Westbrook reifst við blaðamann eftir stórtap Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2022 16:31 Russell Westbrook var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers í leiknum gegn Dallas Mavericks með 25 stig. getty/Ron Jenkins Los Angeles Lakers steinlá fyrir Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt og er ekki lengur í umspilssæti um sæti í úrslitakeppninni. Eftir leikinn reifst Russell Westbrook við blaðamann. Lakers átti aldrei möguleika gegn Dallas í nótt og tapaði, 128-110. Dallas skoraði 82 stig í fyrri hálfleik sem er með mesta sem Lakers hefur fengið á sig eftir að félagið flutti frá Minneapolis til Los Angeles 1960. Westbrook, sem skoraði 25 stig í nótt, varð pirraður á spurningum blaðamanns Los Angeles Times, Brad Turner, eftir leikinn í Dallas. Turner spurði Westbrook hverju Lakers þyrfti að breyta áður en deildarkeppninni lyki. „Engu, maður. Engu,“ sagði Westbrook stuttur í spunann. Hann benti á að Lakers ætti enn leiki eftir eins og hin liðin sem eru í baráttunni um að komast í umspilið. Westbrook spurði svo Turner hverju hann myndi breyta hjá Lakers og hann svaraði að liðið yrði að fara að vinna leiki. „Það er flott. Ertu með svarið til að fara að vinna? Ertu með svarið til að komast á sigurbraut?“ sagði Westbrook. Leikstjórnandinn var þó nokkuð snöggur að jafna sig eftir fundinn og þeir Turner skildu sáttir. Lakers hefur tapað þremur leikjum í röð og hefur aðeins unnið fjóra af sautján leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn. Lakers hefur unnið 31 leik í vetur, tapað 44 leikjum og er í 11. sæti Vesturdeildarinnar. Liðin í 6.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Tengdar fréttir Varði sigurinn með tilþrifum Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers. 30. mars 2022 08:01 Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Lakers átti aldrei möguleika gegn Dallas í nótt og tapaði, 128-110. Dallas skoraði 82 stig í fyrri hálfleik sem er með mesta sem Lakers hefur fengið á sig eftir að félagið flutti frá Minneapolis til Los Angeles 1960. Westbrook, sem skoraði 25 stig í nótt, varð pirraður á spurningum blaðamanns Los Angeles Times, Brad Turner, eftir leikinn í Dallas. Turner spurði Westbrook hverju Lakers þyrfti að breyta áður en deildarkeppninni lyki. „Engu, maður. Engu,“ sagði Westbrook stuttur í spunann. Hann benti á að Lakers ætti enn leiki eftir eins og hin liðin sem eru í baráttunni um að komast í umspilið. Westbrook spurði svo Turner hverju hann myndi breyta hjá Lakers og hann svaraði að liðið yrði að fara að vinna leiki. „Það er flott. Ertu með svarið til að fara að vinna? Ertu með svarið til að komast á sigurbraut?“ sagði Westbrook. Leikstjórnandinn var þó nokkuð snöggur að jafna sig eftir fundinn og þeir Turner skildu sáttir. Lakers hefur tapað þremur leikjum í röð og hefur aðeins unnið fjóra af sautján leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn. Lakers hefur unnið 31 leik í vetur, tapað 44 leikjum og er í 11. sæti Vesturdeildarinnar. Liðin í 6.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Tengdar fréttir Varði sigurinn með tilþrifum Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers. 30. mars 2022 08:01 Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Varði sigurinn með tilþrifum Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers. 30. mars 2022 08:01