Reyna að koma upp flóttaleiðum en segja árásir Rússa linnulausar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. mars 2022 11:08 Milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín frá því að stríðið hófst. AP/Daniel Cole Sautjándi dagur innrásar Rússa í Úkraínu hófst með látum í morgun þar sem loftvarnasírenur ómuðu í flestum borgum Úkraínu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag en yfirvöld segja árásir Rússa gera þeim erfitt fyrir og stofna lífi flóttamanna í hættu. Rússar halda sókn sinni áfram í Kænugarði en varnamálaráðuneyti Bretlands greindi frá því í uppfærslu í morgun að meirihluti herliðs Rússa væri um 25 kílómetra frá miðborg Kænugarðs. Átök áttu sér stað norðvestur af Kænugarði nú í morgunsárið. Svo virðist sem að stór hluti herliðsins sem sást norður við Kænugarð í gær hafi tvístrast og telur ráðuneytið það til marks um að rússneskar hersveitir ætli sér að umkringja borgina. Þó er einnig mögulegt að Rússar óttist gagnárás. Utan Kænugarðs eiga sér nú átök stað víða, til að mynda í Kharkív, Tsjernihiv, Sumy og Mariupol. Í Mariupol vörpuðu rússneskar hersveitir sprengjum á mosku þar sem um áttatíu manns höfðu leitað sér skjóls, flestir þeirra Tyrkir. Í bæjunum Vasylkic og Kryachky nálægt Kænugarði komu upp eldsvoðar í olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa og í bænum Kvitneve kviknaði sömuleiðis í frystivöruhúsi. Flugherstöð við Vasylkic eyðilagðist við sprengingar. Iryna Vereshchuk, starfandi forsætisráðherra Úkraínu, segir vonir bundnar við það að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum víðsvegar um Úkraínu, meðal annars úr Mariupol en illa hefur gengið að flytja fólk þaðan og hafa allar tilraunir mistekist vegna árása Rússa. Þá verða fleiri flóttaleiðir við Kænugarð að því er kemur fram í frétt Reuters en yfirvöld í borginni segja Rússa ekki hafa dregið úr árásum sínum sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld í Rússlandi neita því alfarið að almennir borgarar séu skotmark þeirra. Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þurft að flýja Úkraínu vegna stríðsins. Við fylgjumst vel með stöðu mála í vaktinni á Vísi í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. 11. mars 2022 19:21 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Rússar halda sókn sinni áfram í Kænugarði en varnamálaráðuneyti Bretlands greindi frá því í uppfærslu í morgun að meirihluti herliðs Rússa væri um 25 kílómetra frá miðborg Kænugarðs. Átök áttu sér stað norðvestur af Kænugarði nú í morgunsárið. Svo virðist sem að stór hluti herliðsins sem sást norður við Kænugarð í gær hafi tvístrast og telur ráðuneytið það til marks um að rússneskar hersveitir ætli sér að umkringja borgina. Þó er einnig mögulegt að Rússar óttist gagnárás. Utan Kænugarðs eiga sér nú átök stað víða, til að mynda í Kharkív, Tsjernihiv, Sumy og Mariupol. Í Mariupol vörpuðu rússneskar hersveitir sprengjum á mosku þar sem um áttatíu manns höfðu leitað sér skjóls, flestir þeirra Tyrkir. Í bæjunum Vasylkic og Kryachky nálægt Kænugarði komu upp eldsvoðar í olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa og í bænum Kvitneve kviknaði sömuleiðis í frystivöruhúsi. Flugherstöð við Vasylkic eyðilagðist við sprengingar. Iryna Vereshchuk, starfandi forsætisráðherra Úkraínu, segir vonir bundnar við það að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum víðsvegar um Úkraínu, meðal annars úr Mariupol en illa hefur gengið að flytja fólk þaðan og hafa allar tilraunir mistekist vegna árása Rússa. Þá verða fleiri flóttaleiðir við Kænugarð að því er kemur fram í frétt Reuters en yfirvöld í borginni segja Rússa ekki hafa dregið úr árásum sínum sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld í Rússlandi neita því alfarið að almennir borgarar séu skotmark þeirra. Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þurft að flýja Úkraínu vegna stríðsins. Við fylgjumst vel með stöðu mála í vaktinni á Vísi í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. 11. mars 2022 19:21 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. 11. mars 2022 19:21