„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2022 20:32 Biden og Pútín hittust á leiðtogafundi í Genf í Sviss síðasta sumar. Síðan þá hefur sambandi Bandaríkjanna og Rússlands hrakað mikið, þó ekki hafi samskiptin verið upp á sitt besta fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Kremlin Press Office/Anadolu Agency via Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „geti ekki verið áfram við völd.“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð. Biden flutti ávarp fyrir framan fjölda fólks í Varsjá, höfuðborg Póllands, nú í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að hann teldi ekki að rússneskur almenningur væri óvinveittur Bandaríkjunum eða öðrum bandamönnum Úkraínu í stríðinu. „Ég neit að trúa því að þið fagnið morðum á saklausum börnum, ömmum og öfum. Eða að þið samþykkið að spítalar, skólar og fæðingardeildir séu sprengd í loft upp af rússneskum sprengjum. Eða að borgir séu umkringdar svo borgarar geti ekki flúið, þeim neitað um vistir og reynt sé að svelta Úkraínumenn til hlýðni.“ Sagði hann þá að milljónir manna hefðu verið reknar á vergang vegna innrásar Rússa, þar af helmingur allra barna í Úkraínu. „Þetta er ekki verk mikillar og góðrar þjóðar.“ Í lok ræðu sinnar vék Biden þá stuttlega að kollega sínum í austri, Vladímir Pútín. „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Biden on Putin: “For God’s sake, this man cannot remain in power.” pic.twitter.com/atNZtCPvAM— Aaron Rupar (@atrupar) March 26, 2022 Segja þetta ekki koma Biden við Viðbrögð við ummælum forsetans hafa þegar borist víða að, meðal annars frá Kreml. Fjölmiðlar vestan hafs greina frá því að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi einfaldlega sagt að það væri ekki undir Joe Biden komið að ákveða hver færi með völd í Rússlandi. „Forseti Rússlands er kjörinn af Rússum.“ Þá hafa viðbrögð frá Hvíta húsinu einnig litið dagsins ljós, en ljóst er að þeim er ætlað að draga úr þunga yfirlýsingar Bidens. BBC hefur eftir embættismanni innan Hvíta hússins að forsetinn hafi ekki verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Rússlandi, heldur hefði hann meint að ekki mætti leyfa Pútín að beita valdi sínu gegn nágrannaþjóðum Rússlands. Bent hefur verið á að ummæli Bidens kynnu að styrkja málflutning Pútíns sjálfs, sem löngum hafi talað á þeim nótum að Bandaríkin og fleiri vesturlönd vildu hann af valdastóli í Moskvu. Nú geti hann einfaldlega vísað til orða Bidens um þær áhyggjur sínar. Putin long believed the U.S. wanted him out of power.Now, he has a quote by the president of the United States affirming that concern.— Alex Ward (@alexbward) March 26, 2022 Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Joe Biden Vladimír Pútín Tengdar fréttir Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. 26. mars 2022 19:29 Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01 Vaktin: Íbúar Chernihiv komast hvergi undan árásunum Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. 26. mars 2022 07:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Biden flutti ávarp fyrir framan fjölda fólks í Varsjá, höfuðborg Póllands, nú í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að hann teldi ekki að rússneskur almenningur væri óvinveittur Bandaríkjunum eða öðrum bandamönnum Úkraínu í stríðinu. „Ég neit að trúa því að þið fagnið morðum á saklausum börnum, ömmum og öfum. Eða að þið samþykkið að spítalar, skólar og fæðingardeildir séu sprengd í loft upp af rússneskum sprengjum. Eða að borgir séu umkringdar svo borgarar geti ekki flúið, þeim neitað um vistir og reynt sé að svelta Úkraínumenn til hlýðni.“ Sagði hann þá að milljónir manna hefðu verið reknar á vergang vegna innrásar Rússa, þar af helmingur allra barna í Úkraínu. „Þetta er ekki verk mikillar og góðrar þjóðar.“ Í lok ræðu sinnar vék Biden þá stuttlega að kollega sínum í austri, Vladímir Pútín. „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Biden on Putin: “For God’s sake, this man cannot remain in power.” pic.twitter.com/atNZtCPvAM— Aaron Rupar (@atrupar) March 26, 2022 Segja þetta ekki koma Biden við Viðbrögð við ummælum forsetans hafa þegar borist víða að, meðal annars frá Kreml. Fjölmiðlar vestan hafs greina frá því að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi einfaldlega sagt að það væri ekki undir Joe Biden komið að ákveða hver færi með völd í Rússlandi. „Forseti Rússlands er kjörinn af Rússum.“ Þá hafa viðbrögð frá Hvíta húsinu einnig litið dagsins ljós, en ljóst er að þeim er ætlað að draga úr þunga yfirlýsingar Bidens. BBC hefur eftir embættismanni innan Hvíta hússins að forsetinn hafi ekki verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Rússlandi, heldur hefði hann meint að ekki mætti leyfa Pútín að beita valdi sínu gegn nágrannaþjóðum Rússlands. Bent hefur verið á að ummæli Bidens kynnu að styrkja málflutning Pútíns sjálfs, sem löngum hafi talað á þeim nótum að Bandaríkin og fleiri vesturlönd vildu hann af valdastóli í Moskvu. Nú geti hann einfaldlega vísað til orða Bidens um þær áhyggjur sínar. Putin long believed the U.S. wanted him out of power.Now, he has a quote by the president of the United States affirming that concern.— Alex Ward (@alexbward) March 26, 2022
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Joe Biden Vladimír Pútín Tengdar fréttir Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. 26. mars 2022 19:29 Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01 Vaktin: Íbúar Chernihiv komast hvergi undan árásunum Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. 26. mars 2022 07:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. 26. mars 2022 19:29
Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05
Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01
Vaktin: Íbúar Chernihiv komast hvergi undan árásunum Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. 26. mars 2022 07:20