Kröfur upp á 87 milljónir í þrotabú Teatime Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2022 15:04 Stofnendur Teatime voru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Vísir/Þorkell Þorkelsson Skiptum á búi fyrirtækisins Teatime ehf. var lokið þann 22. mars síðastliðinn en kröfur í þrotabúið námu samtals tæpum 87 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Teatime ehf. var stofnað meðal annarra af sömu aðilum og stofnuðu fyrirtækið Plain Vanilla Games sem gaf út spurningaleikinn QuizUp. Leikurinn var gríðarlega vinsæll um allan heim en um 100 milljónir manna spiluðu leikinn. Plain Vanilla seldi leikinn til Glu Mobile árið 2016 en honum var síðan lokað í mars á seinasta ári. Plain Vanilla Games sagði upp öllu starfsfólki sínu stuttu fyrir söluna en fyrirtækið fékk tæpan milljarð greiddan fyrir leikinn. Fyrirtækið lagði upp laupana stuttu eftir söluna. 10 milljónir notenda Árið 2020 gaf Teatime út leikinn Trivia Royale og notaðist hann við svokallað „royale“ kerfi sem var afar vinsælt meðal tölvuleikjaspilara á þessum tíma þegar leikir eins og Fortnite og Call of Duty: Warzone voru sem vinsælastir. Trivia Royale var vinsæll fyrst um sinn og þegar sem best gekk var leikurinn með um 10 milljónir notenda. Til að geta spilað einn leik þurftu í kringum þúsund aðrir notendur að gera slíkt hið sama og gátu þeir átt í samskiptum á meðan leikurinn var í gangi. Leikurinn vakti mikla athygli vestanhafs og fjölluðu fjölmiðlar á borð við Yahoo og TechCrunch um hann. 18 milljónir greiddar af 87 TeaTime greiddi búskröfur sem námu á fjórtándu milljóna króna að fullu. Ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur sem námu tæplega 36 milljónum króna. Búið er að greiða tæpar fjórar milljónir króna upp í 38 milljóna króna launa- og lífeyrissjóðskröfur. Fyrirtækið sagði upp öllu starfsfólki sínu í febrúar 2021 og sagði Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda þess, í samtali við Vísi á þeim tíma að ekki væri útilokað að selja leikinn til nýrra eigenda. Leikurinn er sem stendur ekki aðgengilegur á App Store. Gjaldþrot Leikjavísir Stafræn þróun Tengdar fréttir Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 23. febrúar 2021 12:53 Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Teatime ehf. var stofnað meðal annarra af sömu aðilum og stofnuðu fyrirtækið Plain Vanilla Games sem gaf út spurningaleikinn QuizUp. Leikurinn var gríðarlega vinsæll um allan heim en um 100 milljónir manna spiluðu leikinn. Plain Vanilla seldi leikinn til Glu Mobile árið 2016 en honum var síðan lokað í mars á seinasta ári. Plain Vanilla Games sagði upp öllu starfsfólki sínu stuttu fyrir söluna en fyrirtækið fékk tæpan milljarð greiddan fyrir leikinn. Fyrirtækið lagði upp laupana stuttu eftir söluna. 10 milljónir notenda Árið 2020 gaf Teatime út leikinn Trivia Royale og notaðist hann við svokallað „royale“ kerfi sem var afar vinsælt meðal tölvuleikjaspilara á þessum tíma þegar leikir eins og Fortnite og Call of Duty: Warzone voru sem vinsælastir. Trivia Royale var vinsæll fyrst um sinn og þegar sem best gekk var leikurinn með um 10 milljónir notenda. Til að geta spilað einn leik þurftu í kringum þúsund aðrir notendur að gera slíkt hið sama og gátu þeir átt í samskiptum á meðan leikurinn var í gangi. Leikurinn vakti mikla athygli vestanhafs og fjölluðu fjölmiðlar á borð við Yahoo og TechCrunch um hann. 18 milljónir greiddar af 87 TeaTime greiddi búskröfur sem námu á fjórtándu milljóna króna að fullu. Ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur sem námu tæplega 36 milljónum króna. Búið er að greiða tæpar fjórar milljónir króna upp í 38 milljóna króna launa- og lífeyrissjóðskröfur. Fyrirtækið sagði upp öllu starfsfólki sínu í febrúar 2021 og sagði Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda þess, í samtali við Vísi á þeim tíma að ekki væri útilokað að selja leikinn til nýrra eigenda. Leikurinn er sem stendur ekki aðgengilegur á App Store.
Gjaldþrot Leikjavísir Stafræn þróun Tengdar fréttir Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 23. febrúar 2021 12:53 Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 23. febrúar 2021 12:53
Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45