Umdeild ákvörðun og vanhæfi kjörins fulltrúa gætu kostað Dalabyggð skildinginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2022 16:28 Fallegur sumardagur á Búðardal í Dalabyggð. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Dalabyggð hefur verið dæmt til að greiða skólabílstjóra 800 þúsund krónur í miskabætur. Bílstjórinn var starfsmaður fyrirtækis sem tók að sér skólaakstur í sveitarfélaginu en sagði starfsmanninum upp vegna sjö ára ásökunar um kynferðislega áreitni. Þá var skaðabótaábyrgð Dalabyggðar í málinu viðurkennd. Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms Vesturlands frá því í janúar í fyrra sem sýknaði sveitarfélagið af kröfu mannsins. Í samantekt Landsréttar um málið kemur fram að eftir útboð Ríkiskaupa á skólaakstri í Dalabyggð var tilboði eins fyrirtækis tekið. Í kjölfarið gerði félagið ráðningarsamning við bílstjórann. Sveitarstjórnarfulltrúi hafði samband við Eyjólf Ingva Bjarnason, sveitarstjóra Dalabyggðar, og tjáði honum að sér litist ekki á að umræddur bílstjóri annaðist skólaakstur. Ástæðan var sú að sjö árum áður hefði sá verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni sveitarstjórnarfulltrúans, en málið var fellt niður. Skömmu síðar var sú ákvörðun bókuð í trúnaðarbók sveitarstjórnar að hún samþykkti ekki karlmanninn sem skólabílstjóra og var ákvörðunin tilkynnt fyrirtækinu sem hafði ráðið hann til starfa. Fyrirtækið sagði bílstjóranum upp störfum. Fyrir dómi krafðist bílstjórinn miskabóta og viðurkenningar á skaðabótaábyrgð Dalabyggðar vegna ákvörðunar sveitarstjórnarinnar. Landsréttur sagði að ákvörðun Dalabyggðar um að samþykkja karlmanninn ekki sem skólabílstjóra hefði verið stjórnvaldsákvörðun í máli sem karlmaðurinn hefði átt aðild að. Ákvörðunin hefði verið tekin án viðhlítandi rannsóknar og bílstjóranum ekki gefið færi á að koma athugasemdum að eða bregðast við ásökunum. Auk þess hefði sveitarstjórnarfulltrúinn verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og úrlausn málsins. Dalabyggð yrði að bera hallann af óvissu um hver niðurstaða málsins hefði orðið ef meðferð þess hefði verið fullnægjandi. Var Dalabyggð gert að greiða karlmanninum miskabætur upp á 800 þúsund krónur og viðurkennt að sveitarfélagið bæri skaðabótaábyrgð á tjóni bílstjórans vegna tekjumissis. Dómur Landsréttar. Dalabyggð Dómsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms Vesturlands frá því í janúar í fyrra sem sýknaði sveitarfélagið af kröfu mannsins. Í samantekt Landsréttar um málið kemur fram að eftir útboð Ríkiskaupa á skólaakstri í Dalabyggð var tilboði eins fyrirtækis tekið. Í kjölfarið gerði félagið ráðningarsamning við bílstjórann. Sveitarstjórnarfulltrúi hafði samband við Eyjólf Ingva Bjarnason, sveitarstjóra Dalabyggðar, og tjáði honum að sér litist ekki á að umræddur bílstjóri annaðist skólaakstur. Ástæðan var sú að sjö árum áður hefði sá verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni sveitarstjórnarfulltrúans, en málið var fellt niður. Skömmu síðar var sú ákvörðun bókuð í trúnaðarbók sveitarstjórnar að hún samþykkti ekki karlmanninn sem skólabílstjóra og var ákvörðunin tilkynnt fyrirtækinu sem hafði ráðið hann til starfa. Fyrirtækið sagði bílstjóranum upp störfum. Fyrir dómi krafðist bílstjórinn miskabóta og viðurkenningar á skaðabótaábyrgð Dalabyggðar vegna ákvörðunar sveitarstjórnarinnar. Landsréttur sagði að ákvörðun Dalabyggðar um að samþykkja karlmanninn ekki sem skólabílstjóra hefði verið stjórnvaldsákvörðun í máli sem karlmaðurinn hefði átt aðild að. Ákvörðunin hefði verið tekin án viðhlítandi rannsóknar og bílstjóranum ekki gefið færi á að koma athugasemdum að eða bregðast við ásökunum. Auk þess hefði sveitarstjórnarfulltrúinn verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og úrlausn málsins. Dalabyggð yrði að bera hallann af óvissu um hver niðurstaða málsins hefði orðið ef meðferð þess hefði verið fullnægjandi. Var Dalabyggð gert að greiða karlmanninum miskabætur upp á 800 þúsund krónur og viðurkennt að sveitarfélagið bæri skaðabótaábyrgð á tjóni bílstjórans vegna tekjumissis. Dómur Landsréttar.
Dalabyggð Dómsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira