„Svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu“ Snorri Másson skrifar 24. mars 2022 11:53 Fjármálaráðherra segir að hátt söluverð hafi ekki verið eina markmiðið með sölu Íslandsbanka. Hann segir þingmann Pírata stunda hundalógík, þegar hann segir bankann hafa verið seldan á undirverði. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að alger sjálfsblekking hafi ríkt á meðal stjórnarliða, um að salan á Íslandsbanka hafi hingað til verið vel heppnuð. Hann benti á að á meðal markmiða stjórnvalda með sölunni hafi verið að fá hámarksverð fyrir bankann, sem hann telur að hafi ekki fengist. „Hvað svo sem ráðherra segir þá var það eitt helsta markmiðið, alla vega það sem þingið fékk í hendurnar, að hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Og raunin var sú að þrjátíu milljarða munur var á söluverði og markaðsverði. Ekki 55 milljarðar eins og ríkið fékk, heldur 85 milljarðar, sem það hefði átt að vera. Hvernig getur ráðherra sagt að salan hafi verið vel heppnuð þegar ríkissjóður tapaði 30 milljörðum króna?“ sagði Björn Leví. „Fengum mjög gott verð“ Útboðsgengið sem bankinn var seldur á var um fjórum prósentum lægra en markaðsvirði þá stundina. Það er sagt tíðkast í útboðum af þessari gerð. Bjarni sagði að hámarksverð fyrir bankann hafi ekki verið eina markmiðið með sölunni. Taka þyrfti mið af heildarniðurstöðunni. „Vorum við að fá fjárfesta sem vildu halda hlutnum til lengri tíma til dæmis, er það eftirsóknarvert yfirhöfuð að hafa dreift eignarhald, er skynsamlegt að leggja áherslu á að hafa bæði innlenda og erlenda aðila? Ég segi já við öllum þessum spurningum og með því erum við að segja að verðið ræður ekki eitt, en við fengum bæði í fyrra og í nýafstöðnu útboði mjög gott verð. Mjög gott verð,“ sagði Bjarni. Björn Leví spurði aftur: Eru þessir þættir sem þarna er lýst þrjátíu milljarða króna virði, af því að þeir skipti svo miklu máli líka? Bjarni sagði þá að í sambærilegum útboðum sé fyrirséð að verð félags hækki eftir útboð. „Tökum Síldarvinnsluna til dæmis. Gáfu eigendur Síldarvinnslunnar tugi milljarða með því að setja félagið á markað? Voru þeir að gefa nýjum hluthöfum tugi milljarða, en félagið hefur einmitt hækkað um tugi milljarða síðan það var skráð? Þetta er svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að alger sjálfsblekking hafi ríkt á meðal stjórnarliða, um að salan á Íslandsbanka hafi hingað til verið vel heppnuð. Hann benti á að á meðal markmiða stjórnvalda með sölunni hafi verið að fá hámarksverð fyrir bankann, sem hann telur að hafi ekki fengist. „Hvað svo sem ráðherra segir þá var það eitt helsta markmiðið, alla vega það sem þingið fékk í hendurnar, að hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Og raunin var sú að þrjátíu milljarða munur var á söluverði og markaðsverði. Ekki 55 milljarðar eins og ríkið fékk, heldur 85 milljarðar, sem það hefði átt að vera. Hvernig getur ráðherra sagt að salan hafi verið vel heppnuð þegar ríkissjóður tapaði 30 milljörðum króna?“ sagði Björn Leví. „Fengum mjög gott verð“ Útboðsgengið sem bankinn var seldur á var um fjórum prósentum lægra en markaðsvirði þá stundina. Það er sagt tíðkast í útboðum af þessari gerð. Bjarni sagði að hámarksverð fyrir bankann hafi ekki verið eina markmiðið með sölunni. Taka þyrfti mið af heildarniðurstöðunni. „Vorum við að fá fjárfesta sem vildu halda hlutnum til lengri tíma til dæmis, er það eftirsóknarvert yfirhöfuð að hafa dreift eignarhald, er skynsamlegt að leggja áherslu á að hafa bæði innlenda og erlenda aðila? Ég segi já við öllum þessum spurningum og með því erum við að segja að verðið ræður ekki eitt, en við fengum bæði í fyrra og í nýafstöðnu útboði mjög gott verð. Mjög gott verð,“ sagði Bjarni. Björn Leví spurði aftur: Eru þessir þættir sem þarna er lýst þrjátíu milljarða króna virði, af því að þeir skipti svo miklu máli líka? Bjarni sagði þá að í sambærilegum útboðum sé fyrirséð að verð félags hækki eftir útboð. „Tökum Síldarvinnsluna til dæmis. Gáfu eigendur Síldarvinnslunnar tugi milljarða með því að setja félagið á markað? Voru þeir að gefa nýjum hluthöfum tugi milljarða, en félagið hefur einmitt hækkað um tugi milljarða síðan það var skráð? Þetta er svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira