Óttast hvað maðurinn gerir næst og gagnrýnir viðbrögð lögreglu: „Þetta snýst um öryggi kvenna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 21:00 Iðunn segist hafa heyrt fjölmörg dæmi af áreiti mannsins undanfarna daga. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar tilkynningar vegna grunsamlegs sendibíls í miðbænum en mikil umræða hefur skapast undanfarið á samfélagsmiðlum þar sem ökumaðurinn er sagður hafa reynt að lokka konur upp í bílinn. Ein kona sem hefur tilkynnt manninn óttast hvað hann gerir næst og gagnrýnir harðlega viðbrögð lögreglunnar hingað til. Iðunn Andrésdóttir, háskólanemi og íbúi í miðbæ Reykjavíkur, er meðal þeirra sem hafa tilkynnt manninn en hún lýsir því hvernig maðurinn keyrði á fleygiferð upp að henni við innkeyrsluna heima hjá henni síðastliðið fimmtudagskvöld og viðhafði ógnandi tilburði. „Hann keyrir næstum því á mig, leggur bílnum á hlið, opnar rennihurðina að aftan og æpir á mig. Um leið og hann keyrir næstum á mig þá forða ég mér þannig að hann náði ekkert að grípa í mig eða neitt þannig,“ segir Iðunn. Hún lýsir því að hún hafi verið skelkuð vegna þessa, ekki síst þar sem það var dimmt og hún gat ekki séð hvort einhver væri í baksætinu. „Ég var sem betur fer ný búin að kveðja vini mína þannig að ég bara hringdi í þá og þau hlupu til mín og fylgdu mér upp að dyrum.“ Síðastliðinn laugardag sá hún síðan manninn aftur en hann hafði þá stöðvað fyrir framan skemmtistað þar sem Iðunn var í röð ásamt vinum sínum og reynt að tala við hana. Daginn eftir var henni bent á umræðu um bílinn á samfélagsmiðlum. Athygli var vakin á manninum í fjölmennum hóp kvenna á Facebook. „Eftir þetta þá hringdi ég í lögregluna,“ segir Iðunn en hún náði mynd af bílnum þegar hann var að keyra í burtu á laugardeginum og hefur sent lögreglunni þá mynd. Hún segist ekki hafa heyrt af umræddum bíl eða manninum áður en hún lenti í honum sjálf en hún hefur fengið fjölmörg skilaboð í kjölfarið frá öðrum sem hafa lent í sambærilegu atviki og heyrt dæmi um að maðurinn hafi jafnvel elt konu inn í verslun og reynt að hrifsa aðra inn í bíl. Gagnrýnir viðbrögð lögreglu Þegar fréttastofa leitaði til lögreglu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag sagðist lögregla kannast við umræddan einstakling og taldi að um skutlara væri að ræða sem væri að skutla ölvuðu fólki af djamminu. Í samtali við fréttastofu í dag staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, að nokkrar tilkynningar hafi borist lögreglu um manninn. „Við höfum fengið einhverjar tilkynningar og við munum skoða þetta um helgina ef að tilefni er til, það hefur svo sem ekki komið neitt sérstakt út úr þessu,“ segir Jóhann en hann vísar til þess að engar tilkynningar hafi borist um meint brot af hálfu mannsins. Hann vísar aftur til þess að maðurinn sé mögulega að skutla fólki og segir lögreglu lítið geta gert í málinu meðan maðurinn hefur ekki gerst brotlegur við lög. „Ef að það kemur eitthvað inn sem gefur okkur tilefni til að athafnast, þá gerum við það náttúrulega,“ segir Jóhann Karl. Iðunn gagnrýnir ummæli lögreglu harðlega og segir af og frá að maðurinn sé aðeins að skutla fólki í bænum. „Það er ekki eins og hann sé inni á skutlara hópnum á Facebook að bjóða upp á þjónustu, hann er bara að stoppa og reyna að lokka fólk inn í bíl,“ segir Iðunn. Hún segist óttast hvað maðurinn tekur upp á næst, miðað við því hvernig hegðun hans er lýst á samfélagsmiðlum og vill að lögreglan bregðist við. „Kannski er hann ekki búinn að gera neitt mjög alvarlegt enn þá en mér líður bara eins og hann sé að ógna fólki að gamni sínu og hann er augljóslega mjög veikur einstaklingur,“ segir Iðunn. Þá segir hún fáránlegt að lögregla þurfi að bíða eftir að maðurinn geri eitthvað til að eitthvað sé gert. „Þetta snýst bara um öryggi kvenna.“ Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Iðunn Andrésdóttir, háskólanemi og íbúi í miðbæ Reykjavíkur, er meðal þeirra sem hafa tilkynnt manninn en hún lýsir því hvernig maðurinn keyrði á fleygiferð upp að henni við innkeyrsluna heima hjá henni síðastliðið fimmtudagskvöld og viðhafði ógnandi tilburði. „Hann keyrir næstum því á mig, leggur bílnum á hlið, opnar rennihurðina að aftan og æpir á mig. Um leið og hann keyrir næstum á mig þá forða ég mér þannig að hann náði ekkert að grípa í mig eða neitt þannig,“ segir Iðunn. Hún lýsir því að hún hafi verið skelkuð vegna þessa, ekki síst þar sem það var dimmt og hún gat ekki séð hvort einhver væri í baksætinu. „Ég var sem betur fer ný búin að kveðja vini mína þannig að ég bara hringdi í þá og þau hlupu til mín og fylgdu mér upp að dyrum.“ Síðastliðinn laugardag sá hún síðan manninn aftur en hann hafði þá stöðvað fyrir framan skemmtistað þar sem Iðunn var í röð ásamt vinum sínum og reynt að tala við hana. Daginn eftir var henni bent á umræðu um bílinn á samfélagsmiðlum. Athygli var vakin á manninum í fjölmennum hóp kvenna á Facebook. „Eftir þetta þá hringdi ég í lögregluna,“ segir Iðunn en hún náði mynd af bílnum þegar hann var að keyra í burtu á laugardeginum og hefur sent lögreglunni þá mynd. Hún segist ekki hafa heyrt af umræddum bíl eða manninum áður en hún lenti í honum sjálf en hún hefur fengið fjölmörg skilaboð í kjölfarið frá öðrum sem hafa lent í sambærilegu atviki og heyrt dæmi um að maðurinn hafi jafnvel elt konu inn í verslun og reynt að hrifsa aðra inn í bíl. Gagnrýnir viðbrögð lögreglu Þegar fréttastofa leitaði til lögreglu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag sagðist lögregla kannast við umræddan einstakling og taldi að um skutlara væri að ræða sem væri að skutla ölvuðu fólki af djamminu. Í samtali við fréttastofu í dag staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, að nokkrar tilkynningar hafi borist lögreglu um manninn. „Við höfum fengið einhverjar tilkynningar og við munum skoða þetta um helgina ef að tilefni er til, það hefur svo sem ekki komið neitt sérstakt út úr þessu,“ segir Jóhann en hann vísar til þess að engar tilkynningar hafi borist um meint brot af hálfu mannsins. Hann vísar aftur til þess að maðurinn sé mögulega að skutla fólki og segir lögreglu lítið geta gert í málinu meðan maðurinn hefur ekki gerst brotlegur við lög. „Ef að það kemur eitthvað inn sem gefur okkur tilefni til að athafnast, þá gerum við það náttúrulega,“ segir Jóhann Karl. Iðunn gagnrýnir ummæli lögreglu harðlega og segir af og frá að maðurinn sé aðeins að skutla fólki í bænum. „Það er ekki eins og hann sé inni á skutlara hópnum á Facebook að bjóða upp á þjónustu, hann er bara að stoppa og reyna að lokka fólk inn í bíl,“ segir Iðunn. Hún segist óttast hvað maðurinn tekur upp á næst, miðað við því hvernig hegðun hans er lýst á samfélagsmiðlum og vill að lögreglan bregðist við. „Kannski er hann ekki búinn að gera neitt mjög alvarlegt enn þá en mér líður bara eins og hann sé að ógna fólki að gamni sínu og hann er augljóslega mjög veikur einstaklingur,“ segir Iðunn. Þá segir hún fáránlegt að lögregla þurfi að bíða eftir að maðurinn geri eitthvað til að eitthvað sé gert. „Þetta snýst bara um öryggi kvenna.“
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira