Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2022 22:53 Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður félagsins. Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. Fjallað var um það fyrr í mánuðinum að Agnieszku hafi borist bréf frá Viðari þar sem hún var innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði hún að því á fundinum að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra Sigurðsson um vefsíðugerð með lögmætum hætti og að hún væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Viðar fullyrti síðar að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. Segir þetta hluta af kosningabaráttu Viðar furðar sig á því að Agnieszka og stjórn Eflingar hafi ekki látið þar við sitja og vilji nú láta útbúa lögfræðiúttekt. Agnieszka tók við sem starfandi formaður eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku. Listi Sólveigar endurnýjaði svo umboð sitt í stjórnarkjöri Eflingar þann 15. febrúar en hún hefur ekki enn tekið við formennsku. „Að venju þá reikna ég með að ekkert samband verði haft við mig, mér ekki tilkynnt að ég sé undir rannsókn eða gefið færi á að tjá mig eða veita svör og útskýringar. Agnieszka eða aðrir stjórnarmenn munu ekki sjálf standa fyrir máli sínu um eitt eða neitt, heldur munu þau eins og vanalega leka gögnunum í fjölmiðla og skýla sér bakvið nafnleysi,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þess verður svo auðvitað vandlega gætt að lýsa glæpum mínum með mátulega óljósu orðalagi. Best er að gera það þannig til að nógu erfitt sé að bera nokkuð til baka.“ Hann segir þetta merki um áframhaldandi kosningabaráttu Agnieszku sem hafi byrjað fyrir alvöru þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sigraði kosningarnar í febrúar. „Daginn eftir byrjaði Agnieszka á að ata mig aur á fundi trúnaðarráðs að mér fjarstöddum. Hún svaraði ekki skriflegri beiðni minni um útskýringar heldur lak málinu í fjölmiðla, þar sem hefur verið kjamsað á því með aðstoð nafnlausra heimildarmanna, ýmsar fréttir birtar um mig og varaforseti Alþýðusambandsins ræstur út til að lýsa áhyggjum sínum af því að ég stundi fjárdrátt og önnur lögbrot,“ skrifar Viðar. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í mánuðinum að Agnieszku hafi borist bréf frá Viðari þar sem hún var innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði hún að því á fundinum að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra Sigurðsson um vefsíðugerð með lögmætum hætti og að hún væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Viðar fullyrti síðar að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. Segir þetta hluta af kosningabaráttu Viðar furðar sig á því að Agnieszka og stjórn Eflingar hafi ekki látið þar við sitja og vilji nú láta útbúa lögfræðiúttekt. Agnieszka tók við sem starfandi formaður eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku. Listi Sólveigar endurnýjaði svo umboð sitt í stjórnarkjöri Eflingar þann 15. febrúar en hún hefur ekki enn tekið við formennsku. „Að venju þá reikna ég með að ekkert samband verði haft við mig, mér ekki tilkynnt að ég sé undir rannsókn eða gefið færi á að tjá mig eða veita svör og útskýringar. Agnieszka eða aðrir stjórnarmenn munu ekki sjálf standa fyrir máli sínu um eitt eða neitt, heldur munu þau eins og vanalega leka gögnunum í fjölmiðla og skýla sér bakvið nafnleysi,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þess verður svo auðvitað vandlega gætt að lýsa glæpum mínum með mátulega óljósu orðalagi. Best er að gera það þannig til að nógu erfitt sé að bera nokkuð til baka.“ Hann segir þetta merki um áframhaldandi kosningabaráttu Agnieszku sem hafi byrjað fyrir alvöru þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sigraði kosningarnar í febrúar. „Daginn eftir byrjaði Agnieszka á að ata mig aur á fundi trúnaðarráðs að mér fjarstöddum. Hún svaraði ekki skriflegri beiðni minni um útskýringar heldur lak málinu í fjölmiðla, þar sem hefur verið kjamsað á því með aðstoð nafnlausra heimildarmanna, ýmsar fréttir birtar um mig og varaforseti Alþýðusambandsins ræstur út til að lýsa áhyggjum sínum af því að ég stundi fjárdrátt og önnur lögbrot,“ skrifar Viðar.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira