Lægð nálgast hægt og bítandi úr suðri Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 07:11 Skil frá lægð ganga nú yfir landið með tilheyrandi umhleypingum. Vísir/Vilhelm Lægð nálgast nú hægt og bítandi úr suðri og skil frá henni ganga nú yfir landið með tilheyrandi umhleypingum. Á vef Veðurstofunnar segir að í dag snúist í suðaustan, tíu til átján metrar á sekúndu og hlýni með rigningu. Það verður svo norðaustanátt og snjókoma norðvestantil á landinu fram yfir hádegi, og það styttir upp norðaustanlands. „Víða skúrir seinnipartinn og dregur smám saman úr vindi, en þá verður þurrt og bjart á Norðurlandi. Hiti 1 til 8 stig. Lægðin kemur upp að suðurströndinni í nótt og áttin verður þá austlæg eða breytileg, víða allhvass vindur eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en það verður hvassara um tíma og samfelldari úrkoma suðaustantil. Á morgun snýst í vestan- og suðvestanátt, og eftir hádegi kólnar með éljum en þá léttir smám saman til austanlands. Annað kvöld lægir svo og styttir upp á Suður- og Suðvesturlandi.“ Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum, en samfelldari úrkoma SA- og A-lands. Hiti 1 til 5 stig. Vestan og suðvestan 10-18 á S-verðu landinu eftir hádegi og kólnar með slyddu eða snjókomu, en hægari og úrkomuminna á N-landi fram á kvöld. Styttir upp og lægir S- og SV-lands um kvöldið. Á fimmtudag: Gengur austan 13-20 með rigningu eða snjókomu, en heldur hægari og þurrt N-lands. Hlýnar í veðri. Suðaustan 8-15 og rigning eða slydda með köflum seinnipartinn, og talsverð úrkoma SA-lands, en allhvöss norðaustanátt með snjókomu NV-til fram á kvöld. Á föstudag: Suðaustan og sunnan 10-18 og rigning eða skúrir, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 10 stig. Á laugardag: Minnkandi suðlæg átt og él eða slydduél, en bjartviðri á N- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum. Hlýnar heldur. Á mánudag: Útlit fyrir ákveðna suðlæga átt og úrkomusömu og mildu veðri. Veður Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að í dag snúist í suðaustan, tíu til átján metrar á sekúndu og hlýni með rigningu. Það verður svo norðaustanátt og snjókoma norðvestantil á landinu fram yfir hádegi, og það styttir upp norðaustanlands. „Víða skúrir seinnipartinn og dregur smám saman úr vindi, en þá verður þurrt og bjart á Norðurlandi. Hiti 1 til 8 stig. Lægðin kemur upp að suðurströndinni í nótt og áttin verður þá austlæg eða breytileg, víða allhvass vindur eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en það verður hvassara um tíma og samfelldari úrkoma suðaustantil. Á morgun snýst í vestan- og suðvestanátt, og eftir hádegi kólnar með éljum en þá léttir smám saman til austanlands. Annað kvöld lægir svo og styttir upp á Suður- og Suðvesturlandi.“ Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum, en samfelldari úrkoma SA- og A-lands. Hiti 1 til 5 stig. Vestan og suðvestan 10-18 á S-verðu landinu eftir hádegi og kólnar með slyddu eða snjókomu, en hægari og úrkomuminna á N-landi fram á kvöld. Styttir upp og lægir S- og SV-lands um kvöldið. Á fimmtudag: Gengur austan 13-20 með rigningu eða snjókomu, en heldur hægari og þurrt N-lands. Hlýnar í veðri. Suðaustan 8-15 og rigning eða slydda með köflum seinnipartinn, og talsverð úrkoma SA-lands, en allhvöss norðaustanátt með snjókomu NV-til fram á kvöld. Á föstudag: Suðaustan og sunnan 10-18 og rigning eða skúrir, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 10 stig. Á laugardag: Minnkandi suðlæg átt og él eða slydduél, en bjartviðri á N- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum. Hlýnar heldur. Á mánudag: Útlit fyrir ákveðna suðlæga átt og úrkomusömu og mildu veðri.
Veður Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Sjá meira