Án nýrrar byggðalínu er tómt mál að tala um aukna orkuvinnslu, orkuskipti eða loftslagsmarkmið Jón Skafti Gestsson skrifar 16. mars 2022 11:31 Skýrsla ráðherra um stöðu og áskoranir í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna í loftslagsmálum var kynnt nýlega. Það er ánægjulegt að þau sjónarmið sem við hjá Landsneti höfum talað fyrir fá undirtektir hjá höfundum skýrslunnar. Í kynningu ráðherra kom fram að auka þyrfti orkuvinnslu hér á landi um allt að 124% á næstu 18 árum en Landsnet hefur undanfarin ár varað við yfirvofandi orkuskorti. Tilefni skýrslunnar, að meta orkuþörf næstu áratuga, var sérstaklega aðkallandi í ljósi þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa á afhendingu raforku nú undanfarna mánuði. Síðasta desember kom fram í yfirlýsingum Landsvirkjunar að takmarkanir í flutningskerfinu væru þess valdandi að 500 GWst færu forgörðum. Vísbendingar eru enn fremur um að önnur orkufyrirtæki séu í sambærilegri stöðu. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngilda 500 GWst 60 MW virkjun í fullri keyrslu allt árið, ígildi Kröfluvirkjunar eða Vatnsfellsstöðvar. Þetta er umfang þeirrar orku sem tapast af því að flutningskerfið ræður ekki við hlutverk sitt. Sé litið til aukinnar orkuþarfar upp á 124% er ljóst að viðbótaraflþörf er um og yfir 100 MW á ári, nálægt því tvöfalt það sem nú tapast vegna takmarkaðs flutningskerfis. Þar sem flutningskerfið ræður ekki að fullu við hlutverk sitt við núverandi aðstæður ætti að vera ljóst að flutningskerfi raforku þarfnast verulegrar styrkingar og það án tafar. Byggja þarf nýja kynslóð byggðalínu sem liggur hringinn í kringum landið og myndar hryggjarstykkið í raforkukerfinu enda er núverandi byggðalína að nálgast endalok 50 ára líftíma síns. Tækifæri að tapast Fyrsta mál á dagskrá ætti að vera styrking flutningskerfisins frá Austurlandi að Hvalfirði. Þá verður hægt að nýta þessar 500 GWst frá Landsvirkjun án þess að virkja og með minni tilkostnaði. Enn fremur fæst stóraukin afhendingargeta raforku og aukið afhendingaröryggi með sterkara flutningskerfi, sérstaklega á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Undanfarin misseri hafa opinberast sögur af töpuðum tækifærum í atvinnuþróunarmálum um allt land. Sameiginlegur þráður í mörgum þeirra er að takmarkað aðgengi að raforku heftir bæði stór og smá fyrirtæki. Allt frá Kalkþörungavinnslu á Vestfjörðum yfir í líftæknifyrirtæki á Suðurnesjum. Þessari stöðu verður ekki breytt nema að flutningskerfi raforku verði styrkt. Þessi starfsemi er þó léttvæg í samanburði við það sem þarf til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Það er sérstaklega mikilvægt að auka afhendingaröryggi á Norðurlandi og Vestfjörðum en undanfarin ár hefur afhendingaröryggi verið umtalsvert minna þar en annars staðar á landinu en er þó einnig slæmt í öðrum landshlutum. Þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana í kerfi Landsnets hefur að jafnaði verið um 600 milljónir árlega. Kostnaður sem leggst á fyrirtæki í gegnum verri rekstrarskilyrði og tapaða framleiðslu og minni lífsgæðum almennings. Sú staða verður ekki leyst með fleiri virkjunum, betri tengingar er nauðsynlegar. Áður hefur komið fram að Landsvirkjun taldi sig tapa 500 GWst árlega vegna takmarkana í flutningskerfinu. Kostnaður við virkjun sem gæti útvegað slíkt orkumagn væri að líkindum í kringum 30 milljarða króna án kostnaðar við að tengja hana við flutningskerfið. Betri tenging er ódýrari og hagkvæmari byrjun Landsnet gæti hins vegar klárað framangreinda styrkingu frá Austurlandi að Hvalfirði fyrir 25-28 milljarða króna og þannig sparað þjóðarbúinu í kringum 5 milljarða í kostnað ásamt því að skapa meiri ábata með bættu afhendingaröryggi og aukinni afhendingargetu um allt land. Með því fást aukin lífsgæði almennings og betri rekstur fyrirtækja. Það er því allt í senn hagkvæmara, ódýrara og umhverfisvænna að klára styrkingu frá Austurlandi að Hvalfirði sem fyrst. Raunar er það svo að öll markmið okkar Íslendinga í orku- og loftslagsmálum eru háð því að styrkja flutningskerfið án tafar. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla ráðherra um stöðu og áskoranir í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna í loftslagsmálum var kynnt nýlega. Það er ánægjulegt að þau sjónarmið sem við hjá Landsneti höfum talað fyrir fá undirtektir hjá höfundum skýrslunnar. Í kynningu ráðherra kom fram að auka þyrfti orkuvinnslu hér á landi um allt að 124% á næstu 18 árum en Landsnet hefur undanfarin ár varað við yfirvofandi orkuskorti. Tilefni skýrslunnar, að meta orkuþörf næstu áratuga, var sérstaklega aðkallandi í ljósi þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa á afhendingu raforku nú undanfarna mánuði. Síðasta desember kom fram í yfirlýsingum Landsvirkjunar að takmarkanir í flutningskerfinu væru þess valdandi að 500 GWst færu forgörðum. Vísbendingar eru enn fremur um að önnur orkufyrirtæki séu í sambærilegri stöðu. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngilda 500 GWst 60 MW virkjun í fullri keyrslu allt árið, ígildi Kröfluvirkjunar eða Vatnsfellsstöðvar. Þetta er umfang þeirrar orku sem tapast af því að flutningskerfið ræður ekki við hlutverk sitt. Sé litið til aukinnar orkuþarfar upp á 124% er ljóst að viðbótaraflþörf er um og yfir 100 MW á ári, nálægt því tvöfalt það sem nú tapast vegna takmarkaðs flutningskerfis. Þar sem flutningskerfið ræður ekki að fullu við hlutverk sitt við núverandi aðstæður ætti að vera ljóst að flutningskerfi raforku þarfnast verulegrar styrkingar og það án tafar. Byggja þarf nýja kynslóð byggðalínu sem liggur hringinn í kringum landið og myndar hryggjarstykkið í raforkukerfinu enda er núverandi byggðalína að nálgast endalok 50 ára líftíma síns. Tækifæri að tapast Fyrsta mál á dagskrá ætti að vera styrking flutningskerfisins frá Austurlandi að Hvalfirði. Þá verður hægt að nýta þessar 500 GWst frá Landsvirkjun án þess að virkja og með minni tilkostnaði. Enn fremur fæst stóraukin afhendingargeta raforku og aukið afhendingaröryggi með sterkara flutningskerfi, sérstaklega á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Undanfarin misseri hafa opinberast sögur af töpuðum tækifærum í atvinnuþróunarmálum um allt land. Sameiginlegur þráður í mörgum þeirra er að takmarkað aðgengi að raforku heftir bæði stór og smá fyrirtæki. Allt frá Kalkþörungavinnslu á Vestfjörðum yfir í líftæknifyrirtæki á Suðurnesjum. Þessari stöðu verður ekki breytt nema að flutningskerfi raforku verði styrkt. Þessi starfsemi er þó léttvæg í samanburði við það sem þarf til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Það er sérstaklega mikilvægt að auka afhendingaröryggi á Norðurlandi og Vestfjörðum en undanfarin ár hefur afhendingaröryggi verið umtalsvert minna þar en annars staðar á landinu en er þó einnig slæmt í öðrum landshlutum. Þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana í kerfi Landsnets hefur að jafnaði verið um 600 milljónir árlega. Kostnaður sem leggst á fyrirtæki í gegnum verri rekstrarskilyrði og tapaða framleiðslu og minni lífsgæðum almennings. Sú staða verður ekki leyst með fleiri virkjunum, betri tengingar er nauðsynlegar. Áður hefur komið fram að Landsvirkjun taldi sig tapa 500 GWst árlega vegna takmarkana í flutningskerfinu. Kostnaður við virkjun sem gæti útvegað slíkt orkumagn væri að líkindum í kringum 30 milljarða króna án kostnaðar við að tengja hana við flutningskerfið. Betri tenging er ódýrari og hagkvæmari byrjun Landsnet gæti hins vegar klárað framangreinda styrkingu frá Austurlandi að Hvalfirði fyrir 25-28 milljarða króna og þannig sparað þjóðarbúinu í kringum 5 milljarða í kostnað ásamt því að skapa meiri ábata með bættu afhendingaröryggi og aukinni afhendingargetu um allt land. Með því fást aukin lífsgæði almennings og betri rekstur fyrirtækja. Það er því allt í senn hagkvæmara, ódýrara og umhverfisvænna að klára styrkingu frá Austurlandi að Hvalfirði sem fyrst. Raunar er það svo að öll markmið okkar Íslendinga í orku- og loftslagsmálum eru háð því að styrkja flutningskerfið án tafar. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar