Foreldrarnir hafa tekist á fyrir dómstólum í Noregi og á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. mars 2022 14:57 Móðirin flaug heim til Íslands með syni sína í einkaþotu frá Noregi á mánudagskvöld. Vísir Íslensk kona, sem nam þrjá syni sína á brott af heimili þeirra í Noregi á mánudag, var árið 2020 dæmd af norskum dómstólum í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa meinað föðurnum að hitta börnin. Greint var frá því á Vísi í gær að lögreglan í Noregi hafi til rannsóknar brottnám þriggja íslenskra bræðra frá bæ í suðurhluta Noregs. Móðirin flaug með drengina til Íslands í einkaflugvél á mánudagskvöld í óþökk föðurins. Móðirin hefur sagt að ferðin til Noregs hafi verið undirbúin í lengri tíma. Fréttastofa hefur rætt við báða foreldra og lögmenn þeirra vegna málsins. Faðirinn vill meina að móðirin hafi lokkað hann af heimili hans og nýtt tækifærið til að fljúga með drengina til Íslands. Fólkið á saman fimm börn, tvær stúlkur og þrjá drengi, en stúlkurnar tvær, sem eru elstar systkinanna, búa með móður sinni á Íslandi. Faðirinn hefur farið með forræði yfir drengjunum síðan hann og móðirin skildu að borði og sæng árið 2017 og móðirin flutti til Íslands. Þegar móðirin flutti heim urðu börnin fimm eftir hjá föðurnum í Noregi en fóru reglulega til móður sinnar á Íslandi í frí. Deilur fyrir dómstólum á Íslandi og í Noregi Í febrúar 2019 voru börnin í vetrarfríi hjá móður sinni á Íslandi en áttu að snúa aftur til föður síns síðar sama mánuð. Daginn áður en börnin áttu að snúa aftur til Noregs barst föðurnum hins vegar bréf frá lögmanni móðurinnar á Íslandi, sem tilkynnti föðurnum það að börnin yrðu áfram á Íslandi. Maðurinn lagði í kjölfarið fram kröfu hjá móttökustjórnvöldum í Noregi um að börnunum yrði skilað. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2019 og kvað úrskurður héraðsdóms, sem fréttastofa hefur undir höndum, á um að börnin skyldu snúa aftur til Noregs að liðnum 21 degi. Móðirin skaut í kjölfarið málinu til Landsréttar og var málið tekið þar fyrir í júní sama ár. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að börnin skyldu snúa aftur til Noregs. Faðirinn segir í samtali við fréttastofu að stúlkurnar tvær, sem þá voru tólf og þrettán ára gamlar, hafi viljað vera eftir á Íslandi og hann ekki viljað þvinga þær aftur til Noregs. Þær hefðu verið orðnar nógu gamlar til að taka sjálfar ákvörðun um þetta og því hafi bræðurnir þrír einir snúið aftur til föður síns í Noregi. Sextán klukkustundir í umgengni á ári Saksóknari í Noregi ákærði í kjölfarið móðurina fyrir brottnámið. Í lok október 2020 var hún dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir brottnámið, sem hún hefur ekki afplánað, og til að greiða föðurnum þrjátíu þúsund norskar krónur í miskabætur, eða rúmar 400 þúsund krónur. Konan reyndi að áfrýja dómnum en áfrýjunardómstóll hafnaði kröfunni. Á sama tíma sóttist faðirinn eftir því fyrir norskum dómstólum að fá fullt forræði yfir drengjunum. Í byrjun október 2020 komst héraðsdómur Nedre-Telemark að þeirri niðurstöðu að móðirin skyldi aðeins fá að umgangast drengina í sextán klukkustundir á ári. Þá gerði dómstóllinn þá kröfu að móðirin myndi hitta drengina undir eftirliti og að aðeins skyldi töluð norska á þeim fundum. Héraðsdómurinn komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að systurnar skyldu búa hjá móður sinni á Íslandi, en forræði foreldranna yfir þeim væri sameiginlegt. Faðirinn skyldi þá fá að hitta dæturnar í sextán klukkustundir á ári. Sjak Haaheim, lögmaður föðursins í Noregi segir í samtali við fréttastofu að saksóknari hafi gefið út ákæru á hendur móðurinni fyrir brottnámið. Hann segir hana eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Þá segir hann lögregluna í Noregi hafa upplýsingar sem bendi til að brottnámið hafi verið skipulagt af fagmönnum og að nokkrir séu aðilar að máli. Hann hvetur lögregluna á Íslandi og barnaverndaryfirvöld til að grípa strax inn í til að tryggja öryggi drengjanna og koma þeim aftur til Noregs án tafar. Fréttin var uppfærð klukkan 16:45 eftir að fréttastofa ræddi við Haaheim, lögmann föðursins. Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í gær að lögreglan í Noregi hafi til rannsóknar brottnám þriggja íslenskra bræðra frá bæ í suðurhluta Noregs. Móðirin flaug með drengina til Íslands í einkaflugvél á mánudagskvöld í óþökk föðurins. Móðirin hefur sagt að ferðin til Noregs hafi verið undirbúin í lengri tíma. Fréttastofa hefur rætt við báða foreldra og lögmenn þeirra vegna málsins. Faðirinn vill meina að móðirin hafi lokkað hann af heimili hans og nýtt tækifærið til að fljúga með drengina til Íslands. Fólkið á saman fimm börn, tvær stúlkur og þrjá drengi, en stúlkurnar tvær, sem eru elstar systkinanna, búa með móður sinni á Íslandi. Faðirinn hefur farið með forræði yfir drengjunum síðan hann og móðirin skildu að borði og sæng árið 2017 og móðirin flutti til Íslands. Þegar móðirin flutti heim urðu börnin fimm eftir hjá föðurnum í Noregi en fóru reglulega til móður sinnar á Íslandi í frí. Deilur fyrir dómstólum á Íslandi og í Noregi Í febrúar 2019 voru börnin í vetrarfríi hjá móður sinni á Íslandi en áttu að snúa aftur til föður síns síðar sama mánuð. Daginn áður en börnin áttu að snúa aftur til Noregs barst föðurnum hins vegar bréf frá lögmanni móðurinnar á Íslandi, sem tilkynnti föðurnum það að börnin yrðu áfram á Íslandi. Maðurinn lagði í kjölfarið fram kröfu hjá móttökustjórnvöldum í Noregi um að börnunum yrði skilað. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2019 og kvað úrskurður héraðsdóms, sem fréttastofa hefur undir höndum, á um að börnin skyldu snúa aftur til Noregs að liðnum 21 degi. Móðirin skaut í kjölfarið málinu til Landsréttar og var málið tekið þar fyrir í júní sama ár. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að börnin skyldu snúa aftur til Noregs. Faðirinn segir í samtali við fréttastofu að stúlkurnar tvær, sem þá voru tólf og þrettán ára gamlar, hafi viljað vera eftir á Íslandi og hann ekki viljað þvinga þær aftur til Noregs. Þær hefðu verið orðnar nógu gamlar til að taka sjálfar ákvörðun um þetta og því hafi bræðurnir þrír einir snúið aftur til föður síns í Noregi. Sextán klukkustundir í umgengni á ári Saksóknari í Noregi ákærði í kjölfarið móðurina fyrir brottnámið. Í lok október 2020 var hún dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir brottnámið, sem hún hefur ekki afplánað, og til að greiða föðurnum þrjátíu þúsund norskar krónur í miskabætur, eða rúmar 400 þúsund krónur. Konan reyndi að áfrýja dómnum en áfrýjunardómstóll hafnaði kröfunni. Á sama tíma sóttist faðirinn eftir því fyrir norskum dómstólum að fá fullt forræði yfir drengjunum. Í byrjun október 2020 komst héraðsdómur Nedre-Telemark að þeirri niðurstöðu að móðirin skyldi aðeins fá að umgangast drengina í sextán klukkustundir á ári. Þá gerði dómstóllinn þá kröfu að móðirin myndi hitta drengina undir eftirliti og að aðeins skyldi töluð norska á þeim fundum. Héraðsdómurinn komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að systurnar skyldu búa hjá móður sinni á Íslandi, en forræði foreldranna yfir þeim væri sameiginlegt. Faðirinn skyldi þá fá að hitta dæturnar í sextán klukkustundir á ári. Sjak Haaheim, lögmaður föðursins í Noregi segir í samtali við fréttastofu að saksóknari hafi gefið út ákæru á hendur móðurinni fyrir brottnámið. Hann segir hana eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Þá segir hann lögregluna í Noregi hafa upplýsingar sem bendi til að brottnámið hafi verið skipulagt af fagmönnum og að nokkrir séu aðilar að máli. Hann hvetur lögregluna á Íslandi og barnaverndaryfirvöld til að grípa strax inn í til að tryggja öryggi drengjanna og koma þeim aftur til Noregs án tafar. Fréttin var uppfærð klukkan 16:45 eftir að fréttastofa ræddi við Haaheim, lögmann föðursins.
Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira