Endurreisn birkiskóga á Íslandi Hreinn Óskarsson skrifar 25. mars 2022 15:01 Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf. Undanfarin 120 ár hefur Skógræktin unnið að verndun, ræktun og endurheimt birkiskóga á Íslandi og þannig bjargað birkitorfum víða um land frá eyðingu. Þetta var gert með beitarfriðun, umfangsmiklum girðingum og síðast en ekki síst uppgræðslu á örfoka landi. Auk þessa hefur Skógræktin staðið fyrir gróðursetningu á tugum milljóna birkitrjáa og þannig lagt grunninn að stórum hluta þeirrar skógarþekju sem nú er til að dreifa. Frá árinu 1907 hefur Skógræktin markvisst safnað birkifræi til ræktunar, ýmist til að sá því beint á land sem er til þess fallið, eða til að rækta plöntur til gróðursetningar. Þannig hafa gróðursett birkitré, auk þeirra sem hlotið hafa vernd fyrir beit, myndað ógrynni fræja sem hafa dreift sér víða um land. Þannig er land sem áður var gróður- og skóglaust vaxið birkiskógi í dag, landi og þjóð til heilla. Þekktustu dæmin um birkiskóga sem friðaðir voru eru Þórsmerkursvæðið, skógar í Fnjóskadal, t.d. Vaglaskógur, og Hallormsstaðaskógur. Enn í dag er Skógræktin að friða land fyrir beit og stór þáttur í því starfi er að halda við hundruðum kílómetra af girðingum, oft við erfiðar aðstæður og utan alfaraleiðar. Starfsfólk Skógræktarinnar hefur frætt landsmenn um birkiskóga, skógarnytjar úr birkiskógum, boðið landsmönnum upp á gönguleiðir og tjaldsvæði í birkiskógum landsins og þannig stuðlað að þeirri velvild sem birkið nýtur ævinlega meðal landsmanna. Skógræktin hefur hvatt landsmenn til að breiða út birkiskóga og vinnur nú með á sjöunda hundruð bændum og landeigendum um allt land að því markmiði. Stór hluti þessara bænda gróðursetur hver um sig þúsundir birkitrjáa ár hvert. Skógræktin hefur síðustu ár gert samninga við gróðrarstöðvar um framleiðslu á birki og stefnt er á frekari aukningu enda eftirspurnin mikil. Margir vilja hjálpa til við að breiða út birkiskógaþekju landsins. Skógræktin hefur gert samninga við innlenda sem erlenda aðila um að fjármagna ræktun og gróðursetningu á nýjum birkiskógum, þar sem starfsfólk Skógræktarinnar hefur haldið utan um framkvæmdir við gróðursetningu birkiskóga, skipulagt lönd, séð um plöntuflutninga, útvegað verktaka til gróðursetningar eða séð sjálft um gróðursetningu. Skógræktin stefnir að því að auka enn gróðursetningu á birki á næstu árum. Hjá Skógræktinni hefur um áratuga skeið verið unnið að rannsóknum á ræktun birkis, gróðursetningu og áburðargjöf á nýgróðursettar birkiplöntur, kolefnisbindingu birkiskóga, skaðvöldum á birki, vistfræði birkiskóga og erfðum birkis, svo eitthvað sé nefnt. Skógræktin sér einnig um kortlagningu birkiskóga, heldur utan um skóglendisvefsjá birkiskóga og stuðlar þannig að markvissara starfi um land allt. Að þessum verkefnum hefur Skógræktin unnið með fjölda landeigenda, félagasamtaka, stofnana, sveitarfélaga um allt land og nú allra síðustu árin í auknum mæli með Landgræðslunni. Í ljósi greinaskrifa undanfarna daga og vikur þótti mér rétt að benda á það mikla og óeigingjarna framlag sem samstarfsfólk mitt hjá Skógræktinni, bændur og landeigendur um allt land, skógræktarfélög og ýmis sjálfboðaliðasamtök hafa lagt til þess að endurheimta birkiskóga þessa lands. Mínu samstarfsfólki hjá Skógræktinni er misboðið að lesa þau skrif sem birst hafa undanfarið um endurheimt birkiskóga, og að alls þeirra ósérhlífna starfs eða forvera þeirra sé hvergi getið í þeim skrifum og árangurinn jafnvel eignaður öðrum. Í vor og haust mun Skógræktin með samstarfsaðilum sínum standa fyrir gróðursetningu á rúmlega 2,1 milljón birkiplantna sem duga til að þekja hátt í 1.500 hektara lands. Þessir skógar munu auka enn við þá blómlegu birkiskóga sem Skógræktin hefur komið að því að rækta og vernda með sínum góðu samstarfsaðilum undanfarin 120 ár. Höfundur er sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf. Undanfarin 120 ár hefur Skógræktin unnið að verndun, ræktun og endurheimt birkiskóga á Íslandi og þannig bjargað birkitorfum víða um land frá eyðingu. Þetta var gert með beitarfriðun, umfangsmiklum girðingum og síðast en ekki síst uppgræðslu á örfoka landi. Auk þessa hefur Skógræktin staðið fyrir gróðursetningu á tugum milljóna birkitrjáa og þannig lagt grunninn að stórum hluta þeirrar skógarþekju sem nú er til að dreifa. Frá árinu 1907 hefur Skógræktin markvisst safnað birkifræi til ræktunar, ýmist til að sá því beint á land sem er til þess fallið, eða til að rækta plöntur til gróðursetningar. Þannig hafa gróðursett birkitré, auk þeirra sem hlotið hafa vernd fyrir beit, myndað ógrynni fræja sem hafa dreift sér víða um land. Þannig er land sem áður var gróður- og skóglaust vaxið birkiskógi í dag, landi og þjóð til heilla. Þekktustu dæmin um birkiskóga sem friðaðir voru eru Þórsmerkursvæðið, skógar í Fnjóskadal, t.d. Vaglaskógur, og Hallormsstaðaskógur. Enn í dag er Skógræktin að friða land fyrir beit og stór þáttur í því starfi er að halda við hundruðum kílómetra af girðingum, oft við erfiðar aðstæður og utan alfaraleiðar. Starfsfólk Skógræktarinnar hefur frætt landsmenn um birkiskóga, skógarnytjar úr birkiskógum, boðið landsmönnum upp á gönguleiðir og tjaldsvæði í birkiskógum landsins og þannig stuðlað að þeirri velvild sem birkið nýtur ævinlega meðal landsmanna. Skógræktin hefur hvatt landsmenn til að breiða út birkiskóga og vinnur nú með á sjöunda hundruð bændum og landeigendum um allt land að því markmiði. Stór hluti þessara bænda gróðursetur hver um sig þúsundir birkitrjáa ár hvert. Skógræktin hefur síðustu ár gert samninga við gróðrarstöðvar um framleiðslu á birki og stefnt er á frekari aukningu enda eftirspurnin mikil. Margir vilja hjálpa til við að breiða út birkiskógaþekju landsins. Skógræktin hefur gert samninga við innlenda sem erlenda aðila um að fjármagna ræktun og gróðursetningu á nýjum birkiskógum, þar sem starfsfólk Skógræktarinnar hefur haldið utan um framkvæmdir við gróðursetningu birkiskóga, skipulagt lönd, séð um plöntuflutninga, útvegað verktaka til gróðursetningar eða séð sjálft um gróðursetningu. Skógræktin stefnir að því að auka enn gróðursetningu á birki á næstu árum. Hjá Skógræktinni hefur um áratuga skeið verið unnið að rannsóknum á ræktun birkis, gróðursetningu og áburðargjöf á nýgróðursettar birkiplöntur, kolefnisbindingu birkiskóga, skaðvöldum á birki, vistfræði birkiskóga og erfðum birkis, svo eitthvað sé nefnt. Skógræktin sér einnig um kortlagningu birkiskóga, heldur utan um skóglendisvefsjá birkiskóga og stuðlar þannig að markvissara starfi um land allt. Að þessum verkefnum hefur Skógræktin unnið með fjölda landeigenda, félagasamtaka, stofnana, sveitarfélaga um allt land og nú allra síðustu árin í auknum mæli með Landgræðslunni. Í ljósi greinaskrifa undanfarna daga og vikur þótti mér rétt að benda á það mikla og óeigingjarna framlag sem samstarfsfólk mitt hjá Skógræktinni, bændur og landeigendur um allt land, skógræktarfélög og ýmis sjálfboðaliðasamtök hafa lagt til þess að endurheimta birkiskóga þessa lands. Mínu samstarfsfólki hjá Skógræktinni er misboðið að lesa þau skrif sem birst hafa undanfarið um endurheimt birkiskóga, og að alls þeirra ósérhlífna starfs eða forvera þeirra sé hvergi getið í þeim skrifum og árangurinn jafnvel eignaður öðrum. Í vor og haust mun Skógræktin með samstarfsaðilum sínum standa fyrir gróðursetningu á rúmlega 2,1 milljón birkiplantna sem duga til að þekja hátt í 1.500 hektara lands. Þessir skógar munu auka enn við þá blómlegu birkiskóga sem Skógræktin hefur komið að því að rækta og vernda með sínum góðu samstarfsaðilum undanfarin 120 ár. Höfundur er sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun