Ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa Siggeir F. Ævarsson skrifar 28. mars 2022 22:31 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Facebook/Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur var nokkuð rólegur eftir átta stiga tap gegn Keflavík í kvöld og sá greinilega ýmsa ljósa punkta í leik sinna manna. Grindavík hittu afleitlega í kvöld en voru þó í góðum séns undir lokin þar sem þeir minnkuðu muninn í fimm stig. Leiknum lauk þó 78-70 Keflavík í vil. Sverrir tók undir að það sé erfitt að vinna körfuboltaleiki með svona lélega skotnýtingu. „Já algjörlega. Þeir voru mikið grimmari, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við hittum illa og það var eiginlega munurinn þegar upp er staðið. Það er samt bara svolítið ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa.“ Planið hjá Grindavík fyrir leik var m.a. að dæla boltanum inn í teig á Ivan og láta hann sækja á Milka. Sverrir sagði að það plan hefði ekki gengið eftir. „Ég var ekki ánægður með það. Mér fannst hann ekki vera að fara nóg á körfuna heldur sætta sig við stutt stökkskot, ég hefði viljað sjá hann fara meira á hann. Milka var kominn með þrjár villur, þá hefði ég viljað sjá meira. Ivan reyndi það að vísu þarna einu sinni og fékk á sig skref.“ „Það er kannski ekki hans leikur að vera að keyra á menn en ég hefði viljað sjá hann fara ákveðnari á hann. En það er ekki það sem tapar leiknum. Við vorum bara ekki nógu grimmir framan af og svo hittum við hrikalega illa. Við erum að fá fullt af galopnum skotum og menn hjá okkur sem við viljum að séu að fá skotin, eins og Óli til dæmis.“ Lykilmenn Grindavíkur, að Kristni Pálssyni undanskildum, hittu illa í kvöld. Kom það ekkert til greina að leita dýpra á bekkinn til að reyna að hrista upp í hlutunum? „Ég hefði kannski spilað fleirum ef mér hefði fundist koma eitthvað extra með þeim. Mér fannst bara ekkert ganga betur þegar ég var að breyta til, og þá náttúrulega fer maður aftur í lykilmennina. Óli er náttúrulega leiðtogi í þessu liði hjá okkur og kemur hérna með risaþrist. Ef einhver hefði getað klárað þetta fyrir okkur hérna og leitt okkur í gegnum þetta þá hefði það verið hann.“ Útivallargrýlan eltir Grindvíkinga í vetur, en þeir eru með einn allra slakasta árangur deildarinnar á útivelli. Hefur Sverrir ekkert áhyggjur af því uppá framhaldið að gera? „Nei. Mér finnst samt, eins og núna, þegar við erum ekki að spila betur en við gerðum en erum samt inní þessu í restina, það á að sýna okkur það að með því að bæta töluvert í hjá okkur getum við gert ýmislegt, en það er að sjálfsögðu ekki hægt að mæta í neinn leik í þessari deild og láta „out hössla“ okkur útum allan völl. Við gerðum það hér í fyrri hálfleik, vorum bara undir í öllu, og það er sennilega það sem skilur liðin að hér í kvöld þegar upp er staðið.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Sverrir tók undir að það sé erfitt að vinna körfuboltaleiki með svona lélega skotnýtingu. „Já algjörlega. Þeir voru mikið grimmari, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við hittum illa og það var eiginlega munurinn þegar upp er staðið. Það er samt bara svolítið ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa.“ Planið hjá Grindavík fyrir leik var m.a. að dæla boltanum inn í teig á Ivan og láta hann sækja á Milka. Sverrir sagði að það plan hefði ekki gengið eftir. „Ég var ekki ánægður með það. Mér fannst hann ekki vera að fara nóg á körfuna heldur sætta sig við stutt stökkskot, ég hefði viljað sjá hann fara meira á hann. Milka var kominn með þrjár villur, þá hefði ég viljað sjá meira. Ivan reyndi það að vísu þarna einu sinni og fékk á sig skref.“ „Það er kannski ekki hans leikur að vera að keyra á menn en ég hefði viljað sjá hann fara ákveðnari á hann. En það er ekki það sem tapar leiknum. Við vorum bara ekki nógu grimmir framan af og svo hittum við hrikalega illa. Við erum að fá fullt af galopnum skotum og menn hjá okkur sem við viljum að séu að fá skotin, eins og Óli til dæmis.“ Lykilmenn Grindavíkur, að Kristni Pálssyni undanskildum, hittu illa í kvöld. Kom það ekkert til greina að leita dýpra á bekkinn til að reyna að hrista upp í hlutunum? „Ég hefði kannski spilað fleirum ef mér hefði fundist koma eitthvað extra með þeim. Mér fannst bara ekkert ganga betur þegar ég var að breyta til, og þá náttúrulega fer maður aftur í lykilmennina. Óli er náttúrulega leiðtogi í þessu liði hjá okkur og kemur hérna með risaþrist. Ef einhver hefði getað klárað þetta fyrir okkur hérna og leitt okkur í gegnum þetta þá hefði það verið hann.“ Útivallargrýlan eltir Grindvíkinga í vetur, en þeir eru með einn allra slakasta árangur deildarinnar á útivelli. Hefur Sverrir ekkert áhyggjur af því uppá framhaldið að gera? „Nei. Mér finnst samt, eins og núna, þegar við erum ekki að spila betur en við gerðum en erum samt inní þessu í restina, það á að sýna okkur það að með því að bæta töluvert í hjá okkur getum við gert ýmislegt, en það er að sjálfsögðu ekki hægt að mæta í neinn leik í þessari deild og láta „out hössla“ okkur útum allan völl. Við gerðum það hér í fyrri hálfleik, vorum bara undir í öllu, og það er sennilega það sem skilur liðin að hér í kvöld þegar upp er staðið.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45