Bjarga geðdeildir lífi fólks eða hvað? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 6. apríl 2022 09:00 Í lífsins mestu örvæntingu leita einstaklingar til fagfólks á geðdeild til að fá faglega og gagnreynda aðstoð, því það vill fá sérhæfðustu og bestu hjálp sem völ er á til að bjarga lífi sínu. Þegar einstaklingur gengur svo út af geðdeild, þá vonast hann til þess að heilbrigðiskerfinu sé umhugað um hvað verður um hann og styðji i bataferlinu. Því miður er það þó svo að heilbrigðiskerfið fylgist ekki með því hvað verður um einstaklinginn eftir innlögn, viðtal eða annars konar aðhlynningu vegna sjálfsvígshugsana og einungis brot af einstaklingum fá göngudeildarþjónustu. Hætta á sjálfsvígi krefst eftirfylgni Raunin er sú að heilbrigðisráðuneytið veit ekki hversu margir, sem leitað hafa til geðdeilda síðast liðin ár vegna sjálfsvígshugsana/tilrauna, hafa síðan fallið fyrir eigin hendi. Sömuleiðis hafa geðdeildir ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem vísað var frá. Þegar ég las svar heilbrigðisráðherra við þessari fyrirspurn minni kom í ljós að hvorki ráðuneytið né geðdeildir landsins hafa hugmynd um hvort viðbrögð þeirra hjálpi í raun og veru þeim sem eru í sjálfsvígshættu til lengri tíma litið. Þessar upplýsingar sýna enn og aftur alvarlega vanrækslu af hálfu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum landsins. 47 manneskjur árið 2020 Þarna er verið að tala um sjúkdóm sem tók 47 mannslíf, að minnsta kosti, árið 2020 og þá er enginn aldurshópur undanskilinn. Jafnt börn sem aldraðir hafa fallið fyrir eigin hendi í örvæntingu sinni þegar engin önnur leið virtist ákjósanleg á því augnabliki. Hvernig má það vera að við vitum ekki hvort þjónusta við fólk í sjálfsvígshættu sé að virka? Það ætti að vera í forgangi að fylgja þessum einstaklingum eftir í að minnsta kosti ár og vita þá hvort þessir einstaklingar nái bata eða ekki. Þessar upplýsingar eiga að vera fyrir hendi til að geðdeildir landsins viti hvort að bráðaþjónusta eða innlagnir séu raunverulega að virka eða hvort breyta þurfi verklagi í bráðageðheilbrigðisþjónustu landsins. Vita ekki hvort að fórnarlömb sjálfsvíga hafi leitað eftir þjónustu Svarið sem ég fékk frá heilbrigðisráðherra var á þá leið að ekki væri vitað hvort einstaklingar, sem höfðu leitað á geðdeildir landsins, hefðu látist innan árs frá komu. Það er semsagt ekki skoðað hvort að fólk í sjálfsvígshættu taki sitt eigið líf eftir þjónustu á þriðju línu heilbrigðisstofnun. Það er í besta falli vanræksla en í versta falli er ekki verið að koma í veg fyrir ótímabæran dauða tæplega fimmtíu einstaklingum á ári. Heilbrigðisráðuneytið veit því ekki hvort að geðdeildir landsins bjarga lífi fólks eða ekki. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Geðheilbrigði Píratar Heilbrigðismál Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í lífsins mestu örvæntingu leita einstaklingar til fagfólks á geðdeild til að fá faglega og gagnreynda aðstoð, því það vill fá sérhæfðustu og bestu hjálp sem völ er á til að bjarga lífi sínu. Þegar einstaklingur gengur svo út af geðdeild, þá vonast hann til þess að heilbrigðiskerfinu sé umhugað um hvað verður um hann og styðji i bataferlinu. Því miður er það þó svo að heilbrigðiskerfið fylgist ekki með því hvað verður um einstaklinginn eftir innlögn, viðtal eða annars konar aðhlynningu vegna sjálfsvígshugsana og einungis brot af einstaklingum fá göngudeildarþjónustu. Hætta á sjálfsvígi krefst eftirfylgni Raunin er sú að heilbrigðisráðuneytið veit ekki hversu margir, sem leitað hafa til geðdeilda síðast liðin ár vegna sjálfsvígshugsana/tilrauna, hafa síðan fallið fyrir eigin hendi. Sömuleiðis hafa geðdeildir ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem vísað var frá. Þegar ég las svar heilbrigðisráðherra við þessari fyrirspurn minni kom í ljós að hvorki ráðuneytið né geðdeildir landsins hafa hugmynd um hvort viðbrögð þeirra hjálpi í raun og veru þeim sem eru í sjálfsvígshættu til lengri tíma litið. Þessar upplýsingar sýna enn og aftur alvarlega vanrækslu af hálfu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum landsins. 47 manneskjur árið 2020 Þarna er verið að tala um sjúkdóm sem tók 47 mannslíf, að minnsta kosti, árið 2020 og þá er enginn aldurshópur undanskilinn. Jafnt börn sem aldraðir hafa fallið fyrir eigin hendi í örvæntingu sinni þegar engin önnur leið virtist ákjósanleg á því augnabliki. Hvernig má það vera að við vitum ekki hvort þjónusta við fólk í sjálfsvígshættu sé að virka? Það ætti að vera í forgangi að fylgja þessum einstaklingum eftir í að minnsta kosti ár og vita þá hvort þessir einstaklingar nái bata eða ekki. Þessar upplýsingar eiga að vera fyrir hendi til að geðdeildir landsins viti hvort að bráðaþjónusta eða innlagnir séu raunverulega að virka eða hvort breyta þurfi verklagi í bráðageðheilbrigðisþjónustu landsins. Vita ekki hvort að fórnarlömb sjálfsvíga hafi leitað eftir þjónustu Svarið sem ég fékk frá heilbrigðisráðherra var á þá leið að ekki væri vitað hvort einstaklingar, sem höfðu leitað á geðdeildir landsins, hefðu látist innan árs frá komu. Það er semsagt ekki skoðað hvort að fólk í sjálfsvígshættu taki sitt eigið líf eftir þjónustu á þriðju línu heilbrigðisstofnun. Það er í besta falli vanræksla en í versta falli er ekki verið að koma í veg fyrir ótímabæran dauða tæplega fimmtíu einstaklingum á ári. Heilbrigðisráðuneytið veit því ekki hvort að geðdeildir landsins bjarga lífi fólks eða ekki. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun