Lét tilleiðast og tók umdeilt frumvarp af dagskrá Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 15. mars 2022 20:30 Heilbrigðisráðherra tók í dag umdeilt frumvarp um réttindi sjúklinga af dagskrá þingsins eftir mikla gagnrýni um samráðsleysi við sjúklingana sem það hefði áhrif á. Hið umdeilda frumvarp snýst um skýrari heimildir heilbrigðisstarfsfólks á lokuðum geðheilbrigðisstofnunum, til dæmis, til að beita mjög róttækum inngripum á sjúklinga. Til dæmis nauðungarvistunum. Geðhjálp gagnrýndi frumvarpið harðlega í gær vegna þess að við vinnslu þess var ekki haft samráð við sjúklingana heldur bara heilbrigðisstarfsfólk. Frumvarpið væti til þess að bæta starfsaðstæður heilbrigðisstarfsfólks en ekki kjör sjúklinga. Frumvarpið eigi heima í endurvinnslu Gagnrýni þingmanna sneri að þessu sama atriði og var í raun og veru mjög hörð, alveg þangað til í dag þegar frumvarpið var skyndilega tekið af dagskrá þingsins. „Hvað veldur því að þetta mál, sem í gær var sagt að þyrfti vandlega umræðu hér á Alþingi, hvers vegna það er skyndilega með nokkurra mínútna fyrirvara tekið af dagskrá þingsins?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á þingfundi í dag. „Ég skynjaði þann tón í gær að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hafi eiginlega áttað sig á því að það var frumhlaup hjá honum að fara fram með málið þegar hann áttaði sig á því að honum bara ekkert endilega að gera það nákvæmlega eins og fyrrverandi hæstvirtur ráðherra, heldur hefði hann átt að nýta tækifærið til að tala við þá sem málið varðar sárlegast, sem eru sjúklingarnir sjálfir og hagsmunaaðilar þeirra. Ég ætla að þessu sinni að leyfa mér að hrósa hæstvirtum ráðherra og hvetja hann til að koma ekki með málið fyrrr en hann er tilbúinn með það,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Við eigum heimtingu á að vita hvort ráðherrann ætlaði að berja höfðinu við steininn og reyna að halda áfram að mæla fyrir máli sem best á heima uppi í ráðuneyti í endurvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Betra samráð muni leiða til betra frumvarps Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur nú ákveðið að setja á fót samráðshóp til að fjalla nánar um afstöðu notendahópa til málsins og mögulegar breytingar á frumvarpinu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Ég ætla bara að bregðast við því ákalli og kalla málið til baka í ráðuneytið og kalla að alla þá fjölmörgu aðila sem komu fram í umræðunni í gær til umræðu um þetta mál, í þeirri von um að við getum bætt úr því sem þar kemur fram og litið til annarra laga eins og hefur verið bent á,“ segir Willum. Finnst þér þú vera að éta eitthvað ofan í þig með það, hefðir þú viljað keyra þetta í gegn? „Nei, alls ekki. Ég auðvitað hlusta á stofnanir Alþingis, hlusta á umboðsmann Alþingis og bregst við þeim ábendingum sem koma þar fram og það er sjálfsagt mál að bregðast við þessu og fá fram aukið samráð og ég mun kalla til þess á mjög breiðum grunni,“ segir Willum. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 27 daga frostlausum kafla lokið Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Hið umdeilda frumvarp snýst um skýrari heimildir heilbrigðisstarfsfólks á lokuðum geðheilbrigðisstofnunum, til dæmis, til að beita mjög róttækum inngripum á sjúklinga. Til dæmis nauðungarvistunum. Geðhjálp gagnrýndi frumvarpið harðlega í gær vegna þess að við vinnslu þess var ekki haft samráð við sjúklingana heldur bara heilbrigðisstarfsfólk. Frumvarpið væti til þess að bæta starfsaðstæður heilbrigðisstarfsfólks en ekki kjör sjúklinga. Frumvarpið eigi heima í endurvinnslu Gagnrýni þingmanna sneri að þessu sama atriði og var í raun og veru mjög hörð, alveg þangað til í dag þegar frumvarpið var skyndilega tekið af dagskrá þingsins. „Hvað veldur því að þetta mál, sem í gær var sagt að þyrfti vandlega umræðu hér á Alþingi, hvers vegna það er skyndilega með nokkurra mínútna fyrirvara tekið af dagskrá þingsins?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á þingfundi í dag. „Ég skynjaði þann tón í gær að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hafi eiginlega áttað sig á því að það var frumhlaup hjá honum að fara fram með málið þegar hann áttaði sig á því að honum bara ekkert endilega að gera það nákvæmlega eins og fyrrverandi hæstvirtur ráðherra, heldur hefði hann átt að nýta tækifærið til að tala við þá sem málið varðar sárlegast, sem eru sjúklingarnir sjálfir og hagsmunaaðilar þeirra. Ég ætla að þessu sinni að leyfa mér að hrósa hæstvirtum ráðherra og hvetja hann til að koma ekki með málið fyrrr en hann er tilbúinn með það,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Við eigum heimtingu á að vita hvort ráðherrann ætlaði að berja höfðinu við steininn og reyna að halda áfram að mæla fyrir máli sem best á heima uppi í ráðuneyti í endurvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Betra samráð muni leiða til betra frumvarps Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur nú ákveðið að setja á fót samráðshóp til að fjalla nánar um afstöðu notendahópa til málsins og mögulegar breytingar á frumvarpinu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Ég ætla bara að bregðast við því ákalli og kalla málið til baka í ráðuneytið og kalla að alla þá fjölmörgu aðila sem komu fram í umræðunni í gær til umræðu um þetta mál, í þeirri von um að við getum bætt úr því sem þar kemur fram og litið til annarra laga eins og hefur verið bent á,“ segir Willum. Finnst þér þú vera að éta eitthvað ofan í þig með það, hefðir þú viljað keyra þetta í gegn? „Nei, alls ekki. Ég auðvitað hlusta á stofnanir Alþingis, hlusta á umboðsmann Alþingis og bregst við þeim ábendingum sem koma þar fram og það er sjálfsagt mál að bregðast við þessu og fá fram aukið samráð og ég mun kalla til þess á mjög breiðum grunni,“ segir Willum.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 27 daga frostlausum kafla lokið Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira