Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2022 13:49 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Vísir/Baldur hrafnkell Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 88 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar um ellefu síðan í gær. Það fækkar þó um tvo á gjörgæslu en þar eru nú tveir, annar þeirra í öndunarvél. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku lýsir gríðarlegu álagi á legudeildum og bráðamóttökunni vegna þess fjölda Covid-smitaðra sem liggur á spítalanum. „Því til viðbótar er gríðarlegt álag vegna veikindafjarvista starfsfólks sem gerir mun erfiðara aðsinna þeim fjölmörgu sem þurfa ða leita til spítalans. Því hefur biðtími eftir þjónustu því miður lengst nokkuð undanfarið.“ Meðvirk eftir langvarandi neyðarástand Hjalti segir innlagnarkreppu hafa ríkt í íslensku heilbrigðiskerfi í hálfan áratug. „Við erum orðin svo meðvirk eftir langvarandi neyðarástand þar sem hefur verið hrópað og bent á að það þurfi að gera betur að við erum hætt að kippa okkur upp við það. En ástandið er mjög slæmt núna.“ Nú fyrir hádegi biðu 23 eftir innlögn á bráðamóttöku en öll 28 rúmstæðin sem til er að dreifa eru full. „Það hefur meira að segja verið þannig að fólk hefur þurft að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum, það hafa verið margir á biðstofunni og mjög margir þurft að fá þjónustu á göngum deildarinnar. Sem er óásættanlegt að öllu leyti fyrir sjúklinga. En þannig er bara heilbrigðiskerfið rekið í dag. En við höfum fulla trú á því að það verði gripið til róttækra ráðstafana til að bæta loksins þessa stöðu,“ segir Hjalti. „En það er ljóst að það hefur ekki verið hlustað á viðvaranir heilbrigðisfólksins mjög lengi og spítalinn mjög vanbúinn til að takast á við þennan álagstopp til viðbótar við annað sem hann sinnir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47 Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
88 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar um ellefu síðan í gær. Það fækkar þó um tvo á gjörgæslu en þar eru nú tveir, annar þeirra í öndunarvél. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku lýsir gríðarlegu álagi á legudeildum og bráðamóttökunni vegna þess fjölda Covid-smitaðra sem liggur á spítalanum. „Því til viðbótar er gríðarlegt álag vegna veikindafjarvista starfsfólks sem gerir mun erfiðara aðsinna þeim fjölmörgu sem þurfa ða leita til spítalans. Því hefur biðtími eftir þjónustu því miður lengst nokkuð undanfarið.“ Meðvirk eftir langvarandi neyðarástand Hjalti segir innlagnarkreppu hafa ríkt í íslensku heilbrigðiskerfi í hálfan áratug. „Við erum orðin svo meðvirk eftir langvarandi neyðarástand þar sem hefur verið hrópað og bent á að það þurfi að gera betur að við erum hætt að kippa okkur upp við það. En ástandið er mjög slæmt núna.“ Nú fyrir hádegi biðu 23 eftir innlögn á bráðamóttöku en öll 28 rúmstæðin sem til er að dreifa eru full. „Það hefur meira að segja verið þannig að fólk hefur þurft að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum, það hafa verið margir á biðstofunni og mjög margir þurft að fá þjónustu á göngum deildarinnar. Sem er óásættanlegt að öllu leyti fyrir sjúklinga. En þannig er bara heilbrigðiskerfið rekið í dag. En við höfum fulla trú á því að það verði gripið til róttækra ráðstafana til að bæta loksins þessa stöðu,“ segir Hjalti. „En það er ljóst að það hefur ekki verið hlustað á viðvaranir heilbrigðisfólksins mjög lengi og spítalinn mjög vanbúinn til að takast á við þennan álagstopp til viðbótar við annað sem hann sinnir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47 Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00
Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47
Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33