„Rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir en auðvitað heyra þau alveg í okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2022 11:08 Söngvarar létu vel í sér heyra. Vísir/SigurjónÓ Söngkonurnar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir efndu til söngmótmæla við Sendiráð Rússlands. Þær vildu nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu. Söngur hafi verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og stríði. Fólk var boðað að sendiherrabústað Rússlands við Túngötu 24 klukkan 08:55 til að stilla saman strengi. Söngur hófst klukkan 9 þar sem sungin voru þrjú lög. Í framhaldinu hélt hópurinn að sendiráðinu sjálfu í Garðastræti þar sem fleiri lög voru sungin. „Við höfum eins og aðrir fylgst með þessum hræðilegu fréttum frá Úkraínu, og erum í sjokki yfir þessari innrás. Okkur langaði til að geta gert eitthvað í verki. Hugsuðum að tónlisitn og söngurinn væri mótvægi við stríð, ljótleikann og illskuna. Við vildum nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu með fólki, sýna okkar samstöðu með Úkraínu,“ segir Guðrún Jóhanna. Þær voru rosalega ánægðar með þátttökuna. „Söngurinn hefur verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og gegn stríði. Eins og til dæmis þegar Eystrasaltslöndin náðu sjálfstæði þá spilaði söngur gríðarlega stórt hlutverk. Eins og á Íslandi syngur fólk þar mjög mikið. Þau notuðu sér það mjög mikið til að ná þessari samstöðu sem við viljum ná hérna til að sýna Úkraínumönnum samstöðu,“ segir Hallveig. „Hér eru auðvitað rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir alls staðar en auðvitað heyra þau alveg í okkur,“ bætir hún við og vísar til fólksins í sendiráðshúsnæði Rússlands hér á landi. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur að 150 til 200 manns hafi verið á svæðinu. „Það fór allt mjög vel fram. Fólk nýtti tjáningarfrelsið sitt og gerði það á fallegan hátt. Ég man ekki eftir svona mótmælum áður þar sem er sungið og svona fallega. Þarna var greinilega fólk sem kunni að syngja sem var á staðnum.“ Að neðan má sjá myndir frá söngmótmælunum sem Sigurjón Ólason tökumaður fréttastofunnar tók. Fólk mætti með útprentaða söngtexta og lét vel í sér heyra.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir kór- og einsöngvarar mættu og sungu frá hjartanu.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir úr kór Menntaskólans við Hamrahlíð í gegnum tíðina mætti á svæðið.Vísir/SigurjónÓ Rússneska sendiráðið er í sannkölluðu sendiráðahverfi. Í bakgrunni sést til dæmis Sendiráð Kanada.Vísir/SigurjónÓ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Fólk var boðað að sendiherrabústað Rússlands við Túngötu 24 klukkan 08:55 til að stilla saman strengi. Söngur hófst klukkan 9 þar sem sungin voru þrjú lög. Í framhaldinu hélt hópurinn að sendiráðinu sjálfu í Garðastræti þar sem fleiri lög voru sungin. „Við höfum eins og aðrir fylgst með þessum hræðilegu fréttum frá Úkraínu, og erum í sjokki yfir þessari innrás. Okkur langaði til að geta gert eitthvað í verki. Hugsuðum að tónlisitn og söngurinn væri mótvægi við stríð, ljótleikann og illskuna. Við vildum nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu með fólki, sýna okkar samstöðu með Úkraínu,“ segir Guðrún Jóhanna. Þær voru rosalega ánægðar með þátttökuna. „Söngurinn hefur verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og gegn stríði. Eins og til dæmis þegar Eystrasaltslöndin náðu sjálfstæði þá spilaði söngur gríðarlega stórt hlutverk. Eins og á Íslandi syngur fólk þar mjög mikið. Þau notuðu sér það mjög mikið til að ná þessari samstöðu sem við viljum ná hérna til að sýna Úkraínumönnum samstöðu,“ segir Hallveig. „Hér eru auðvitað rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir alls staðar en auðvitað heyra þau alveg í okkur,“ bætir hún við og vísar til fólksins í sendiráðshúsnæði Rússlands hér á landi. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur að 150 til 200 manns hafi verið á svæðinu. „Það fór allt mjög vel fram. Fólk nýtti tjáningarfrelsið sitt og gerði það á fallegan hátt. Ég man ekki eftir svona mótmælum áður þar sem er sungið og svona fallega. Þarna var greinilega fólk sem kunni að syngja sem var á staðnum.“ Að neðan má sjá myndir frá söngmótmælunum sem Sigurjón Ólason tökumaður fréttastofunnar tók. Fólk mætti með útprentaða söngtexta og lét vel í sér heyra.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir kór- og einsöngvarar mættu og sungu frá hjartanu.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir úr kór Menntaskólans við Hamrahlíð í gegnum tíðina mætti á svæðið.Vísir/SigurjónÓ Rússneska sendiráðið er í sannkölluðu sendiráðahverfi. Í bakgrunni sést til dæmis Sendiráð Kanada.Vísir/SigurjónÓ
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49