Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 22:37 Söluferlinu, sem hófst í dag, lauk klukkan 21:30 í kvöld. Vísir/Vilhelm Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. Tilkynnt var um það í dag að Bankasýsla ríkisins hefði hafið söluferli á minnst tuttugu prósent hlut í Íslandsbanka. Um var að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, gátu tekið þátt í. Tekið var fram að ferlinu gæti lokið hvað úr hverju og klukkan 21:30 í kvöld var því lokið. Niðurstaða umsjónaraðila söluferlisins var að leiðbeinandi verð skyldi vera 117 krónur á hlut og að stærð útboðsins skyldi vera 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans eða 450 milljónir hluta. lagt var upp með að seldar yrðu 400 milljónir hluta eða tuttugu prósent heildahlutafjár. Í tilkynningu segir að líkur séu fyrir því að lægri tilboð verði ekki samþykkt. Fyrir söluna fer íslenska ríkið með 65 prósent hlut í Íslandsbanka og ríkið mun því fá minnst 52,65 milljarða króna fyrir 34,6 prósent af hlutafé sínu í bankanum. Eftir stendur að ríkið fer með 42,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Þess má geta að við lokun markaða í dag var verð hlutabréfa í bankanum 122 krónur á hlut eða fimm krónum lægra en leiðbeinandi verð í útboðinu. Miðað við 122 krónur á hlut er virði seldra hluta í útboðinu 54,9 milljarðar króna, eða 2,35 milljörðum hærra en miðað við leiðbeinandi verð. Samkvæmt tilkynningu er búist við að niðurstöður söluferlisins verði birtar fyrir opnun markaða þann 23. mars 2022 klukkan 09:30. Áætlað uppgjör viðskiptanna fer fram þann 28. mars 2022. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Tilkynnt var um það í dag að Bankasýsla ríkisins hefði hafið söluferli á minnst tuttugu prósent hlut í Íslandsbanka. Um var að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, gátu tekið þátt í. Tekið var fram að ferlinu gæti lokið hvað úr hverju og klukkan 21:30 í kvöld var því lokið. Niðurstaða umsjónaraðila söluferlisins var að leiðbeinandi verð skyldi vera 117 krónur á hlut og að stærð útboðsins skyldi vera 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans eða 450 milljónir hluta. lagt var upp með að seldar yrðu 400 milljónir hluta eða tuttugu prósent heildahlutafjár. Í tilkynningu segir að líkur séu fyrir því að lægri tilboð verði ekki samþykkt. Fyrir söluna fer íslenska ríkið með 65 prósent hlut í Íslandsbanka og ríkið mun því fá minnst 52,65 milljarða króna fyrir 34,6 prósent af hlutafé sínu í bankanum. Eftir stendur að ríkið fer með 42,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Þess má geta að við lokun markaða í dag var verð hlutabréfa í bankanum 122 krónur á hlut eða fimm krónum lægra en leiðbeinandi verð í útboðinu. Miðað við 122 krónur á hlut er virði seldra hluta í útboðinu 54,9 milljarðar króna, eða 2,35 milljörðum hærra en miðað við leiðbeinandi verð. Samkvæmt tilkynningu er búist við að niðurstöður söluferlisins verði birtar fyrir opnun markaða þann 23. mars 2022 klukkan 09:30. Áætlað uppgjör viðskiptanna fer fram þann 28. mars 2022.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07