Smástirni sprakk norður af Íslandi Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 10:43 Stjörnu-Sævar ásamt smástirni, þó ekki því sem sprakk í gærkvöldi. Vísir/Baldur/Getty Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, greindi frá atburðinum á Facebook í morgun. Hann segir smástirnið hafa sprungið yfir hafi norðan Íslands um klukkan 21:23 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hann að erfitt sé að segja til um úr hverju smástirnið var en það hafi líklega verið úr venjulegu grjóti, svipuðu því sem finna má víða hér á landi. Hann segir stirnið ekki hafa verið stórt, um þrír til fjórir metrar að þvermáli eða svipað og venjulegur fólksbíll. Það hafi þó vegið ansi mikið enda var sprengingin gríðarmikil, til að líkja eftir henni þyrfti um tvö til þrjú þúsund tonn af dínamíti. Einungis fimmta skipti sem feigu smástirni er veitt heiti Athygli vekur að smástirnið fannst skömmu áður en það rakst á jörðina og var gefið skrárheitið 2022 EB5. Aðeins fjórum sinnum áður hefur smástirni verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni þrátt fyrir að það gerist um það bil vikulega. Árið 2008 uppgötvaðist smástirni fyrst skömmu áður en það skall á jörðinni en síðan þá hafa mennirnir vaktað himininn betur og fjögur bæst í hópinn. Smástirnið sem uppgötvaðist 2008 tilheyrir einmitt sama smástirnahópi og það sem sprakk í gærkvöldi. Smástirni úr hópi Apollo-jarðnándarsmástirnar skera reglulega braut jarðarinnar en þau eru svo lítil að engin hætta stafar af þeim, að sögn Sævars. Hefði ekki farið fram hjá nokkrum manni Sem áður segir sprakk smástirnið yfir hafi norður af Íslandi svo ólíklegt er að nokkur maður hafi séð það springa. Sævari hafa þó borist nokkur skilaboð frá fólki á Norðurlandi sem kveðst hafa orðið vart við einhvers konar blossa í gærkvöldi. Sævar Helgi segir það hefði verið mikið sjónarspil hefði smástirnið sprungið örlítið sunnar yfir Íslandi. Smástirnið hefði lýst upp næturhimininn, töluvert skærar en tunglið, og nokkrum mínútum eftir sprenginguna hefðu heyrst miklar drunur. Þá hefðu brot úr stirninu sáldrast yfir landið, án nokkurrar hættu þó. Hvað eru eiginlega smástirni? Smástirni eru litlir hnettir eða hnullungar úr bergi og/eða málmum á braut um sólina, að því er segir á Stjörnufræðivefnum, sem Sævar Helgi ritstýrir. Þau geta verið allt frá einum metra upp í tæplega eitt þúsund kílómetra að stærð og eru þar af leiðandi ekki nægilega stór til að teljast reikistjörnur. Stærsta smástirnið, Ceres, er þó einnig skráð sem dvergreikistjarna. Fréttin hefur verið uppfærð en upphaflega stóð að smástirnið hefði sprungið klukkan 22:25. Geimurinn Norðurþing Akureyri Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, greindi frá atburðinum á Facebook í morgun. Hann segir smástirnið hafa sprungið yfir hafi norðan Íslands um klukkan 21:23 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hann að erfitt sé að segja til um úr hverju smástirnið var en það hafi líklega verið úr venjulegu grjóti, svipuðu því sem finna má víða hér á landi. Hann segir stirnið ekki hafa verið stórt, um þrír til fjórir metrar að þvermáli eða svipað og venjulegur fólksbíll. Það hafi þó vegið ansi mikið enda var sprengingin gríðarmikil, til að líkja eftir henni þyrfti um tvö til þrjú þúsund tonn af dínamíti. Einungis fimmta skipti sem feigu smástirni er veitt heiti Athygli vekur að smástirnið fannst skömmu áður en það rakst á jörðina og var gefið skrárheitið 2022 EB5. Aðeins fjórum sinnum áður hefur smástirni verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni þrátt fyrir að það gerist um það bil vikulega. Árið 2008 uppgötvaðist smástirni fyrst skömmu áður en það skall á jörðinni en síðan þá hafa mennirnir vaktað himininn betur og fjögur bæst í hópinn. Smástirnið sem uppgötvaðist 2008 tilheyrir einmitt sama smástirnahópi og það sem sprakk í gærkvöldi. Smástirni úr hópi Apollo-jarðnándarsmástirnar skera reglulega braut jarðarinnar en þau eru svo lítil að engin hætta stafar af þeim, að sögn Sævars. Hefði ekki farið fram hjá nokkrum manni Sem áður segir sprakk smástirnið yfir hafi norður af Íslandi svo ólíklegt er að nokkur maður hafi séð það springa. Sævari hafa þó borist nokkur skilaboð frá fólki á Norðurlandi sem kveðst hafa orðið vart við einhvers konar blossa í gærkvöldi. Sævar Helgi segir það hefði verið mikið sjónarspil hefði smástirnið sprungið örlítið sunnar yfir Íslandi. Smástirnið hefði lýst upp næturhimininn, töluvert skærar en tunglið, og nokkrum mínútum eftir sprenginguna hefðu heyrst miklar drunur. Þá hefðu brot úr stirninu sáldrast yfir landið, án nokkurrar hættu þó. Hvað eru eiginlega smástirni? Smástirni eru litlir hnettir eða hnullungar úr bergi og/eða málmum á braut um sólina, að því er segir á Stjörnufræðivefnum, sem Sævar Helgi ritstýrir. Þau geta verið allt frá einum metra upp í tæplega eitt þúsund kílómetra að stærð og eru þar af leiðandi ekki nægilega stór til að teljast reikistjörnur. Stærsta smástirnið, Ceres, er þó einnig skráð sem dvergreikistjarna. Fréttin hefur verið uppfærð en upphaflega stóð að smástirnið hefði sprungið klukkan 22:25.
Geimurinn Norðurþing Akureyri Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira