Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Atli Ísleifsson, Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 22. mars 2022 08:00 Alexei Navalní sést á eftirlitsskjá þar sem hann stendur inni í dómsal í fangelsi fyrir utan Moskvu þar sem hann afplánar nú fyrri dóm. EPA Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. Saksóknari hafði farið fram á þrettán ára dóm og að Navalní verði færður í hámarksöryggisfangelsi fyrir brotin en ekki liggur fyrir hver refsingin í málinu verður. Navalní, sem er 45 ára gamall, er þegar í fangelsi vegna tveggja og hálfs árs dóms sem hann hlaut fyrir brot á skilorði vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Ástæða þess að hann braut skilorðið var þó sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladimír Pútin, forseta Rússlands um að bera ábyrgð á eitruninni en notast var við taugaeitrið Novichok, sem einnig var notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Bandamenn Navalní hafa sagt málaferlin af pólitískum rótum sprottin. Hann er meðal annars sakaður fjármálamisferli í tengslum við samtök sem hann stofnaði á árum áður en voru í fyrra skilgreind sem öfgasamtök af yfirvöldum í Rússlandi. Þannig var komið í veg fyrir að meðlimir samtakanna gætu boðið sig fram til þingkosninga síðasta haust og Navalní ákærður afturvirkt fyrir að svíkja fé úr fólki sem hafði veitt samtökunum fé. Samtökin, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þau voru sett á sama stall og Íslamska ríkið, al-Qaeda og nú Facebook og Instagram. Navalní sjálfur var svo í kjölfarið skilgreindur sem hryðjuverkamaður af yfirvöldum. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Þriðja málið gegn Navalní er einnig rekið gegn honum samtímis en í því er hann sakaður um öfgastefnu. Réttarhöld í málinu fóru fram í fangelsi fyrir utan höfuðborgina Moskvu þar sem Navalní afplánar nú fyrri dóm. Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Saksóknari hafði farið fram á þrettán ára dóm og að Navalní verði færður í hámarksöryggisfangelsi fyrir brotin en ekki liggur fyrir hver refsingin í málinu verður. Navalní, sem er 45 ára gamall, er þegar í fangelsi vegna tveggja og hálfs árs dóms sem hann hlaut fyrir brot á skilorði vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Ástæða þess að hann braut skilorðið var þó sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladimír Pútin, forseta Rússlands um að bera ábyrgð á eitruninni en notast var við taugaeitrið Novichok, sem einnig var notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Bandamenn Navalní hafa sagt málaferlin af pólitískum rótum sprottin. Hann er meðal annars sakaður fjármálamisferli í tengslum við samtök sem hann stofnaði á árum áður en voru í fyrra skilgreind sem öfgasamtök af yfirvöldum í Rússlandi. Þannig var komið í veg fyrir að meðlimir samtakanna gætu boðið sig fram til þingkosninga síðasta haust og Navalní ákærður afturvirkt fyrir að svíkja fé úr fólki sem hafði veitt samtökunum fé. Samtökin, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þau voru sett á sama stall og Íslamska ríkið, al-Qaeda og nú Facebook og Instagram. Navalní sjálfur var svo í kjölfarið skilgreindur sem hryðjuverkamaður af yfirvöldum. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Þriðja málið gegn Navalní er einnig rekið gegn honum samtímis en í því er hann sakaður um öfgastefnu. Réttarhöld í málinu fóru fram í fangelsi fyrir utan höfuðborgina Moskvu þar sem Navalní afplánar nú fyrri dóm.
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01
Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02