Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2022 20:31 „Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu.“ Vísir/Sigurjón Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. „Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu. Hundrað sextíu og sjö börn sem var slátrað eða bara drepin í Úkraínu. Og þetta er bara tala sem við vitum um. Hversu mörg eru börnin sem við vitum ekki um,“ sagði Júlía, ein kvennanna. Hún vill að sendiherra Rússlands í Reykjavík verði vísað úr landi. „Hann styður stefnu Putins sem þýðir að hann styður allt þetta. Morðin og allt þetta helvíti sem rússneskir terroristar eru að gera. Að sjálfsögðu verður hann að fara,“ sagði Júlía. Finnar ákváðu í dag að vísa tveimur rússneskum sendiráðsmönnum úr landi og afturkalla áður útgefið landvistarleyfi til hins þriðja. Þá hafa öll Norðurlöndin nema Ísland bæst í hóp tuttugu og tveggja annarra Evrópuríkja sem vísað hafa rússneskum sendiráðsmönnum úr landi. Litháar hafa að auki rekið sendiherra Rússlands heim án þess þó að slíta stjórnmálasambandi við Rússa. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var í heimsókn í Litháen í dag. „Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Það hefur aðeins eitt ríki í raun sent sendiherrann heim. Sem er einmitt Litháen. Ekkert annað ríki hefur gert það,“ segir utanríkisráðherra. Hér á landi væru átta rússneskir sendiráðsstarfsmenn og aðeins þrír í sendiráði Íslands í Moskvu. Rússar myndu eflaust svara brottvísun héðan í sömu mynt. „Við horfum líka á þetta í því samhengi. Einhverjum kann að þykja alger óþarfi fyrir okkur að viðhalda einhverjum stjórnmálalegum samskiptum. En það eru nú öll ríkin í kringum okkur að gera. Sömuleiðis berum við ákveðnar skyldur gagnvart íslenskum ríkisborgurum,“ segir Þórdís Kolbrún. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
„Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu. Hundrað sextíu og sjö börn sem var slátrað eða bara drepin í Úkraínu. Og þetta er bara tala sem við vitum um. Hversu mörg eru börnin sem við vitum ekki um,“ sagði Júlía, ein kvennanna. Hún vill að sendiherra Rússlands í Reykjavík verði vísað úr landi. „Hann styður stefnu Putins sem þýðir að hann styður allt þetta. Morðin og allt þetta helvíti sem rússneskir terroristar eru að gera. Að sjálfsögðu verður hann að fara,“ sagði Júlía. Finnar ákváðu í dag að vísa tveimur rússneskum sendiráðsmönnum úr landi og afturkalla áður útgefið landvistarleyfi til hins þriðja. Þá hafa öll Norðurlöndin nema Ísland bæst í hóp tuttugu og tveggja annarra Evrópuríkja sem vísað hafa rússneskum sendiráðsmönnum úr landi. Litháar hafa að auki rekið sendiherra Rússlands heim án þess þó að slíta stjórnmálasambandi við Rússa. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var í heimsókn í Litháen í dag. „Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Það hefur aðeins eitt ríki í raun sent sendiherrann heim. Sem er einmitt Litháen. Ekkert annað ríki hefur gert það,“ segir utanríkisráðherra. Hér á landi væru átta rússneskir sendiráðsstarfsmenn og aðeins þrír í sendiráði Íslands í Moskvu. Rússar myndu eflaust svara brottvísun héðan í sömu mynt. „Við horfum líka á þetta í því samhengi. Einhverjum kann að þykja alger óþarfi fyrir okkur að viðhalda einhverjum stjórnmálalegum samskiptum. En það eru nú öll ríkin í kringum okkur að gera. Sömuleiðis berum við ákveðnar skyldur gagnvart íslenskum ríkisborgurum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira