Hildur leiðir lista Austurlistans í Múlaþingi Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2022 08:07 Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir og Kristjana Ditta Sigurðardóttir skipa efstu sæti listans. Aðsend Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, mun leiða lista Austurlistans í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að uppstillingarnefnd Austurlistans hafi í gær lagt fram tillögu að framboðslista sem var samþykktur einróma á félagsfundi. Segir að áhersla hafi verið lögð á að efstu fjögur sætin kæmu frá öllum byggðakjörnum eins og gert var fyrir kosningarnar 2020. „Þau fjögur sem skipuðu efstu sætin þá skipa þau áfram en þó með þeim breytingum að Kristjana Sigurðardóttir færist í fjórða sæti en Eyþór og Ásdís færast í annað og þriðja sæti. Dýrmæt reynsla sveitarstjórnarfulltrúa, sem orðið hefur til frá því að undirbúningur að sameiningu hófst, mun nýtast áfram en það er gott veganesti inn í þau fjölbreyttu og stóru verkefni sem eru framundan. Mikil áhersla verður lögð áfram á sterkar heimastjórnir, aðgengi að staðbundnu háskólanámi og að þær samgöngubætur sem liggja fyrir standist tímaáætlun. Auk þess er brýnt að vinna að umbótum í húsnæðismálum og gera þjónustu sveitarfélagsins í skipulags- og framkvæmdamálum skilvirkari. Austurlistinn er óháð framboð sem vinnur eftir gildum félagshyggjufólks um menntamál, sterka innviði, greiðar samgöngur og virkt samtal við íbúa. Áhersla verður á að nýta sóknarfærin vel í atvinnu- og menntamálum sem og aðkomu ríkisins að mikilvægri innviðauppbyggingu. Tækifæri blasa við í samstarfi Múlaþings við UHI (University of the Highlands and Islands), uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og samgöngubótum sem eru handan við hornið,“ segir í tilkynningunni. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Seyðisfirði. Eyþór Stefánsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltúi, Borgarfirði. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, bókari og varasveitarstjórnarfulltúi, Djúpavogi. Kristjana Ditta Sigurðardóttir, ritari og sveitarstjórnarfulltrúi, Fljótsdalshéraði. Jóhann Hjalti Þorsteinsson, umsjónarm. heimavist og skrifstofum., Fljótsdalshéraði. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnavörður, Seyðisfirði. Tinna Jóhanna Magnusson, miðaldafræðingur og kennari, Borgarfirði. Ævar Orri Eðvaldsson, verkstjóri, Djúpavogi. Baldur Pálsson, Austurlandsgoði, Fljótsdalshéraði Sóley Rún Jónsdóttir, nemi, Seyðisfirði Skúli Heiðar Benediktsson, hreindýraleiðsögumaður, Djúpavogi Snorri Emilsson, lýsingahönnuður, Seyðisfirði. Arna Magnúsdóttir, grunnskólakennari, Seyðisfirði. Rúnar Ingi Hjartarson, leiðsögumaður, Fljótsdalshéraði. Lindsey Lee, augntæknir og verkefnastjóri, Borgarfirði. Ragnhildur Billa Árnadóttir, sjúkraliði, Seyðisfirði. Sigurður Snæbjörn Stefánsson, fornleifafræðingur, Seyðisfirði. Ásdís Heiðdal, leiðbeinandi grunnskóla, Djúpavogi. Jakobína Isold Smáradóttir, háskólanemi, Fljótsdalshéraði. Hafliði Sævarsson, bóndi, Djúpavogi. Aðalsteinn Ásmundsson, smiður, Fljótsdalshéraði. Sigrún Blöndal, grunnskólakennari, Fljótsdalshérað Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að uppstillingarnefnd Austurlistans hafi í gær lagt fram tillögu að framboðslista sem var samþykktur einróma á félagsfundi. Segir að áhersla hafi verið lögð á að efstu fjögur sætin kæmu frá öllum byggðakjörnum eins og gert var fyrir kosningarnar 2020. „Þau fjögur sem skipuðu efstu sætin þá skipa þau áfram en þó með þeim breytingum að Kristjana Sigurðardóttir færist í fjórða sæti en Eyþór og Ásdís færast í annað og þriðja sæti. Dýrmæt reynsla sveitarstjórnarfulltrúa, sem orðið hefur til frá því að undirbúningur að sameiningu hófst, mun nýtast áfram en það er gott veganesti inn í þau fjölbreyttu og stóru verkefni sem eru framundan. Mikil áhersla verður lögð áfram á sterkar heimastjórnir, aðgengi að staðbundnu háskólanámi og að þær samgöngubætur sem liggja fyrir standist tímaáætlun. Auk þess er brýnt að vinna að umbótum í húsnæðismálum og gera þjónustu sveitarfélagsins í skipulags- og framkvæmdamálum skilvirkari. Austurlistinn er óháð framboð sem vinnur eftir gildum félagshyggjufólks um menntamál, sterka innviði, greiðar samgöngur og virkt samtal við íbúa. Áhersla verður á að nýta sóknarfærin vel í atvinnu- og menntamálum sem og aðkomu ríkisins að mikilvægri innviðauppbyggingu. Tækifæri blasa við í samstarfi Múlaþings við UHI (University of the Highlands and Islands), uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og samgöngubótum sem eru handan við hornið,“ segir í tilkynningunni. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Seyðisfirði. Eyþór Stefánsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltúi, Borgarfirði. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, bókari og varasveitarstjórnarfulltúi, Djúpavogi. Kristjana Ditta Sigurðardóttir, ritari og sveitarstjórnarfulltrúi, Fljótsdalshéraði. Jóhann Hjalti Þorsteinsson, umsjónarm. heimavist og skrifstofum., Fljótsdalshéraði. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnavörður, Seyðisfirði. Tinna Jóhanna Magnusson, miðaldafræðingur og kennari, Borgarfirði. Ævar Orri Eðvaldsson, verkstjóri, Djúpavogi. Baldur Pálsson, Austurlandsgoði, Fljótsdalshéraði Sóley Rún Jónsdóttir, nemi, Seyðisfirði Skúli Heiðar Benediktsson, hreindýraleiðsögumaður, Djúpavogi Snorri Emilsson, lýsingahönnuður, Seyðisfirði. Arna Magnúsdóttir, grunnskólakennari, Seyðisfirði. Rúnar Ingi Hjartarson, leiðsögumaður, Fljótsdalshéraði. Lindsey Lee, augntæknir og verkefnastjóri, Borgarfirði. Ragnhildur Billa Árnadóttir, sjúkraliði, Seyðisfirði. Sigurður Snæbjörn Stefánsson, fornleifafræðingur, Seyðisfirði. Ásdís Heiðdal, leiðbeinandi grunnskóla, Djúpavogi. Jakobína Isold Smáradóttir, háskólanemi, Fljótsdalshéraði. Hafliði Sævarsson, bóndi, Djúpavogi. Aðalsteinn Ásmundsson, smiður, Fljótsdalshéraði. Sigrún Blöndal, grunnskólakennari, Fljótsdalshérað
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira