Gripinn með tvö þúsund oxy-töflur en finnst ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2022 14:18 Karlmaðurinn sat í gæsluvarðhaldi í fimm daga í kjölfar þess að hann var handtekinn í nóvember. Vísir/Vilhelm Karlmaður frá Póllandi hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæplega tvö þúsund OxyContin-töflum til landsins. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í þremur pokum í vasa á vesti karlmannsins við komu hans til landsins í nóvember síðastliðnum. Karlmaðurinn var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Halldór Aðalsteinsdóttir, lögmaður sem gætti hagsmuna mannsins, segir að ákæran á hendur honum hafi verið birt í Lögbirtingablaðinu. Hún viti ekki hvar manninn sé að fyrra. Aðspurð hvort fyrir liggi að hann hafi farið úr landi segir hún lögreglu betur til þess fallna að svara því. Þúsundir Íslendinga nota OxyContin, sem í daglegu máli er nefnt oxy, og eru lyfjatengd andlát algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Fjallað var um ópíóðafaraldur á Íslandi í Kompás á dögunum. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. Það vekur sérstaka athygli landlæknisembættisins að þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin eða blöndu af því undanfarin ár. Á árinu 2021 leystu yfir 4.200 manns út verkjalyfin, en einungis um 1.800, eða ríflega 40 prósent, gerðu það bara einu sinni. Meirihluti leysti oxy út tvisvar sinnum eða oftar. Embætti landlæknis viðrar þá spurningu í Talnabrunni hvort oxyinu sé í einhverjum tilvikum ávísað áður en fólk finnur fyrir verkjum, eins og til dæmis eftir aðgerð. Lyfin séu svo jafnvel leyst út án þess að vera nokkurn tíma tekin. „Þegar fleiri eru komnir með sterk verkjalyf heim með sér eykst hættan á því að afgangslyf komist í hendur á þriðja aðila,“ segir í Talnabrunni Landspítalans. Fram kemur í Talnabrunninum að eftir nokkurra ára samdrátt í notkun ópíóíða má sjá lítilsháttar fjölgun einstaklinga sem leystu út lyfjaávísun á ópíóíða árið 2021, þegar ríflega 61 þúsund einstaklingar leystu út að minnsta kosti eina ávísun á ópíóíða, samanborið við ríflega 57 þúsund árið áður. Konur eru í meirihluta notenda. Um 20 prósent kvenna á Íslandi leystu út ávísun á ópíóíða 2021 samanborið við um 14 prósent karla. Auk þess að vera mjög ávanabindandi, geta of stórir skammtar ópíóíða verið lífshættulegir vegna bælandi áhrifa sem þeir hafa á þann hluta heilans sem stýrir öndun. Of stórir skammtar geta því valdið öndunarstoppi og dauða. Tollgæslan Fíkniefnabrot Lyf Smygl Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í þremur pokum í vasa á vesti karlmannsins við komu hans til landsins í nóvember síðastliðnum. Karlmaðurinn var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Halldór Aðalsteinsdóttir, lögmaður sem gætti hagsmuna mannsins, segir að ákæran á hendur honum hafi verið birt í Lögbirtingablaðinu. Hún viti ekki hvar manninn sé að fyrra. Aðspurð hvort fyrir liggi að hann hafi farið úr landi segir hún lögreglu betur til þess fallna að svara því. Þúsundir Íslendinga nota OxyContin, sem í daglegu máli er nefnt oxy, og eru lyfjatengd andlát algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Fjallað var um ópíóðafaraldur á Íslandi í Kompás á dögunum. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. Það vekur sérstaka athygli landlæknisembættisins að þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin eða blöndu af því undanfarin ár. Á árinu 2021 leystu yfir 4.200 manns út verkjalyfin, en einungis um 1.800, eða ríflega 40 prósent, gerðu það bara einu sinni. Meirihluti leysti oxy út tvisvar sinnum eða oftar. Embætti landlæknis viðrar þá spurningu í Talnabrunni hvort oxyinu sé í einhverjum tilvikum ávísað áður en fólk finnur fyrir verkjum, eins og til dæmis eftir aðgerð. Lyfin séu svo jafnvel leyst út án þess að vera nokkurn tíma tekin. „Þegar fleiri eru komnir með sterk verkjalyf heim með sér eykst hættan á því að afgangslyf komist í hendur á þriðja aðila,“ segir í Talnabrunni Landspítalans. Fram kemur í Talnabrunninum að eftir nokkurra ára samdrátt í notkun ópíóíða má sjá lítilsháttar fjölgun einstaklinga sem leystu út lyfjaávísun á ópíóíða árið 2021, þegar ríflega 61 þúsund einstaklingar leystu út að minnsta kosti eina ávísun á ópíóíða, samanborið við ríflega 57 þúsund árið áður. Konur eru í meirihluta notenda. Um 20 prósent kvenna á Íslandi leystu út ávísun á ópíóíða 2021 samanborið við um 14 prósent karla. Auk þess að vera mjög ávanabindandi, geta of stórir skammtar ópíóíða verið lífshættulegir vegna bælandi áhrifa sem þeir hafa á þann hluta heilans sem stýrir öndun. Of stórir skammtar geta því valdið öndunarstoppi og dauða.
Tollgæslan Fíkniefnabrot Lyf Smygl Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira