Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2022 23:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. Í vikunni voru tvö ár liðin frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á þeim tíma var talað um dularfullu Wuhan veiruna sem dreifðist hratt á milli landa og manna. Mikill ótti greip um sig, eðlilega enda vissi enginn hvað væri í vændum. Fyrirsagnir á borð við það að almenningur ætti að halda ró sinni og að skelfing leysti engan vanda voru á forsíðum fjölmiðla. Fólk flykktist í Facebook hópinn Kórónuveiran, covid-19 á sama tíma og það hamstraði klósettpappír og handsápu. Landspítalinn var settur á hættustig og neyðarstig. Kári ákvað að hjálpa til, hætti svo við og hætti síða við að hætta við og allir voru með staðfestingu á því að svokölluð Pfizer-rannsókn væri í höfn. Sem reyndist ekki rétt. Fólk var hvatt til að ferðast ekki, mynda jólakúlur, páskakúlur og þríeykið söng lag. Tveimur árum seinna er búið að aflétta öllum takmörkunum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, rifjar upp síðustu ár segir hann að það hafi komið honum á óvart hversu vel gekk. „Hve margir voru saman í leiknum, allir tóku þátt og það var gríðarleg samstaða, það var þó fljótlega ljóst að það myndi auðvitað ekki endast alltaf.“ Það kom svolítið á óvart Það hafi einnig komið honum á óvart hve margir vildu ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. „Það sem kom mér á óvart líka hversu margir af frammá fólki í samfélaginu hefur ekki alveg viljað forgangsraða heilsu og heilbrigði landsmanna þannig það kom mér svolítið á óvart líka.“ Hann minnir á að allan tímann snérist þetta um að treysta vísindalegum gögnum og hlusta á þær staðreyndir sem voru á borðinu. Í því samhengi hafi eitt valdið honum mestum vonbrigðum. „Hvað margir hafa ekki viljað hlusta á raddir heilbrigðiskerfisins, raddir spítalakerfisins, raddir frá Landspítala um hvernig staðan væri og það eru margir sem viljað horfa fram hjá því og jafnvel sumir gert lítið úr því sem heilbrigðiskerfið og Landspítalinn hafa sagt og það hefur valdið mér svolitlum vonbrigðum.“ Svona faraldur kemur aftur Mikil þekking hefur myndast í faraldrinum sem hægt verður a byggja á í næsta faraldri. „Lærdómurinn er sá að svona faraldur mun koma aftur. Við vitum auðvitað ekki hvenær en við þurfum bara að undirbúa okkur undir það og lærdómurinn á að vera sá að við eigum að taka út úr því sem við höfum gert og segja þegar næsti faraldur kemur þá ætlum við að gera svona.“ Þórólfur segist fegin að við séum komin á þennan stað í faraldrinum en minnir á að allt geti gerst. „Það getur komið nýtt afbrigði af þessari blessuðu veiru sem hegðar sér öðruvísi og smokrar sér undan þeim vörnum sem við höfum fengið, bæði með bólusetningum og fyrra smiti og þá erum við að horfa upp á allt annan leik. Þá þurfum við að skoða hvernig eigi að bregðast við.“ Stoltur af þjóðinni Hann segist stoltur af sínu fólki hjá embætti sóttvarnalæknis og almannavörnum. „Þetta fólk á hrósið skilið fyrir það hvernig hefur tekist til. Svo bara almenningur sem hefur verið með, tekið þátt í þessu og trúað á það sem við erum að gera. Allt þetta góða fólk á heiður skilið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Í vikunni voru tvö ár liðin frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á þeim tíma var talað um dularfullu Wuhan veiruna sem dreifðist hratt á milli landa og manna. Mikill ótti greip um sig, eðlilega enda vissi enginn hvað væri í vændum. Fyrirsagnir á borð við það að almenningur ætti að halda ró sinni og að skelfing leysti engan vanda voru á forsíðum fjölmiðla. Fólk flykktist í Facebook hópinn Kórónuveiran, covid-19 á sama tíma og það hamstraði klósettpappír og handsápu. Landspítalinn var settur á hættustig og neyðarstig. Kári ákvað að hjálpa til, hætti svo við og hætti síða við að hætta við og allir voru með staðfestingu á því að svokölluð Pfizer-rannsókn væri í höfn. Sem reyndist ekki rétt. Fólk var hvatt til að ferðast ekki, mynda jólakúlur, páskakúlur og þríeykið söng lag. Tveimur árum seinna er búið að aflétta öllum takmörkunum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, rifjar upp síðustu ár segir hann að það hafi komið honum á óvart hversu vel gekk. „Hve margir voru saman í leiknum, allir tóku þátt og það var gríðarleg samstaða, það var þó fljótlega ljóst að það myndi auðvitað ekki endast alltaf.“ Það kom svolítið á óvart Það hafi einnig komið honum á óvart hve margir vildu ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. „Það sem kom mér á óvart líka hversu margir af frammá fólki í samfélaginu hefur ekki alveg viljað forgangsraða heilsu og heilbrigði landsmanna þannig það kom mér svolítið á óvart líka.“ Hann minnir á að allan tímann snérist þetta um að treysta vísindalegum gögnum og hlusta á þær staðreyndir sem voru á borðinu. Í því samhengi hafi eitt valdið honum mestum vonbrigðum. „Hvað margir hafa ekki viljað hlusta á raddir heilbrigðiskerfisins, raddir spítalakerfisins, raddir frá Landspítala um hvernig staðan væri og það eru margir sem viljað horfa fram hjá því og jafnvel sumir gert lítið úr því sem heilbrigðiskerfið og Landspítalinn hafa sagt og það hefur valdið mér svolitlum vonbrigðum.“ Svona faraldur kemur aftur Mikil þekking hefur myndast í faraldrinum sem hægt verður a byggja á í næsta faraldri. „Lærdómurinn er sá að svona faraldur mun koma aftur. Við vitum auðvitað ekki hvenær en við þurfum bara að undirbúa okkur undir það og lærdómurinn á að vera sá að við eigum að taka út úr því sem við höfum gert og segja þegar næsti faraldur kemur þá ætlum við að gera svona.“ Þórólfur segist fegin að við séum komin á þennan stað í faraldrinum en minnir á að allt geti gerst. „Það getur komið nýtt afbrigði af þessari blessuðu veiru sem hegðar sér öðruvísi og smokrar sér undan þeim vörnum sem við höfum fengið, bæði með bólusetningum og fyrra smiti og þá erum við að horfa upp á allt annan leik. Þá þurfum við að skoða hvernig eigi að bregðast við.“ Stoltur af þjóðinni Hann segist stoltur af sínu fólki hjá embætti sóttvarnalæknis og almannavörnum. „Þetta fólk á hrósið skilið fyrir það hvernig hefur tekist til. Svo bara almenningur sem hefur verið með, tekið þátt í þessu og trúað á það sem við erum að gera. Allt þetta góða fólk á heiður skilið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira