Ekki gert ráð fyrir sveitarstjóra í nýju sveitarfélagi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2022 14:11 Reykjahlíð í Mývatnssveit er einn af byggðarkjörnunum sem mynda hið nýja sveitarfélag. Vísir/Vilhelm Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Mun sameiningin taka gildi þegar ný sveitarstjórn tekur við að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá verður til stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli, rétt rúmlega tólf þúsund ferkílómetrar að stærð með rúmlega 1.300 íbúa. Teymið sjái um að halda á boltunum Samkvæmt staðfestri samþykkt um stjórn hins sameinaða sveitarfélags er ekki gert ráð fyrir að ráðinn verði einn sveitarstjóri til að sjá um framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, eins og venjan hefur verið hingað til í sveitarfélögum landsins. Ferðamennska leikur lykilhlutverk í atvinnumálum hins nýja sveitarfélags.Vísir/Vilhelm Þess í stað er reiknað með að þrír sviðsstjórar sem muni fara með stjórn stjórnsýslusviðs, fjölskyldusviðs og nýsköpunarsviðs myndi framkvæmdastjórn ásamt einum kjörnum fulltrúa sem valinn er af sveitarstjórn. Í samþykktinni segir að sveitarstjórn muni veita sviðsstjórnum þremur umboð til að leiða verkefni sveitarfélagsins. „Í grundvallaratriðum þá fer þessi framkvæmdastjórn sameiginlega með þessi verkefni sem framkvæmdastjórinn væri jafnan ábyrgur fyrir,“ segir Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps, um hið nýja fyrirkomulag í samtali við Vísi. „Í staðinn fyrir að vera með einn sem á að halda á öllum boltunum þá sé þetta teymishugsun,“ segir hann. Mývatn, ein helsta náttúruperla landsins, er í hinu nýja sveitarfélagi.Vísir/Vilhelm. „Ef maður ber þetta saman við hefðbundið skipulag sveitarfélag af þessari stærðargráðu sem yrði þá sveitarstjórn, byggðaráð, framkvæmdastjóri, sviðsstjórar þá ertu með miklu færri hæðir,“ segir Helgi en vonast er til þess að hið nýja skipurit tryggi skjótari boðleiðir, virkara samtal og skýrari línur í stjórn sveitarfélagsins. Hlutverk sviðsstjóranna og framkvæmdastjórnarinnar verður, líkt og í öðrum sveitarfélögum þar sem sveitarstjóri er ráðinn, að framfylgja þeirri stefnu sem ákveðin er af kjörnum fulltrúum sem mynda sveitarstjórn sveitarfélagsins. Fleiri fulltrúar en íbúafjöldinn segir til um Innviðaráðuneytið hefur jafn framt samþykkt að níu fulltrúar muni sitja í sveitarstjórn í stað sjö eins og ætti að vera miðað við íbúafjölda sveitarfélagisns, sem eins og fyrr segir verður gríðarlega víðfeðmt. „Þetta sveitarfélag er feykilega stórt að flatarmáli. Það að fulltrúarnir séu fleiri auka þá líkurnar á því að það séu raddir af öllu svæðinu,“ segir Helgi. Skoðað var hvort að fýsislegt væri að vera með heimastjórnir eins og í Múlaþingien ákveðið var þess í stað að óska eftir því að fá fleiri fulltrúa í eina sveitarstjórn. „Við ákvaðum að fara þá leið í staðinn fyrir að vera með heimastjórnir sem við mátum að gætu beinlínis unnið gegn markmiðunum um fulla sameiningu, að vera þá með fjölmennari sveitarstjórn til að auka fjölbreytnina í sveitarstjórninni,“ segir Helgi. Nýkjörin sveitarstjórn ákveður nafnið Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur sent örnefnanefnd átta tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi til umsagnar. Mun það vera hlutverk nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við að loknum kosningum að taka ákvörðun um hvaða sveitarfélagið mun heita. Í apríl verða þó nokkrar tillögur sendar áfram í ráðgefandi skoðanakönnum á meðal íbúa um hvað sveitarfélagið eigi að heita. „Menn eru þá komnir með almennan vilja íbúana með hvaða nafn menn vilja og einfaldi þá ákvörðun fyrir nýja sveitarstjórn en hún vissulega getur farið sínar eigin leiðir í þessu.“ Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Mun sameiningin taka gildi þegar ný sveitarstjórn tekur við að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá verður til stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli, rétt rúmlega tólf þúsund ferkílómetrar að stærð með rúmlega 1.300 íbúa. Teymið sjái um að halda á boltunum Samkvæmt staðfestri samþykkt um stjórn hins sameinaða sveitarfélags er ekki gert ráð fyrir að ráðinn verði einn sveitarstjóri til að sjá um framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, eins og venjan hefur verið hingað til í sveitarfélögum landsins. Ferðamennska leikur lykilhlutverk í atvinnumálum hins nýja sveitarfélags.Vísir/Vilhelm Þess í stað er reiknað með að þrír sviðsstjórar sem muni fara með stjórn stjórnsýslusviðs, fjölskyldusviðs og nýsköpunarsviðs myndi framkvæmdastjórn ásamt einum kjörnum fulltrúa sem valinn er af sveitarstjórn. Í samþykktinni segir að sveitarstjórn muni veita sviðsstjórnum þremur umboð til að leiða verkefni sveitarfélagsins. „Í grundvallaratriðum þá fer þessi framkvæmdastjórn sameiginlega með þessi verkefni sem framkvæmdastjórinn væri jafnan ábyrgur fyrir,“ segir Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps, um hið nýja fyrirkomulag í samtali við Vísi. „Í staðinn fyrir að vera með einn sem á að halda á öllum boltunum þá sé þetta teymishugsun,“ segir hann. Mývatn, ein helsta náttúruperla landsins, er í hinu nýja sveitarfélagi.Vísir/Vilhelm. „Ef maður ber þetta saman við hefðbundið skipulag sveitarfélag af þessari stærðargráðu sem yrði þá sveitarstjórn, byggðaráð, framkvæmdastjóri, sviðsstjórar þá ertu með miklu færri hæðir,“ segir Helgi en vonast er til þess að hið nýja skipurit tryggi skjótari boðleiðir, virkara samtal og skýrari línur í stjórn sveitarfélagsins. Hlutverk sviðsstjóranna og framkvæmdastjórnarinnar verður, líkt og í öðrum sveitarfélögum þar sem sveitarstjóri er ráðinn, að framfylgja þeirri stefnu sem ákveðin er af kjörnum fulltrúum sem mynda sveitarstjórn sveitarfélagsins. Fleiri fulltrúar en íbúafjöldinn segir til um Innviðaráðuneytið hefur jafn framt samþykkt að níu fulltrúar muni sitja í sveitarstjórn í stað sjö eins og ætti að vera miðað við íbúafjölda sveitarfélagisns, sem eins og fyrr segir verður gríðarlega víðfeðmt. „Þetta sveitarfélag er feykilega stórt að flatarmáli. Það að fulltrúarnir séu fleiri auka þá líkurnar á því að það séu raddir af öllu svæðinu,“ segir Helgi. Skoðað var hvort að fýsislegt væri að vera með heimastjórnir eins og í Múlaþingien ákveðið var þess í stað að óska eftir því að fá fleiri fulltrúa í eina sveitarstjórn. „Við ákvaðum að fara þá leið í staðinn fyrir að vera með heimastjórnir sem við mátum að gætu beinlínis unnið gegn markmiðunum um fulla sameiningu, að vera þá með fjölmennari sveitarstjórn til að auka fjölbreytnina í sveitarstjórninni,“ segir Helgi. Nýkjörin sveitarstjórn ákveður nafnið Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur sent örnefnanefnd átta tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi til umsagnar. Mun það vera hlutverk nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við að loknum kosningum að taka ákvörðun um hvaða sveitarfélagið mun heita. Í apríl verða þó nokkrar tillögur sendar áfram í ráðgefandi skoðanakönnum á meðal íbúa um hvað sveitarfélagið eigi að heita. „Menn eru þá komnir með almennan vilja íbúana með hvaða nafn menn vilja og einfaldi þá ákvörðun fyrir nýja sveitarstjórn en hún vissulega getur farið sínar eigin leiðir í þessu.“
Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira