Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. mars 2022 16:31 Harpa í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. Viðstaddur undirritunina var Matthijs Wouter Knol forstjóri Evrópsku kvikmyndaakademíunnar. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu og varð Reykjavík fyrir valinu að þessu sinni. „Hátíðin laðar að sér fjölmarga erlenda gesti og ljóst er að hún stuðlar að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem áfangastað og tökustað fyrir kvikmyndir. Gert er ráð fyrir hátt í 1.200 gestum á verðlaunahátíðina sjálfa frá allri Evrópu auk þess sem von er á tvö hundruð erlendum blaðamönnum til Íslands,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Stuðningur við hátíðina er meðal annars í takt við Kvikmyndastefnu Íslands þar sem lögð er áhersla á „miðlun og stuðning við viðburði sem þennan.“ Bein útsending verður frá verðlaunakvöldinu í Hörpu og mun útsendingin ná til fjölmargra Evrópulanda. „Það er mikill heiður fyrir Reykjavík að taka þátt í þessu stóra verkefni sem evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru. Við hlökkum til að taka á móti erlendum gestum og sýna þeim allt það sem borgin hefur upp á að bjóða. Með glæsilegri hátíð og hliðarviðburðum sem henni fylgja fáum við mikilvægt tækifæri til að markaðsetja menningarborgina Reykjavík, kvikmyndaborgina Reykjavík og skapandi greinar almennt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Svona stórt og markþætt verkefni vinnst ekki nema í góðu samstafi við sterka samstarfsaðila. Markmið okkar er að sýna fram á sérstöðu Íslands og leggja m.a. áherslu á listir, sköpun, hugvit og grænar lausnir í kynningaráherslum“. Þetta er geysilega spennandi tækifæri fyrir íslenska kvikmyndamenningu og kvikmyndageirann hér á landi og við munum nýta það vel, viðburðurinn mun að auki skapa umtalsverðar gjaldeyristekjur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Reykjavík Bíó og sjónvarp Harpa Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Viðstaddur undirritunina var Matthijs Wouter Knol forstjóri Evrópsku kvikmyndaakademíunnar. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu og varð Reykjavík fyrir valinu að þessu sinni. „Hátíðin laðar að sér fjölmarga erlenda gesti og ljóst er að hún stuðlar að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem áfangastað og tökustað fyrir kvikmyndir. Gert er ráð fyrir hátt í 1.200 gestum á verðlaunahátíðina sjálfa frá allri Evrópu auk þess sem von er á tvö hundruð erlendum blaðamönnum til Íslands,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Stuðningur við hátíðina er meðal annars í takt við Kvikmyndastefnu Íslands þar sem lögð er áhersla á „miðlun og stuðning við viðburði sem þennan.“ Bein útsending verður frá verðlaunakvöldinu í Hörpu og mun útsendingin ná til fjölmargra Evrópulanda. „Það er mikill heiður fyrir Reykjavík að taka þátt í þessu stóra verkefni sem evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru. Við hlökkum til að taka á móti erlendum gestum og sýna þeim allt það sem borgin hefur upp á að bjóða. Með glæsilegri hátíð og hliðarviðburðum sem henni fylgja fáum við mikilvægt tækifæri til að markaðsetja menningarborgina Reykjavík, kvikmyndaborgina Reykjavík og skapandi greinar almennt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Svona stórt og markþætt verkefni vinnst ekki nema í góðu samstafi við sterka samstarfsaðila. Markmið okkar er að sýna fram á sérstöðu Íslands og leggja m.a. áherslu á listir, sköpun, hugvit og grænar lausnir í kynningaráherslum“. Þetta er geysilega spennandi tækifæri fyrir íslenska kvikmyndamenningu og kvikmyndageirann hér á landi og við munum nýta það vel, viðburðurinn mun að auki skapa umtalsverðar gjaldeyristekjur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Reykjavík Bíó og sjónvarp Harpa Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira