„Maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. mars 2022 07:00 Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir skapar einstaka list og notast oft við iðnaðarefni í verkin sín. Aðsend Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir opnar einkasýninguna Arfur í Gallerí Þulu í dag, frá klukkan 14:00-18:00 og stendur sýningin til 27. mars næstkomandi. Áslaug er lærð myndlistarkona og hefur sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Í þessari verkaseríu fetar hún nýjar slóðir og segir sýninguna vera næsta skref í listsköpun sinni. Blaðamaður hafði samband við þessa listakonu og fékk að skyggnast örlítið inn í hennar listræna hugarheim. Listaverk eftir Áslaugu á sýningunni Arfur.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur fyrir sýningunni? Í þessari sýningu er ég er mikið að fjalla um tíma og tengsl milli menningarheima og hvernig kynslóðirnar taka við hver af annarri eins og perlufesti einstaklinga sem teygir sig afturábak og áfram í tíma. Svipaðar hugmyndir má líka lesa úr fyrri verkum mínum. Þessi sýning er í raun bara næsta skref í listsköpun minni og ferli en hver sýning leiðir að þeirri næstu og verkin sem ég sýni núna eru byggð á fyrri verkum mínum og hugmyndum. Þó bætist alltaf eitthvað við því maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við. Einnig er það að gerast að verkin eru að verða meira fígúratíf en hingað til hef ég að mestu unnið með óhlutbundið myndmál. Hver eru tengsl listaverkanna við titil sýningar? Með titlinum Arfur er ég bæði að vísa til sameiginlegs menningararfs okkar Vesturlandabúa, til frumsköpunar mannsins og listasögu sem ég vinn með í samhengi samtímans og eigin umhverfis. En á sama tíma er ég einnig að rannsaka minn eigin persónulega arf sem teygir einmitt rætur sínar til mið-Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (@aslaugiris) Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessum verkunum í nokkra mánuði en svo eru tvö stór vatnslitaverk á sýningunni sem eru eldri, eins og tveggja ára gömul. Ég ákvað að leyfa þeim að vera með því fagurfræðilega tala þau beint inn í efnistök sýningarinnar og þá úrvinnslu sem myndgerðist í þessum nýju verkum. Hvaða listmiðla vinnur þú helst með í þinni listsköpun? Undanfarið hef ég mikið verið að vinna eins konar lágmyndir. Það eru málverk á steindan flöt. Ég nota oft iðnaðarefni í verk mín, steypublöndu, steina og linoleum dúka en svo notast ég við teikningu og málun, ýmis konar, samferða því. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (@aslaugiris) Sýningin opnar sem segir í galleríinu Þula í dag, laugardaginn 5. mars, og mun standa til 27. mars næstkomandi. Galleríið er opið frá miðvikudegi til sunnudags frá klukkan 14:00 – 18:00. Menning Myndlist Tengdar fréttir „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Opnuðu sýninguna með stæl Opnun sýningar myndlistakonunnar Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, Bygging - skúlptúr - teikning, fór fram í A. M. Concept Space laugardaginn 23. september. 29. september 2017 14:04 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira
Áslaug er lærð myndlistarkona og hefur sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Í þessari verkaseríu fetar hún nýjar slóðir og segir sýninguna vera næsta skref í listsköpun sinni. Blaðamaður hafði samband við þessa listakonu og fékk að skyggnast örlítið inn í hennar listræna hugarheim. Listaverk eftir Áslaugu á sýningunni Arfur.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur fyrir sýningunni? Í þessari sýningu er ég er mikið að fjalla um tíma og tengsl milli menningarheima og hvernig kynslóðirnar taka við hver af annarri eins og perlufesti einstaklinga sem teygir sig afturábak og áfram í tíma. Svipaðar hugmyndir má líka lesa úr fyrri verkum mínum. Þessi sýning er í raun bara næsta skref í listsköpun minni og ferli en hver sýning leiðir að þeirri næstu og verkin sem ég sýni núna eru byggð á fyrri verkum mínum og hugmyndum. Þó bætist alltaf eitthvað við því maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við. Einnig er það að gerast að verkin eru að verða meira fígúratíf en hingað til hef ég að mestu unnið með óhlutbundið myndmál. Hver eru tengsl listaverkanna við titil sýningar? Með titlinum Arfur er ég bæði að vísa til sameiginlegs menningararfs okkar Vesturlandabúa, til frumsköpunar mannsins og listasögu sem ég vinn með í samhengi samtímans og eigin umhverfis. En á sama tíma er ég einnig að rannsaka minn eigin persónulega arf sem teygir einmitt rætur sínar til mið-Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (@aslaugiris) Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessum verkunum í nokkra mánuði en svo eru tvö stór vatnslitaverk á sýningunni sem eru eldri, eins og tveggja ára gömul. Ég ákvað að leyfa þeim að vera með því fagurfræðilega tala þau beint inn í efnistök sýningarinnar og þá úrvinnslu sem myndgerðist í þessum nýju verkum. Hvaða listmiðla vinnur þú helst með í þinni listsköpun? Undanfarið hef ég mikið verið að vinna eins konar lágmyndir. Það eru málverk á steindan flöt. Ég nota oft iðnaðarefni í verk mín, steypublöndu, steina og linoleum dúka en svo notast ég við teikningu og málun, ýmis konar, samferða því. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (@aslaugiris) Sýningin opnar sem segir í galleríinu Þula í dag, laugardaginn 5. mars, og mun standa til 27. mars næstkomandi. Galleríið er opið frá miðvikudegi til sunnudags frá klukkan 14:00 – 18:00.
Menning Myndlist Tengdar fréttir „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Opnuðu sýninguna með stæl Opnun sýningar myndlistakonunnar Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, Bygging - skúlptúr - teikning, fór fram í A. M. Concept Space laugardaginn 23. september. 29. september 2017 14:04 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira
„Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30
Opnuðu sýninguna með stæl Opnun sýningar myndlistakonunnar Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, Bygging - skúlptúr - teikning, fór fram í A. M. Concept Space laugardaginn 23. september. 29. september 2017 14:04