minn er fullur af verkefnum sem eiga eftir að líta dagsins ljós svo það sem er komið nú þegar inn er bara toppurinn á ísjakanum.“ Föndur Páskar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fallegt einbýli Margrétar og Ómars Í síðasta þætti af Heimsókn bankaði Sindri upp á hjá Margréti Ýri Ingimarsdóttur sem býr í fallegu húsi í Garðabænum þar sem allt hefur verið tekið í gegn af innanhússarkitektinum Berglindi Berndsen. 10. febrúar 2022 12:30 Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Jólaföndur 17.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 17. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Harry Potter sprotageymsla Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 25. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Blaðamaður heyrði í Margréti og fékk að forvitnast um upphaf Hugmyndabankans og hvernig hann hefur þróast yfir í það gleðitól sem hann er og hvernig hann nýtist foreldrum og kennurum. View this post on Instagram A post shared by M A R G R É T Ý R (@maggayr) Hvernig kviknaði hugmyndin?Ætli hún hafi ekki alltaf blundað í mér. Ég er stútfull af hugmyndum og hef frá unga aldri átt ótrúlega auðvelt með að koma með hugmyndir og framkvæma þær. Þá sérstaklega tengt föndri, leikjum, samveru og kennslu. View this post on Instagram A post shared by Hugmyndabankinn (@hugmyndabanki) „Ég hef oft hugsað hvað væri gott að hafa öll þau verkefni, leiki eða annað sem ég hef verið að gera á einum stað.“ Í gegnum tíðina hef ég líka fengið spurningar hvernig ég hafi gert hitt eða þetta og þá hef ég oft hugsað hvað það væri nú gott að geta gengið að hugmyndunum sem ég hef verið að framkvæma. View this post on Instagram A post shared by Hugmyndabankinn (@hugmyndabanki) Hvernig voru fyrstu skrefin? Ég var byrjuð að geyma hugmyndir fyrir sjálfa mig inn á lokuðum reikningi á Instagram. Þegar vinkonur mínar fengu veður af því þá var ég hreinlega tekin á beinið. Þær vildu meina að ég ætti að leyfa öðrum að njóta þessa hafsjós af hugmyndum sem ég hafði verið að geyma. View this post on Instagram A post shared by M A R G R É T Ý R (@maggayr) Þær létu mig ekki í friði fyrr en ég gafst upp og lét verða af Hugmyndabankanum. „Ég er þakklát að eiga vinkonur sem ýta manni áfram í lífinu.“ Síðan þá hef ég verið að setja tvær til þrjár hugmyndir inn á viku og reyni að hafa verkefnin fjölbreytt, skemmtileg og ekki of flókin. Hefur þú alltaf verið mikill föndrari? Já, frá blautu barnsbeini. Ég ólst upp í föndri má segja, en móðir mín var dugleg að föndra með okkur systkinunum. „Og pabbi tók alltaf virkan þátt þrátt fyrir að vera með tíu þumalputta.“ Föndrið hefur því alltaf loðað við mig og mun sjálfsagt alltaf gera það, þar sem ég veit fátt skemmtilegra en að gleyma mér í einhverju föndri með stelpunum mínum. Föndur býður líka upp á svo marga möguleika og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. View this post on Instagram A post shared by M A R G R É T Ý R (@maggayr) Hvernig viðbrögð hefur miðillinn verið að fá? Ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð við Hugmyndabankanum og það er yndislegt hvað fólk úr ýmsum áttum er þakklátt fyrir verkefnin sem ég set inn. Það gleður mig óendanlega mikið og ég veit fátt skemmtilegra en að sjá verkefnin mín lifna við inni á heimilum fólks, í skólastofum, leikskólum eða frístundaheimilum. „Það er svo gaman að geta glatt.“ View this post on Instagram A post shared by Hugmyndabankinn (@hugmyndabanki) Er eitthvað skemmtilegt á döfinni? Framundan er að sjálfsögðu meira föndur og enn meiri gleði. Ég ætla að halda áfram að setja inn skemmtileg verkefni fyrir allan aldur. „Kollurinn minn er fullur af verkefnum sem eiga eftir að líta dagsins ljós svo það sem er komið nú þegar inn er bara toppurinn á ísjakanum.“
Föndur Páskar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fallegt einbýli Margrétar og Ómars Í síðasta þætti af Heimsókn bankaði Sindri upp á hjá Margréti Ýri Ingimarsdóttur sem býr í fallegu húsi í Garðabænum þar sem allt hefur verið tekið í gegn af innanhússarkitektinum Berglindi Berndsen. 10. febrúar 2022 12:30 Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Jólaföndur 17.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 17. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Harry Potter sprotageymsla Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 25. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Fallegt einbýli Margrétar og Ómars Í síðasta þætti af Heimsókn bankaði Sindri upp á hjá Margréti Ýri Ingimarsdóttur sem býr í fallegu húsi í Garðabænum þar sem allt hefur verið tekið í gegn af innanhússarkitektinum Berglindi Berndsen. 10. febrúar 2022 12:30
Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Jólaföndur 17.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 17. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Harry Potter sprotageymsla Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 25. nóvember 2019 13:30