Konur á barneignaraldri fá ekki nóg af járni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2022 13:13 Ungar konur fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum. Vísir/getty Konur á barneignaraldri á Íslandi fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við joð, C-Vítamín og fólat. Engin þeirra nær ráðlögðum dagskammti af járni. Þetta kemur fram í nýrri landskönnun á mataræði Íslendinga sem unnir er á vegum embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ. Könnunin var tekin árin 2019-2021 og tóku 822 þátt. Á Facebook síðu embættis landslæknis er hægt að horfa á kynningu landskönnunarinnar sem hófst klukkan 11.00. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að neysla landsmanna á viðbættum sykri og rauðu kjöti minnkar en landsmenn þurfa að taka sig á í grænmetis- og ávaxtaáti til að ná viðmiðum. Verulega hefur dregið úr neyslu á rauðu kjöti eða því sem nemur rúmum 60 grömmum á viku að meðaltali, eða tíu prósent. Hlutfall orku úr viðbættum sykri hefur minnkað og fer úr 9 prósent í 7 að meðaltali. Athygli vekur að þrátt fyrir að mjólkurneysla hafi minnkað frá síðustu viðmiðunarkönnun þá hefur neysla á osti aukist. Samdráttur er þá að finna í neyslu landsmanna á kolvetnum en hlutfall heildarorku úr kolvetnum fer úr 42 prósent í viðmiðunarkönnun og niður í 37 prósent í hinni nýju. Öllu verri fréttir blasa við þegar neysla landsmanna á grænmeti og ávöxtum er skoðuð. „Ef við byrjum á því að skoða grænmetisneysluna þá kemur í ljós að hún stendur í stað og er að meðaltali 114 gr. á dag. Einungis 1 prósent þátttakenda borða 250 gr. eins og ráðlagt er. Þá hefur dregið úr neyslu á ávöxtum og berjum. Meðalneysla ávaxta minnkar frá síðustu könnun úr 118 gr. á dag í 98 gr. á dag. Einungis 4 prósent þátttakenda borða 250 gr. af ávöxtum eins og ráðlagt er,“ sagði Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar. Alma Möller hélt stutta ræðu á blaðamannafundi í morgun þar sem niðurstöður landskönnunar á mataræði voru kynntar. Blikur eru á lofti hvað járnneyslu ungra kvenna varðar. Enginn ungur kvenkynsþátttakandi í landskönnun á mataræði náði að neyta því sem nemur ráðlögðum dagskammti af járni. Ráðlagður skammtur er 15 mgr. á dag. Járn er mikilvægt næringarefni fyrir súrefnisflutning í blóðinu, ónæmiskerfið og einnig fyrir heila-og taugaþroska barna. „Konur í þessum aldurshópi, og þær eru jú á barneignaraldri, fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við járn, joð, C-vítamín og fólat og að auki er D-vítamín neysla þeirra að jafnaði undir ráðlagðri inntöku líkt og hjá ungum karlmönnum en það er sá hópur sem fær minnst af D-vítamíni,“ sagði Alma Möller, landlæknir sem flutti stutta ræðu á kynningunni. Matur Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir íslenskar konur sem eru háðar Pepsi Max Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um mismunandi mataræði sem fólk hefur verið að nýta sér í gegnum tíðina. 15. febrúar 2022 11:31 Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. 13. janúar 2022 12:01 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri landskönnun á mataræði Íslendinga sem unnir er á vegum embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ. Könnunin var tekin árin 2019-2021 og tóku 822 þátt. Á Facebook síðu embættis landslæknis er hægt að horfa á kynningu landskönnunarinnar sem hófst klukkan 11.00. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að neysla landsmanna á viðbættum sykri og rauðu kjöti minnkar en landsmenn þurfa að taka sig á í grænmetis- og ávaxtaáti til að ná viðmiðum. Verulega hefur dregið úr neyslu á rauðu kjöti eða því sem nemur rúmum 60 grömmum á viku að meðaltali, eða tíu prósent. Hlutfall orku úr viðbættum sykri hefur minnkað og fer úr 9 prósent í 7 að meðaltali. Athygli vekur að þrátt fyrir að mjólkurneysla hafi minnkað frá síðustu viðmiðunarkönnun þá hefur neysla á osti aukist. Samdráttur er þá að finna í neyslu landsmanna á kolvetnum en hlutfall heildarorku úr kolvetnum fer úr 42 prósent í viðmiðunarkönnun og niður í 37 prósent í hinni nýju. Öllu verri fréttir blasa við þegar neysla landsmanna á grænmeti og ávöxtum er skoðuð. „Ef við byrjum á því að skoða grænmetisneysluna þá kemur í ljós að hún stendur í stað og er að meðaltali 114 gr. á dag. Einungis 1 prósent þátttakenda borða 250 gr. eins og ráðlagt er. Þá hefur dregið úr neyslu á ávöxtum og berjum. Meðalneysla ávaxta minnkar frá síðustu könnun úr 118 gr. á dag í 98 gr. á dag. Einungis 4 prósent þátttakenda borða 250 gr. af ávöxtum eins og ráðlagt er,“ sagði Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar. Alma Möller hélt stutta ræðu á blaðamannafundi í morgun þar sem niðurstöður landskönnunar á mataræði voru kynntar. Blikur eru á lofti hvað járnneyslu ungra kvenna varðar. Enginn ungur kvenkynsþátttakandi í landskönnun á mataræði náði að neyta því sem nemur ráðlögðum dagskammti af járni. Ráðlagður skammtur er 15 mgr. á dag. Járn er mikilvægt næringarefni fyrir súrefnisflutning í blóðinu, ónæmiskerfið og einnig fyrir heila-og taugaþroska barna. „Konur í þessum aldurshópi, og þær eru jú á barneignaraldri, fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við járn, joð, C-vítamín og fólat og að auki er D-vítamín neysla þeirra að jafnaði undir ráðlagðri inntöku líkt og hjá ungum karlmönnum en það er sá hópur sem fær minnst af D-vítamíni,“ sagði Alma Möller, landlæknir sem flutti stutta ræðu á kynningunni.
Matur Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir íslenskar konur sem eru háðar Pepsi Max Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um mismunandi mataræði sem fólk hefur verið að nýta sér í gegnum tíðina. 15. febrúar 2022 11:31 Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. 13. janúar 2022 12:01 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir íslenskar konur sem eru háðar Pepsi Max Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um mismunandi mataræði sem fólk hefur verið að nýta sér í gegnum tíðina. 15. febrúar 2022 11:31
Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. 13. janúar 2022 12:01