Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 23:20 Útlit er fyrir æsispennandi kosningar þann 24. apríl næstkomandi. Getty Images Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. Emmanuel Macron fékk milli 28 og 29 prósent atkvæða í fyrstu umferð kosninganna en keppinauturinn, Marine Le Pen, fékk milli 23 og 24 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Breska ríkisútvarpið fylgdist ítarlega með. Tólf voru í framboði þetta árið en Macron vann nokkuð örugglega í seinni umferð forsetakosninganna árið 2017 með rúmlega 66 prósent atkvæða. Nú virðist Le Pen ætla að sækja á. Fylgi Macrons forseta hafði dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virtist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Le Pen hefur nú aldrei mælst með meira fylgi og kveðst bjartsýn yfir því sem koma skal. Sérfræðingar ytra segja ljóst að Macron geti ekki búist við auðveldum sigri í komandi kosningum. Hann sagði í ávarpi fyrr í kvöld að stuðningsmenn sínir þyrftu engar áhyggjur að hafa af kosningunum. Samkvæmt stjórnmálafræðingum ytra virðast kjósendur hafa almennt skipað sér í þrjár fylkingar; Macron-breiðfylkingu, langt til hægri eða langt til vinstri. Nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar er ljóst að margir, sem gerðu ráð fyrir því að kjósa aðrar frambjóðendur af þeim tólf sem voru í framboði, hafi ákveðið að valið stæði milli Macron, Le Pen og Jean-Luc Mélenchon, sem var lengst til vinstri. Sá síðastnefndi fékk rúm 20 prósent atkvæða en hann hvetur stuðningsmenn sína nú eindregið til að kjósa Macron. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Emmanuel Macron fékk milli 28 og 29 prósent atkvæða í fyrstu umferð kosninganna en keppinauturinn, Marine Le Pen, fékk milli 23 og 24 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Breska ríkisútvarpið fylgdist ítarlega með. Tólf voru í framboði þetta árið en Macron vann nokkuð örugglega í seinni umferð forsetakosninganna árið 2017 með rúmlega 66 prósent atkvæða. Nú virðist Le Pen ætla að sækja á. Fylgi Macrons forseta hafði dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virtist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Le Pen hefur nú aldrei mælst með meira fylgi og kveðst bjartsýn yfir því sem koma skal. Sérfræðingar ytra segja ljóst að Macron geti ekki búist við auðveldum sigri í komandi kosningum. Hann sagði í ávarpi fyrr í kvöld að stuðningsmenn sínir þyrftu engar áhyggjur að hafa af kosningunum. Samkvæmt stjórnmálafræðingum ytra virðast kjósendur hafa almennt skipað sér í þrjár fylkingar; Macron-breiðfylkingu, langt til hægri eða langt til vinstri. Nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar er ljóst að margir, sem gerðu ráð fyrir því að kjósa aðrar frambjóðendur af þeim tólf sem voru í framboði, hafi ákveðið að valið stæði milli Macron, Le Pen og Jean-Luc Mélenchon, sem var lengst til vinstri. Sá síðastnefndi fékk rúm 20 prósent atkvæða en hann hvetur stuðningsmenn sína nú eindregið til að kjósa Macron.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43