Baunar á eina félagið sem ekki leyfir konunum að spila á aðalleikvanginum Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 15:30 Real Madrid og Breiðablik mættust á Alfredo Di Stefano vellinum í Madrid í haust, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þar sem Real vann öruggan 5-0 sigur. Getty/Denis Doyle Bandaríska knattspyrnukonan Ella Masar furðar sig á því að spænska stórveldið Real Madrid skuli ekki veita kvennaliði sínu tækifæri til að spila á Santiago Bernabéu eins og karlaliðið gerir, nú þegar ærið tilefni virðist til þess. Masar er unnusta hinnar þýsku Babett Peter sem leikur með Real Madrid. Sjálf hefur Masar lagt skóna á hilluna og er orðin aðstoðarþjálfari hjá KC Current í Bandaríkjunu, eftir að hafa fætt son þeirra Peter árið 2020. Masar bendir á það á Twitter að nú þegar átta liða úrslitin í Meistaradeild kvenna séu að hefjast ætli aðeins eitt félag ekki að láta heimaleik sinn fara fram á sínum stærsta leikvangi. Átta liða úrslitin: Bayern - PSG Real Madrid - Barcelona Juventus - Lyon Arsenal - Wolfsburg Fram undan eru sannkallaðir stórleikir og sjö af átta liðum nýta tækifærið til að fá fleiri áhorfendur á völlinn, þó að þau spili vanalega á minni leikvöngum. Þannig ætlar Barcelona til að mynda að spila heimaleik sinn við Real Madrid á Camp Nou. Allir 85.000 miðarnir seldust upp á þremur dögum. Real Madrid er eina liðið sem ekki gerir þetta heldur spilar heimaleik sinn við Barcelona á morgun á Alfredo Di Stéfano, líkt og vanalega. Þar spilaði liðið einmitt gegn Breiðabliki í riðlakeppninni síðasta haust. And last one there is only ONE team, on this list, who doesn t get to play in the mens stadium only ONE I ll let you guess which one?!? #UWCL #theydeserveit #biggeststage #setthebar #realmadridfem pic.twitter.com/TYxX4065SM— Ella Masar (@emasar3) March 21, 2022 Masar veltir því fyrir sér hver sé eiginlega ástæðan fyrir því að Real Madrid skuli ekki nýta Santiago Bernabéu fyrir stórleikinn við Barcelona: „Bara svo að við séum öll á sömu blaðsíðu. Kvennalið Real Madrid má EKKI spila á Bernabéu, að mati einhverra stuðningsmanna, af því að þeir myndu skammast sín?! Eða ég skil ekki hvernig þær eiga það ekki jafnmikið skilið og karlaliðið!?“ skrifaði Masar á Twitter, minnti á að hún væri gallharður stuðningsmaður Real Madrid en bætti við að það þýddi að hún styddi við öll lið félagsins. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Masar er unnusta hinnar þýsku Babett Peter sem leikur með Real Madrid. Sjálf hefur Masar lagt skóna á hilluna og er orðin aðstoðarþjálfari hjá KC Current í Bandaríkjunu, eftir að hafa fætt son þeirra Peter árið 2020. Masar bendir á það á Twitter að nú þegar átta liða úrslitin í Meistaradeild kvenna séu að hefjast ætli aðeins eitt félag ekki að láta heimaleik sinn fara fram á sínum stærsta leikvangi. Átta liða úrslitin: Bayern - PSG Real Madrid - Barcelona Juventus - Lyon Arsenal - Wolfsburg Fram undan eru sannkallaðir stórleikir og sjö af átta liðum nýta tækifærið til að fá fleiri áhorfendur á völlinn, þó að þau spili vanalega á minni leikvöngum. Þannig ætlar Barcelona til að mynda að spila heimaleik sinn við Real Madrid á Camp Nou. Allir 85.000 miðarnir seldust upp á þremur dögum. Real Madrid er eina liðið sem ekki gerir þetta heldur spilar heimaleik sinn við Barcelona á morgun á Alfredo Di Stéfano, líkt og vanalega. Þar spilaði liðið einmitt gegn Breiðabliki í riðlakeppninni síðasta haust. And last one there is only ONE team, on this list, who doesn t get to play in the mens stadium only ONE I ll let you guess which one?!? #UWCL #theydeserveit #biggeststage #setthebar #realmadridfem pic.twitter.com/TYxX4065SM— Ella Masar (@emasar3) March 21, 2022 Masar veltir því fyrir sér hver sé eiginlega ástæðan fyrir því að Real Madrid skuli ekki nýta Santiago Bernabéu fyrir stórleikinn við Barcelona: „Bara svo að við séum öll á sömu blaðsíðu. Kvennalið Real Madrid má EKKI spila á Bernabéu, að mati einhverra stuðningsmanna, af því að þeir myndu skammast sín?! Eða ég skil ekki hvernig þær eiga það ekki jafnmikið skilið og karlaliðið!?“ skrifaði Masar á Twitter, minnti á að hún væri gallharður stuðningsmaður Real Madrid en bætti við að það þýddi að hún styddi við öll lið félagsins.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira