Landspítalinn hefur greitt starfsmönnum 213 milljónir króna fyrir að nota hlífðarfatnað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2022 08:18 Greiðslurnar eru tímabundin aðgerð vegna álags faraldurs Covid-19, meðal annars tengdu fjölda inniliggjandi sjúklinga og fjarvista veikra starfsmanna. Aðgerðin átti að gilda til 15. mars með möguleika á framlengingu og samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefur hún verið framlengd til 31. mars. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Kostnaður Landspítala vegna viðbótarlauna til handa heilbrigðisstarfsmönnum vegna notkunar hlífðarbúnaðar námu 213,5 milljónum króna með launatengdum gjöldum á tímabilinu 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022. Þetta kemur fram í svörum spítalans við fyrirspurn Vísis um viðbótargreiðslur vegna Covid-19. Í svarinu segir að á spítalanum sé verið að greiða tvenns konar viðbótarlaun vegna álags tengdu Covid-19. Annars vegar er um að ræða álagsgreiðslur vegna notkunar á hlífðarbúnaði eða fínagnagrímum að kröfu farsóttarnefndar. Greiðslurnar miðist við notkun hlífðarbúnaðar eða fínagnagrímu á meirihluta vaktar og skiptist á eftirfarandi hátt: 15.000 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem þurfa að starfa í búningum við aðhlynningu Covid-sýktra einstaklinga, fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. 7.500 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem gert er að vera með fínagnagrímu allan daginn við störf sín (skv. kröfu frá farsóttarnefnd spítalans), fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. Starfsmaður geti ekki fengið greitt fyrir bæði á sömu vakt; ef hann fái greiðslu fyrir að vera í hlífðarbúning þá fái hann ekki einnig greiðslu fyrir að vera með fínagnagrímu. „Frá 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022 er kostnaður vegna þessa kr. 213.559.024 með launatengdum gjöldum,“ segir í svörum Landspítalans. Ekki búið að greiða út vegna vinnu umfram vinnuskyldu Hins vegar sé um að ræða viðbótarlaun vegna aukins vinnuframlags starfsmanna á klínískum einingum, umfram vinnuskyldu. Þeir starfsmenn sem taki aukavaktir umfram vinnuskyldu geti áunnið sér viðbótarlaun vegna þeirra. Fyrirkomulag þeirra greiðslna má sjá á myndinni hér fyrir neðan: Landspítalinn Gildistími ofangreindra greiðslna var frá 14. janúar til 15. mars. Þegar Vísi bárust upplýsingarnar lá ekki fyrir hversu háar greiðslurnar yrðu þar sem fyrri greiðslan verður ekki greidd út fyrr en 1. apríl, vegna tímabilsins 14. janúar til 15. febrúar, og seinni greiðslan 1. maí, fyrir tímabilið 16. febrúar til 15. mars. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum spítalans við fyrirspurn Vísis um viðbótargreiðslur vegna Covid-19. Í svarinu segir að á spítalanum sé verið að greiða tvenns konar viðbótarlaun vegna álags tengdu Covid-19. Annars vegar er um að ræða álagsgreiðslur vegna notkunar á hlífðarbúnaði eða fínagnagrímum að kröfu farsóttarnefndar. Greiðslurnar miðist við notkun hlífðarbúnaðar eða fínagnagrímu á meirihluta vaktar og skiptist á eftirfarandi hátt: 15.000 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem þurfa að starfa í búningum við aðhlynningu Covid-sýktra einstaklinga, fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. 7.500 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem gert er að vera með fínagnagrímu allan daginn við störf sín (skv. kröfu frá farsóttarnefnd spítalans), fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. Starfsmaður geti ekki fengið greitt fyrir bæði á sömu vakt; ef hann fái greiðslu fyrir að vera í hlífðarbúning þá fái hann ekki einnig greiðslu fyrir að vera með fínagnagrímu. „Frá 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022 er kostnaður vegna þessa kr. 213.559.024 með launatengdum gjöldum,“ segir í svörum Landspítalans. Ekki búið að greiða út vegna vinnu umfram vinnuskyldu Hins vegar sé um að ræða viðbótarlaun vegna aukins vinnuframlags starfsmanna á klínískum einingum, umfram vinnuskyldu. Þeir starfsmenn sem taki aukavaktir umfram vinnuskyldu geti áunnið sér viðbótarlaun vegna þeirra. Fyrirkomulag þeirra greiðslna má sjá á myndinni hér fyrir neðan: Landspítalinn Gildistími ofangreindra greiðslna var frá 14. janúar til 15. mars. Þegar Vísi bárust upplýsingarnar lá ekki fyrir hversu háar greiðslurnar yrðu þar sem fyrri greiðslan verður ekki greidd út fyrr en 1. apríl, vegna tímabilsins 14. janúar til 15. febrúar, og seinni greiðslan 1. maí, fyrir tímabilið 16. febrúar til 15. mars.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira