Orðið óþolandi að taka slag um sýslumenn á tveggja ára fresti Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. mars 2022 13:31 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. vísir/Jói K Dómsmálaráðherra vill fækka embættum sýslumanna sem nú eru níu og hafa einn sýslumann yfir landinu öllu. Bæjarstjóri Vestmannaeyja leggst eindregið gegn áformunum og efast um að landsbyggðarþingmenn hleypi málinu í gegn. Ráðherrann vill þó halda störfum á landsbyggðinni og telur breytinguna jákvæða fyrir byggðarlög landsins. Frá árinu 2015 hafa sýslumenn á landinu verið 9 en þeim var þá fækkað úr 24. Fyrir vikið urðu embættin stærri og hafa skipt með sér ýmsum sérverkefnum. Ef fólk vill leyfi til ættleiðinga leitar það til dæmis til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en fái það sektir verður það að díla við sýslumanninn á Norðurlandi vestra. Vilji það fá að dreifa ösku látins ástvinar, svo annað dæmi sé tekið, verður sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra að veita leyfi fyrir því. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í morgun hyggst dómsmálaráðherra leggja fram nýtt frumvarp á haustþingi þar sem áformað er að koma öllum þessum verkefnum í hendur eins sýslumanns. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, er afar ósátt við þessi áform. Hún er orðin þreytt á að taka slaginn um málið en tveir síðustu dómsmálaráðherrar hafa báðir gert tilraunir til að fækka sýslumannsembættunum enn frekar. „Við erum bara búin að margsinnis fara í gegn um þetta með ráðherra, þörfina á að þessar stöður séu líka úti á landi. Og það er bara alveg eiginlega óþolandi að þurfa að vera að taka þetta samtal á tveggja eða þriggja ára fresti, alltaf með sömu rökunum, sem hefur endað hingað til með þeim hætti að sýslumannsembættin hafa verið áfram úti á landi,“ segir Íris. Útibú ríkisins á landsbyggðinni Hún er ekki í neinum vafa um hvar þessi eini sýslumaður yrði staðsettur. „Ég skil ekki alltaf þessa söfnun sem þarf að verða þannig allt þarf að vera í Reykjavík. Því ég geri auðvitað ráð fyrir að þessi eini eigi að vera þar,“ segir Íris. Málið sé fyrst og fremst byggðamál. „Auðvitað er þetta byggðamál. Að við getum sótt þessa þjónustu nær okkur. Ég veit að það er orðin mikil stafræn þjónusta en þetta er auðvitað byggðamál. Þetta er staðurinn þar sem þú ert í snertingu við ríkið. Þetta er útibú ríkisins úti á landi,“ segir bæjarstjórinn. Hún efast stórlega um að þingmenn landsbyggðarkjördæmanna hleypi málinu í gegn um þingið. Ekki sé eining um þetta innan stjórnarflokkanna. „Og ég efast um að það sé búið að ræða þetta í þingflokkunum. Allavega síðasti hópur þingmanna í Suðurkjördæmi stóð algerlega með okkur í þessari baráttu. Og ég trúi því ekki að landsbyggðarþingmennirnir séu eitthvað öðruvísi þenkjandi núna. Ég hef ekki trú á því,“ segir Íris. Mest spennandi byggðamálið Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu um málið síðan í gær segir að það sé þó alls ekki ætlun ráðherrans að fækka störfum tengdum embættunum á landsbyggðinni og flytja þau öll til höfuðborgarsvæðisins: Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.vísir/vilhelm „Ráðherra hefur lagt áherslu á það, að í stað þess að endurskipuleggja starfsemi hins opinbera í heimabyggð frá grunni sé ætlunin að nýta þann mannauð og þær starfsstöðvar sem þegar eru fyrir hendi á vegum ríkisins um allt land. Er því ekki ætlunin að fækka starfsstöðvum heldur áformar ráðherra heldur að bæta í og gera betur og vonast eftir farsælu samstarfi við sveitarstjórnir um land allt í þeim efnum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Og þar er haft eftir ráðherranum að þarna sé markmiðið að bjóða upp á störf án staðsetningar: „Stafræn vegferð hins opinbera hefur þegar haft mikil áhrif á almenning sem notendur þjónustunnar. En nú bíða okkar jafnvel enn stærri tækifæri í því að innleiða stafrænt verklag og störf án staðsetningar í flestum ef ekki öllum þáttum opinberrar þjónustu. Sérhæfing á einum stað hefur alla burði til að þjónusta allt landið. Þetta er án efa eitt stærsta og mest spennandi byggðamál sem blasir við ríki og sveitarfélögum. Nú reynir á fólk um allt land, bæði íbúa og sveitarstjórnir að sjá og hagnýta öll tækifærin sem felast í þeim óumflýjanlegu breytingum sem eru að verða á samfélaginu,“ er haft eftir Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Frá árinu 2015 hafa sýslumenn á landinu verið 9 en þeim var þá fækkað úr 24. Fyrir vikið urðu embættin stærri og hafa skipt með sér ýmsum sérverkefnum. Ef fólk vill leyfi til ættleiðinga leitar það til dæmis til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en fái það sektir verður það að díla við sýslumanninn á Norðurlandi vestra. Vilji það fá að dreifa ösku látins ástvinar, svo annað dæmi sé tekið, verður sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra að veita leyfi fyrir því. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í morgun hyggst dómsmálaráðherra leggja fram nýtt frumvarp á haustþingi þar sem áformað er að koma öllum þessum verkefnum í hendur eins sýslumanns. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, er afar ósátt við þessi áform. Hún er orðin þreytt á að taka slaginn um málið en tveir síðustu dómsmálaráðherrar hafa báðir gert tilraunir til að fækka sýslumannsembættunum enn frekar. „Við erum bara búin að margsinnis fara í gegn um þetta með ráðherra, þörfina á að þessar stöður séu líka úti á landi. Og það er bara alveg eiginlega óþolandi að þurfa að vera að taka þetta samtal á tveggja eða þriggja ára fresti, alltaf með sömu rökunum, sem hefur endað hingað til með þeim hætti að sýslumannsembættin hafa verið áfram úti á landi,“ segir Íris. Útibú ríkisins á landsbyggðinni Hún er ekki í neinum vafa um hvar þessi eini sýslumaður yrði staðsettur. „Ég skil ekki alltaf þessa söfnun sem þarf að verða þannig allt þarf að vera í Reykjavík. Því ég geri auðvitað ráð fyrir að þessi eini eigi að vera þar,“ segir Íris. Málið sé fyrst og fremst byggðamál. „Auðvitað er þetta byggðamál. Að við getum sótt þessa þjónustu nær okkur. Ég veit að það er orðin mikil stafræn þjónusta en þetta er auðvitað byggðamál. Þetta er staðurinn þar sem þú ert í snertingu við ríkið. Þetta er útibú ríkisins úti á landi,“ segir bæjarstjórinn. Hún efast stórlega um að þingmenn landsbyggðarkjördæmanna hleypi málinu í gegn um þingið. Ekki sé eining um þetta innan stjórnarflokkanna. „Og ég efast um að það sé búið að ræða þetta í þingflokkunum. Allavega síðasti hópur þingmanna í Suðurkjördæmi stóð algerlega með okkur í þessari baráttu. Og ég trúi því ekki að landsbyggðarþingmennirnir séu eitthvað öðruvísi þenkjandi núna. Ég hef ekki trú á því,“ segir Íris. Mest spennandi byggðamálið Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu um málið síðan í gær segir að það sé þó alls ekki ætlun ráðherrans að fækka störfum tengdum embættunum á landsbyggðinni og flytja þau öll til höfuðborgarsvæðisins: Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.vísir/vilhelm „Ráðherra hefur lagt áherslu á það, að í stað þess að endurskipuleggja starfsemi hins opinbera í heimabyggð frá grunni sé ætlunin að nýta þann mannauð og þær starfsstöðvar sem þegar eru fyrir hendi á vegum ríkisins um allt land. Er því ekki ætlunin að fækka starfsstöðvum heldur áformar ráðherra heldur að bæta í og gera betur og vonast eftir farsælu samstarfi við sveitarstjórnir um land allt í þeim efnum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Og þar er haft eftir ráðherranum að þarna sé markmiðið að bjóða upp á störf án staðsetningar: „Stafræn vegferð hins opinbera hefur þegar haft mikil áhrif á almenning sem notendur þjónustunnar. En nú bíða okkar jafnvel enn stærri tækifæri í því að innleiða stafrænt verklag og störf án staðsetningar í flestum ef ekki öllum þáttum opinberrar þjónustu. Sérhæfing á einum stað hefur alla burði til að þjónusta allt landið. Þetta er án efa eitt stærsta og mest spennandi byggðamál sem blasir við ríki og sveitarfélögum. Nú reynir á fólk um allt land, bæði íbúa og sveitarstjórnir að sjá og hagnýta öll tækifærin sem felast í þeim óumflýjanlegu breytingum sem eru að verða á samfélaginu,“ er haft eftir Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra.
Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira