Betur má ef duga skal – Um nám barna með annað upprunamál en íslensku Magnús Þór Jónsson skrifar 19. mars 2022 11:00 Síðustu vikur höfum við orðið vör við það hversu heimsmyndin er hverful. Í einu vetfangi hefur þjóð í Evrópu mátt þola innrás nágranna og afleiðingarnar þær að milljónir eru á flótta frá heimilum sínum, stór hluti þess hóps börn. Þessa dagana koma mörg þessara barna í skjól okkar Íslendinga og það er svo sannarlega verðugt verkefni að taka á móti þeim á þann hátt að sómi sé að. Það er gæfa okkar að geta aðstoðað og stutt við fólk sem býr við það óöryggi og þær aðstæður sem nú eru uppi í þeirra lífi. Íslenskt skólakerfi hefur á síðustu árum og áratugum öðlast reynslu í að vinna með nemendum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Það er þó svo að við erum enn að læra það verkefni og þurfum að bæta verulega í. Á málþingi Velferðarvaktarinnar miðvikudaginn 16.mars komu fram upplýsingar um að hlutfall brottfalls á meðal nemenda með annað móður mál en íslensku á framhaldsskólastigi er mjög hátt og námsárangur er marktækt slakari en hjá samanburðarhópum. Því miður komu þessar upplýsingar ekki á óvart heldur staðfestu þá tilfinningu að enn eigum við langt í land með að koma til móts við þarfir þessara barna. Það eru svo sannarlega margir skólar og sveitarfélög að leggja sig fram en staðreyndin er sú að það vantar algerlega festu í það verkefni að gera nám þessara barna sambærilegt öðru námi. Líklega er ég að flækja málið með að nota orðið festu, því í raun snýst þetta um fjármagn og aðstöðu, þar vantar einfaldlega mikið uppá! Staðreyndin er sú að þó að reglulega heyrist á vettvangi stjórnmálanna hversu mikilvægur þessi málaflokkur er þá fylgir ekki hugur alla leið þar sem fjármagnið sem skólum er úthlutað til þessa verkefnis er einfaldlega alltof lítið. Úthlutunarreglur eru jafnvel á þann hátt að þessum nemendum fylgir ekkert fjármagn fyrr en töluvert eftir komu þeirra í skólana vegna úthlutunarreglna í fjármálum sveitarfélaga og/eða ríkis. Eftir stendur barn sem hefur að sjálfsögðu þann rétt að fá þjónustu í skóla og auðvitað leggur skólinn sig fram þó barninu fylgi sama fjármagn og ef það hefði alla tíð verið í íslenskum skóla. Það er augljóst með öllu að slíkt er óásættanlegt og á að sjálfsögðu þátt í þeim niðurstöðum sem skýrslan sem kynnt var hjá Velferðarvaktinni sýndi. Börnin sem nú koma til okkar frá Úkraínu eru vissulega í annarri aðstöðu en mörg þeirra sem eru nú þegar í íslenskum skólum að vinna að því að ná árangri í námi á tungumáli sem ekki er þeirra móðurmál. Börnin sem flúið hafa stríðsátök munu þurfa margþætta aðstoð og stuðning á miklu fleiri sviðum en bara þeim þar sem afraksturinn verður námsárangur. Það er þó svo að sá afrakstur er afskaplega mikilvægur barni til að ná fótfestu í okkar samfélagi til lengri tíma og til að samfélagið njóti hæfileika og fangi mannauð þess. Vellíðan og farsæld hefur verið mikið í umræðunni eftir útgáfu laga um farsæld barna á liðnu ári, enda var útgáfa þeirra laga stórt skref í þágu íslenskra barna. Ég treysti því að sú vinna sem nú er í gangi og miðar að því að taka á móti þeim hópi sem við nú opnum landið okkar fyrir verði til þess að sérstöku ljósi verði einnig varpað á farsæld þeirra barna sem nú þegar eru í skólunum okkar og þurfa svo miklu meiri þjónustu en þau fá nú. Þau eiga eins og öll börn sem byggja skólana okkar frá leikskólastigi, í gegnum grunnskólann og upp í framhaldsskólann að fá alla þá möguleika sem önnur börn hafa og það er skylda okkar sem stöndum að námi þeirra að veita þeim þá. Hvort sem þar eru á ferð skólarnir sjálfir, rekstraraðilarnir ríki og sveitarfélög eða sjálft ráðuneyti barna- og menntamálaráða. Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og verðandi formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla - og menntamál Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur höfum við orðið vör við það hversu heimsmyndin er hverful. Í einu vetfangi hefur þjóð í Evrópu mátt þola innrás nágranna og afleiðingarnar þær að milljónir eru á flótta frá heimilum sínum, stór hluti þess hóps börn. Þessa dagana koma mörg þessara barna í skjól okkar Íslendinga og það er svo sannarlega verðugt verkefni að taka á móti þeim á þann hátt að sómi sé að. Það er gæfa okkar að geta aðstoðað og stutt við fólk sem býr við það óöryggi og þær aðstæður sem nú eru uppi í þeirra lífi. Íslenskt skólakerfi hefur á síðustu árum og áratugum öðlast reynslu í að vinna með nemendum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Það er þó svo að við erum enn að læra það verkefni og þurfum að bæta verulega í. Á málþingi Velferðarvaktarinnar miðvikudaginn 16.mars komu fram upplýsingar um að hlutfall brottfalls á meðal nemenda með annað móður mál en íslensku á framhaldsskólastigi er mjög hátt og námsárangur er marktækt slakari en hjá samanburðarhópum. Því miður komu þessar upplýsingar ekki á óvart heldur staðfestu þá tilfinningu að enn eigum við langt í land með að koma til móts við þarfir þessara barna. Það eru svo sannarlega margir skólar og sveitarfélög að leggja sig fram en staðreyndin er sú að það vantar algerlega festu í það verkefni að gera nám þessara barna sambærilegt öðru námi. Líklega er ég að flækja málið með að nota orðið festu, því í raun snýst þetta um fjármagn og aðstöðu, þar vantar einfaldlega mikið uppá! Staðreyndin er sú að þó að reglulega heyrist á vettvangi stjórnmálanna hversu mikilvægur þessi málaflokkur er þá fylgir ekki hugur alla leið þar sem fjármagnið sem skólum er úthlutað til þessa verkefnis er einfaldlega alltof lítið. Úthlutunarreglur eru jafnvel á þann hátt að þessum nemendum fylgir ekkert fjármagn fyrr en töluvert eftir komu þeirra í skólana vegna úthlutunarreglna í fjármálum sveitarfélaga og/eða ríkis. Eftir stendur barn sem hefur að sjálfsögðu þann rétt að fá þjónustu í skóla og auðvitað leggur skólinn sig fram þó barninu fylgi sama fjármagn og ef það hefði alla tíð verið í íslenskum skóla. Það er augljóst með öllu að slíkt er óásættanlegt og á að sjálfsögðu þátt í þeim niðurstöðum sem skýrslan sem kynnt var hjá Velferðarvaktinni sýndi. Börnin sem nú koma til okkar frá Úkraínu eru vissulega í annarri aðstöðu en mörg þeirra sem eru nú þegar í íslenskum skólum að vinna að því að ná árangri í námi á tungumáli sem ekki er þeirra móðurmál. Börnin sem flúið hafa stríðsátök munu þurfa margþætta aðstoð og stuðning á miklu fleiri sviðum en bara þeim þar sem afraksturinn verður námsárangur. Það er þó svo að sá afrakstur er afskaplega mikilvægur barni til að ná fótfestu í okkar samfélagi til lengri tíma og til að samfélagið njóti hæfileika og fangi mannauð þess. Vellíðan og farsæld hefur verið mikið í umræðunni eftir útgáfu laga um farsæld barna á liðnu ári, enda var útgáfa þeirra laga stórt skref í þágu íslenskra barna. Ég treysti því að sú vinna sem nú er í gangi og miðar að því að taka á móti þeim hópi sem við nú opnum landið okkar fyrir verði til þess að sérstöku ljósi verði einnig varpað á farsæld þeirra barna sem nú þegar eru í skólunum okkar og þurfa svo miklu meiri þjónustu en þau fá nú. Þau eiga eins og öll börn sem byggja skólana okkar frá leikskólastigi, í gegnum grunnskólann og upp í framhaldsskólann að fá alla þá möguleika sem önnur börn hafa og það er skylda okkar sem stöndum að námi þeirra að veita þeim þá. Hvort sem þar eru á ferð skólarnir sjálfir, rekstraraðilarnir ríki og sveitarfélög eða sjálft ráðuneyti barna- og menntamálaráða. Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og verðandi formaður Kennarasambands Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun