Karólína lokuð inni í viku vegna smits: „Þetta er hræðileg tímasetning“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 11:31 Bayern München v SL Benfica: Group D - UEFA Women's Champions League MUNICH, GERMANY - DECEMBER 15: Karolina Lea Vilhjalmsdottir of Bayern Muenchen looks on during the UEFA Women's Champions League group D match between Bayern München and SL Benfica at FCB Campus on December 15, 2021 in Munich, Germany. (Photo by Roland Krivec/DeFodi Images via Getty Images) Reglur í Þýskalandi og hjá Bayern München varðandi kórónuveirusmit koma í veg fyrir að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir geti spilað stórleikinn gegn PSG í París í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Karólína greindist með kórónuveirusmit síðastliðinn fimmtudagsmorgun og hefur ekki mátt hreyfa sig af heimili sínu síðan þá. „Ég er bara orðin hress en reglurnar í Þýskalandi eru þannig að maður þarf að vera í einangrun í 7-10 daga. Þess vegna missi ég því miður af leiknum í kvöld og síðasta leik,“ segir Karólína við Vísi. Alls eru sjö leikmenn Bayern í einangrun og þurfa að treysta á Glódísi Perlu Viggósdóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og aðra fullfríska leikmenn til að snúa við 2-1 tapinu í síðustu viku og koma Bayern áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Bayern tryggir ítarlega læknisskoðun „Frá því að ég greindist er ég búin að vera alveg í einangrun og má ekki fara út eða neitt. Ég losnaði í rauninni í dag en ég þarf að fara í læknisskoðun og alls konar próf til að sjá hvort að það sé allt í lagi með hjarta og lungu. Ef að þau koma vel út má ég byrja að æfa á morgun,“ segir Karólína. Bayern passar vel upp á sitt fólk og leikmenn mega ekki einu sinni æfa heima hjá sér í einangruninni heldur þurfa að bíða eftir niðurstöðum úr prófum. Alphonso Davies, leikmaður karlaliðs félagsins, greindist með væga hjartavöðvabólgu eftir kórónuveirusmit og var frá keppni í þrjá mánuði, og Karólína segir einn leikmann kvennaliðsins einnig hafa fengið hjartavöðvabólgu. Sjö leikmenn smitaðir en ekki frestað nema þeir séu níu Mögulega hefur Karólína svindlað svolítið á reglum Bayern um að sleppa því að æfa heima í einangruninni, þó að ekki verði fullyrt um það hér, en henni líður að minnsta kosti ágætlega: „Ég var með einkenni fyrstu tvo dagana en síðan er ég búin að vera allt í lagi. Ef að ég væri ekki í Þýskalandi væri ég mögulega í leikmannahópnum í kvöld. Við erum sjö sem erum greindar með smit í liðinu, svo hópurinn er lítill í leiknum í kvöld. Reglan er að það þurfi að vera níu leikmenn smitaðir til að leik sé frestað. Þetta er svolítið súrt en við erum með það góðan hóp að vonandi getum við tekið sigur í kvöld og mætt svo allar í undanúrslitin en þetta verður strembið verkefni,“ segir Karólína. Nær stórleiknum við Wolfsburg og landsleikjunum Karólína ætti að vera klár í stórleikinn við Wolfsburg á sunnudag, sem gæti ráðið úrslitum um hvort liðanna verður Þýskalandsmeistari, sem og í landsleikina mikilvægu gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi snemma í apríl. Auk hennar eru þær Linda Dallmann, Sarah Zadrazil, Jovana Damnjanovic, Maxi Rall, Carina Wenninger og Franzi Kett í einangrun. „Það er alltaf ein og ein að bætast í hópinn, og ljóst að margar munu missa líka af leiknum við Wolfsburg. Þetta er hræðileg tímasetning en svona er heimurinn bara í dag og maður þarf að taka það á kassann.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sjá meira
Karólína greindist með kórónuveirusmit síðastliðinn fimmtudagsmorgun og hefur ekki mátt hreyfa sig af heimili sínu síðan þá. „Ég er bara orðin hress en reglurnar í Þýskalandi eru þannig að maður þarf að vera í einangrun í 7-10 daga. Þess vegna missi ég því miður af leiknum í kvöld og síðasta leik,“ segir Karólína við Vísi. Alls eru sjö leikmenn Bayern í einangrun og þurfa að treysta á Glódísi Perlu Viggósdóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og aðra fullfríska leikmenn til að snúa við 2-1 tapinu í síðustu viku og koma Bayern áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Bayern tryggir ítarlega læknisskoðun „Frá því að ég greindist er ég búin að vera alveg í einangrun og má ekki fara út eða neitt. Ég losnaði í rauninni í dag en ég þarf að fara í læknisskoðun og alls konar próf til að sjá hvort að það sé allt í lagi með hjarta og lungu. Ef að þau koma vel út má ég byrja að æfa á morgun,“ segir Karólína. Bayern passar vel upp á sitt fólk og leikmenn mega ekki einu sinni æfa heima hjá sér í einangruninni heldur þurfa að bíða eftir niðurstöðum úr prófum. Alphonso Davies, leikmaður karlaliðs félagsins, greindist með væga hjartavöðvabólgu eftir kórónuveirusmit og var frá keppni í þrjá mánuði, og Karólína segir einn leikmann kvennaliðsins einnig hafa fengið hjartavöðvabólgu. Sjö leikmenn smitaðir en ekki frestað nema þeir séu níu Mögulega hefur Karólína svindlað svolítið á reglum Bayern um að sleppa því að æfa heima í einangruninni, þó að ekki verði fullyrt um það hér, en henni líður að minnsta kosti ágætlega: „Ég var með einkenni fyrstu tvo dagana en síðan er ég búin að vera allt í lagi. Ef að ég væri ekki í Þýskalandi væri ég mögulega í leikmannahópnum í kvöld. Við erum sjö sem erum greindar með smit í liðinu, svo hópurinn er lítill í leiknum í kvöld. Reglan er að það þurfi að vera níu leikmenn smitaðir til að leik sé frestað. Þetta er svolítið súrt en við erum með það góðan hóp að vonandi getum við tekið sigur í kvöld og mætt svo allar í undanúrslitin en þetta verður strembið verkefni,“ segir Karólína. Nær stórleiknum við Wolfsburg og landsleikjunum Karólína ætti að vera klár í stórleikinn við Wolfsburg á sunnudag, sem gæti ráðið úrslitum um hvort liðanna verður Þýskalandsmeistari, sem og í landsleikina mikilvægu gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi snemma í apríl. Auk hennar eru þær Linda Dallmann, Sarah Zadrazil, Jovana Damnjanovic, Maxi Rall, Carina Wenninger og Franzi Kett í einangrun. „Það er alltaf ein og ein að bætast í hópinn, og ljóst að margar munu missa líka af leiknum við Wolfsburg. Þetta er hræðileg tímasetning en svona er heimurinn bara í dag og maður þarf að taka það á kassann.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sjá meira