Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2022 08:16 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áætlunina í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. vísir/vilhelm Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. Alls er gert ráð fyrir 231 milljarða króna minni halla hins opinbera á árunum 2021 til 2026 en í síðustu fjármáláætlun sem kynnt var í fyrra. Reiknað er með áframhaldandi hallarekstri fram til ársins 2027 þegar því er spáð að afkoman verði neikvæð um 34 milljarða. Útlit er fyrir 183 milljarða króna halla á ríkisrekstrinum árið 2022. Í kynningu sinni fór Bjarni Benediktsson yfir stöðuna í efnahagskerfinu og sagði ýmis jákvæð teikn á lofti. Staða hagkerfisins væri að batna, tekjuhlið ríkisins að taka við sér og atvinnulífið aftur komið af stað eftir áfall heimsfaraldursins. Staða heimilanna væri sterk og kaupmáttur aldrei verið meiri. Þá sé gert ráð fyrir að kaupmáttur heimilanna vaxi áfram þrátt fyrir verðbólgu. Bjarni sagði að samhliða þessari þróun verði nú dregið úr efnhagslegum stuðningi stjórnvalda sem kom til vegna áhrifa heimsfaraldursins. Verðbólga hefur farið hækkandi að undanförnu en gert er ráð fyrir því er að hún komi til með að lækka aftur og verði komin í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans árið 2025. Hún mælist nú 6,7 prósent. Halli á rekstri hins opinbera á næstu fjórum árum er nú talinn verða rúmlega 20 milljörðum króna minni á hverju ári að jafnaði en við gerð síðustu fjármálaáætlunar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi skuldasöfnun til ársins 2026 en skuldir vaxi hægar en áður. Þá er þörf fyrir afkomubætandi ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun nú talin vera hverfandi. Fjármálaráðuneytið „Skuldastaða hins opinbera var ekki fyrirstaða í baráttunni við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins þar sem nægt svigrúm var til skuldaaukningar. Samfélagið stóð á traustum grunni ábyrgrar hagstjórnar árin áður. Nú skiptir miklu máli að treysta grunninn á nýjan leik,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Umræða um nýju fjármálaáætlunina hefst á Alþingi um miðja næstu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alls er gert ráð fyrir 231 milljarða króna minni halla hins opinbera á árunum 2021 til 2026 en í síðustu fjármáláætlun sem kynnt var í fyrra. Reiknað er með áframhaldandi hallarekstri fram til ársins 2027 þegar því er spáð að afkoman verði neikvæð um 34 milljarða. Útlit er fyrir 183 milljarða króna halla á ríkisrekstrinum árið 2022. Í kynningu sinni fór Bjarni Benediktsson yfir stöðuna í efnahagskerfinu og sagði ýmis jákvæð teikn á lofti. Staða hagkerfisins væri að batna, tekjuhlið ríkisins að taka við sér og atvinnulífið aftur komið af stað eftir áfall heimsfaraldursins. Staða heimilanna væri sterk og kaupmáttur aldrei verið meiri. Þá sé gert ráð fyrir að kaupmáttur heimilanna vaxi áfram þrátt fyrir verðbólgu. Bjarni sagði að samhliða þessari þróun verði nú dregið úr efnhagslegum stuðningi stjórnvalda sem kom til vegna áhrifa heimsfaraldursins. Verðbólga hefur farið hækkandi að undanförnu en gert er ráð fyrir því er að hún komi til með að lækka aftur og verði komin í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans árið 2025. Hún mælist nú 6,7 prósent. Halli á rekstri hins opinbera á næstu fjórum árum er nú talinn verða rúmlega 20 milljörðum króna minni á hverju ári að jafnaði en við gerð síðustu fjármálaáætlunar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi skuldasöfnun til ársins 2026 en skuldir vaxi hægar en áður. Þá er þörf fyrir afkomubætandi ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun nú talin vera hverfandi. Fjármálaráðuneytið „Skuldastaða hins opinbera var ekki fyrirstaða í baráttunni við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins þar sem nægt svigrúm var til skuldaaukningar. Samfélagið stóð á traustum grunni ábyrgrar hagstjórnar árin áður. Nú skiptir miklu máli að treysta grunninn á nýjan leik,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Umræða um nýju fjármálaáætlunina hefst á Alþingi um miðja næstu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira