Nýtt kerfi á að minnka líkurnar á því að smástirni grípi jarðarbúa í bólinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. mars 2022 12:26 Svarta rákin fyrir miðri mynd er smástirnið sem sprakk, þessi mynd náðist rúmlega tíu mínútum áður en það brann upp í andrúmslofti jarðarinnar. ESA Líkur eru á því að nýtt geimsjónaukakerfi Evrópsku geimvísindastofnunarinnar auðveldi stjörnufræðingum og öðrum geimáhugamönnum að koma fyrr auga á smástirni á borð við það sem sprakk undan ströndum Íslands um helgina. Líkt og Vísir greindi frá um helgina sprakk smástirni með krafti á við um þrjú þúsund tonn af dínamíti norðan Íslands um helgina. Smástirnið var ekki stórt en þetta var aðeins í fimmta sinn sem smástirni hefur verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni, þrátt fyrir að slíkir atburðir séu nokkuð tíðir. Uppgötvunin hefur vakið talsverða athygli og fjallað hefur verið um smástirnið víða um heim. Á vef Space.com má meðal annars finna ítarlega umfjöllun um uppgötvunina þar sem rætt er við ungverska stjörnufræðinginn Krisztián Sárneczky, manninn sem kom auga á smástirnið áður en það sprakk undan ströndum Íslands. Útreikningarnir breyttust fljótt Þann 11. mars síðastliðinn var hann við störf í Piszkéstetö-stjörnuathugunarstöðinni, þar sem hann kom auga á bjartan og hraðskreiðan hlut á ferð um geiminn. Fyrstu athuganir gáfu til kynna að aðeins eitt prósent líkur væru á því að smástirnið væri á leið til jarðar. Sárneczky fylgdist hins vegar áfram með smástirninu og sendi athuganir sínar áfram til útreikninga. Þeir útreikningar gáfu allt aðra niðurstöðu til kynna en fyrstu útreikningarnir. Nú voru hundrað prósent líkur á því að smástirnið stefndi á jörðina. Var það um klukkutíma eftir að Sárneczky kom fyrst auga á smástirnið. Vísindamenn fleiri stjörnuathugunarstöðva víða um heim bættust nú við hóp áhugasamra, sem gerði það að verkum að fjölmörg augu fóru að leita að því hvar líklegast væri að smástirnið myndi enda för sína. Reiknað var út að smástirnið, sem var á mikilli hraðferð, myndi koma inn í efstu lög andrúmsloftsins um klukkan 21.23, undan ströndum Íslands. Einstakur atburður að koma auga á smástirnið Sem fyrr segir gerist það ekki oft að smástirni eru uppgötvuð áður en þau skella á jörðinni. Þetta er aðeins í fimmta sinn sem það gerist og í fyrsta skipti sem slík athugun er gerð frá Evrópu. Sárneczky var að vonum gríðarlega ánægður með að hafa komið auga á smástirnið, en mynd hans af smástirninu að þjóta um himingeiminn má sjá hér að neðan. via GIPHY Í samtali við Space.com segir hann að þetta hafi verið eitthvað sem gerist einu sinni á lífsleiðinni fyrir smástirnaspjæjara eins og hann. Undanfarin tvö ár hefur hann einbeitt sér að því að leita að smástirnum. Nýtt kerfi auðveldar eftirlit Fjallað er um smástirnið á vef Evrópsku geimvísindastofnunarinnar þar sem snert er á því af hverju aðeins hafi verið komið auga á fimm smástirni áður en þau koma til jarðar. Kemur þar fram að jarðarbúar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því að stór smástirni eða loftsteinar, skelli á jörðinni. „Fréttirnar er jákvæðar, stærri loftsteinar, meira en kílómetar í þvermál, eru auðsjáanlegir. Þeir gætu valdið miklum skaða en eru blessunarlega sjaldgæfir. Við vitum hvar mikill meirihluti þeirra er og við getum sagt af öryggi að við erum örugg næstu hundrað árin hið minnsta,“ kemur fram á vef ESA. Erfiðara sé hins vegar að koma auga á lítil smástirni sem eru langflest hættulaus, þó einhver af þeim geti valdið einhverju tjóni, líkt og raunin varð í Rússlandi árið 2013, þegar Chelyabinsk loftsteinninn, sprakk í 23 kílómetra hæð. Það stendur þó til bóta því að framkvæmdir við fyrsta sjónaukann í kerfi sem hannað er til að koma auga á smástirni munu hefjast á Ítalíu á næstunni. Kerfið nefnist Flyeye-kerfið og mun samanstanda af sjónaukum sem eiga að fylgjast grannt með himninum og skanna hann fyrir smástirnum og öðrum hlutum sem stefna á eða nálægt jörðinni. Vonast er til þess að kerfið gæti nýst til að draga úr tjóni af völdum sambærilegum atvikum og þegar Chelyabinsk-loftsteinninn sprakk. Flyeye-sjónaukinn.ESA Vonast er til þess kerfið geti tekið eftir hlutum sem eru allt að 40 metrar í þvermál, þremur vikur fyrir mögulegan árekstur. Sjónaukinn tekur mynd sem skipt er upp í sextán minni myndir sem á að auka sjónsvið hans og er fyrirmyndin tekin úr náttúrunni, nefnilega augum flugna, sem skýrir nafnið. „Þetta mikla sjónsvið á nýju sjónaukunum gerir það að verkum að við getum fylgst með stórum hluta himinins á hverri nóttu,“ er haft eftir Detlef Koschny, stjörnufræðingi hjá ESA. Vísindi Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Smástirni sprakk norður af Íslandi Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. 12. mars 2022 10:43 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá um helgina sprakk smástirni með krafti á við um þrjú þúsund tonn af dínamíti norðan Íslands um helgina. Smástirnið var ekki stórt en þetta var aðeins í fimmta sinn sem smástirni hefur verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni, þrátt fyrir að slíkir atburðir séu nokkuð tíðir. Uppgötvunin hefur vakið talsverða athygli og fjallað hefur verið um smástirnið víða um heim. Á vef Space.com má meðal annars finna ítarlega umfjöllun um uppgötvunina þar sem rætt er við ungverska stjörnufræðinginn Krisztián Sárneczky, manninn sem kom auga á smástirnið áður en það sprakk undan ströndum Íslands. Útreikningarnir breyttust fljótt Þann 11. mars síðastliðinn var hann við störf í Piszkéstetö-stjörnuathugunarstöðinni, þar sem hann kom auga á bjartan og hraðskreiðan hlut á ferð um geiminn. Fyrstu athuganir gáfu til kynna að aðeins eitt prósent líkur væru á því að smástirnið væri á leið til jarðar. Sárneczky fylgdist hins vegar áfram með smástirninu og sendi athuganir sínar áfram til útreikninga. Þeir útreikningar gáfu allt aðra niðurstöðu til kynna en fyrstu útreikningarnir. Nú voru hundrað prósent líkur á því að smástirnið stefndi á jörðina. Var það um klukkutíma eftir að Sárneczky kom fyrst auga á smástirnið. Vísindamenn fleiri stjörnuathugunarstöðva víða um heim bættust nú við hóp áhugasamra, sem gerði það að verkum að fjölmörg augu fóru að leita að því hvar líklegast væri að smástirnið myndi enda för sína. Reiknað var út að smástirnið, sem var á mikilli hraðferð, myndi koma inn í efstu lög andrúmsloftsins um klukkan 21.23, undan ströndum Íslands. Einstakur atburður að koma auga á smástirnið Sem fyrr segir gerist það ekki oft að smástirni eru uppgötvuð áður en þau skella á jörðinni. Þetta er aðeins í fimmta sinn sem það gerist og í fyrsta skipti sem slík athugun er gerð frá Evrópu. Sárneczky var að vonum gríðarlega ánægður með að hafa komið auga á smástirnið, en mynd hans af smástirninu að þjóta um himingeiminn má sjá hér að neðan. via GIPHY Í samtali við Space.com segir hann að þetta hafi verið eitthvað sem gerist einu sinni á lífsleiðinni fyrir smástirnaspjæjara eins og hann. Undanfarin tvö ár hefur hann einbeitt sér að því að leita að smástirnum. Nýtt kerfi auðveldar eftirlit Fjallað er um smástirnið á vef Evrópsku geimvísindastofnunarinnar þar sem snert er á því af hverju aðeins hafi verið komið auga á fimm smástirni áður en þau koma til jarðar. Kemur þar fram að jarðarbúar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því að stór smástirni eða loftsteinar, skelli á jörðinni. „Fréttirnar er jákvæðar, stærri loftsteinar, meira en kílómetar í þvermál, eru auðsjáanlegir. Þeir gætu valdið miklum skaða en eru blessunarlega sjaldgæfir. Við vitum hvar mikill meirihluti þeirra er og við getum sagt af öryggi að við erum örugg næstu hundrað árin hið minnsta,“ kemur fram á vef ESA. Erfiðara sé hins vegar að koma auga á lítil smástirni sem eru langflest hættulaus, þó einhver af þeim geti valdið einhverju tjóni, líkt og raunin varð í Rússlandi árið 2013, þegar Chelyabinsk loftsteinninn, sprakk í 23 kílómetra hæð. Það stendur þó til bóta því að framkvæmdir við fyrsta sjónaukann í kerfi sem hannað er til að koma auga á smástirni munu hefjast á Ítalíu á næstunni. Kerfið nefnist Flyeye-kerfið og mun samanstanda af sjónaukum sem eiga að fylgjast grannt með himninum og skanna hann fyrir smástirnum og öðrum hlutum sem stefna á eða nálægt jörðinni. Vonast er til þess að kerfið gæti nýst til að draga úr tjóni af völdum sambærilegum atvikum og þegar Chelyabinsk-loftsteinninn sprakk. Flyeye-sjónaukinn.ESA Vonast er til þess kerfið geti tekið eftir hlutum sem eru allt að 40 metrar í þvermál, þremur vikur fyrir mögulegan árekstur. Sjónaukinn tekur mynd sem skipt er upp í sextán minni myndir sem á að auka sjónsvið hans og er fyrirmyndin tekin úr náttúrunni, nefnilega augum flugna, sem skýrir nafnið. „Þetta mikla sjónsvið á nýju sjónaukunum gerir það að verkum að við getum fylgst með stórum hluta himinins á hverri nóttu,“ er haft eftir Detlef Koschny, stjörnufræðingi hjá ESA.
Vísindi Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Smástirni sprakk norður af Íslandi Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. 12. mars 2022 10:43 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Smástirni sprakk norður af Íslandi Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. 12. mars 2022 10:43