Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2022 22:53 Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður félagsins. Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. Fjallað var um það fyrr í mánuðinum að Agnieszku hafi borist bréf frá Viðari þar sem hún var innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði hún að því á fundinum að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra Sigurðsson um vefsíðugerð með lögmætum hætti og að hún væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Viðar fullyrti síðar að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. Segir þetta hluta af kosningabaráttu Viðar furðar sig á því að Agnieszka og stjórn Eflingar hafi ekki látið þar við sitja og vilji nú láta útbúa lögfræðiúttekt. Agnieszka tók við sem starfandi formaður eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku. Listi Sólveigar endurnýjaði svo umboð sitt í stjórnarkjöri Eflingar þann 15. febrúar en hún hefur ekki enn tekið við formennsku. „Að venju þá reikna ég með að ekkert samband verði haft við mig, mér ekki tilkynnt að ég sé undir rannsókn eða gefið færi á að tjá mig eða veita svör og útskýringar. Agnieszka eða aðrir stjórnarmenn munu ekki sjálf standa fyrir máli sínu um eitt eða neitt, heldur munu þau eins og vanalega leka gögnunum í fjölmiðla og skýla sér bakvið nafnleysi,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þess verður svo auðvitað vandlega gætt að lýsa glæpum mínum með mátulega óljósu orðalagi. Best er að gera það þannig til að nógu erfitt sé að bera nokkuð til baka.“ Hann segir þetta merki um áframhaldandi kosningabaráttu Agnieszku sem hafi byrjað fyrir alvöru þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sigraði kosningarnar í febrúar. „Daginn eftir byrjaði Agnieszka á að ata mig aur á fundi trúnaðarráðs að mér fjarstöddum. Hún svaraði ekki skriflegri beiðni minni um útskýringar heldur lak málinu í fjölmiðla, þar sem hefur verið kjamsað á því með aðstoð nafnlausra heimildarmanna, ýmsar fréttir birtar um mig og varaforseti Alþýðusambandsins ræstur út til að lýsa áhyggjum sínum af því að ég stundi fjárdrátt og önnur lögbrot,“ skrifar Viðar. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í mánuðinum að Agnieszku hafi borist bréf frá Viðari þar sem hún var innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði hún að því á fundinum að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra Sigurðsson um vefsíðugerð með lögmætum hætti og að hún væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Viðar fullyrti síðar að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. Segir þetta hluta af kosningabaráttu Viðar furðar sig á því að Agnieszka og stjórn Eflingar hafi ekki látið þar við sitja og vilji nú láta útbúa lögfræðiúttekt. Agnieszka tók við sem starfandi formaður eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku. Listi Sólveigar endurnýjaði svo umboð sitt í stjórnarkjöri Eflingar þann 15. febrúar en hún hefur ekki enn tekið við formennsku. „Að venju þá reikna ég með að ekkert samband verði haft við mig, mér ekki tilkynnt að ég sé undir rannsókn eða gefið færi á að tjá mig eða veita svör og útskýringar. Agnieszka eða aðrir stjórnarmenn munu ekki sjálf standa fyrir máli sínu um eitt eða neitt, heldur munu þau eins og vanalega leka gögnunum í fjölmiðla og skýla sér bakvið nafnleysi,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þess verður svo auðvitað vandlega gætt að lýsa glæpum mínum með mátulega óljósu orðalagi. Best er að gera það þannig til að nógu erfitt sé að bera nokkuð til baka.“ Hann segir þetta merki um áframhaldandi kosningabaráttu Agnieszku sem hafi byrjað fyrir alvöru þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sigraði kosningarnar í febrúar. „Daginn eftir byrjaði Agnieszka á að ata mig aur á fundi trúnaðarráðs að mér fjarstöddum. Hún svaraði ekki skriflegri beiðni minni um útskýringar heldur lak málinu í fjölmiðla, þar sem hefur verið kjamsað á því með aðstoð nafnlausra heimildarmanna, ýmsar fréttir birtar um mig og varaforseti Alþýðusambandsins ræstur út til að lýsa áhyggjum sínum af því að ég stundi fjárdrátt og önnur lögbrot,“ skrifar Viðar.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira