„Allt of margir hlutir ekki gengið upp“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 12:00 Arnór Sigurðsson í leik gegn Roma í vetur. Hann hefur aðeins komið við sögu í sjö deildarleikjum á leiktíðinni. Getty/Maurizio Lagana „Þetta tímabil hefur tekið mikið á,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, vonsvikinn yfir því hvernig ræst hefur úr dvöl hans í Feneyjum í vetur. Meiðsli eiga sinn þátt í því. Arnór leikur í vetur í fyrsta sinn í einni af fimm bestu deildum Evrópu, þeirri ítölsku, en leikirnir hafa ekki orðið eins margir og hann hefði kosið. Arnór er að láni hjá Venezia frá CSKA Moskvu, þar sem þessi 22 ára Skagamaður hafði leikið í þrjú ár, en hefur ekki enn byrjað einn einasta deildarleik með Venezia og aðeins komið inn á í sjö deildarleikjum. „Ég kom með miklar væntingar inn en síðan hafa sumir hlutir gengið og aðrir ekki, og allt of margir hlutir ekki gengið upp. Þetta er svekkjandi en tímabilið er ekki búið,“ segir Arnór. Hann hefur verið frá keppni síðasta mánuðinn vegna hnémeiðsla, eftir að hafa áður glímt við hnémeiðsli í vetur, en hefur fengið leyfi til að hefja æfingar af fullum krafti: „Ég fór til Íslands til að fá annað mat á meiðslin. Þetta er í lagi þannig að ég get byrjað æfingar núna í vikunni,“ segir Arnór sem þar með gæti mögulega verið með íslenska landsliðinu síðar í þessum mánuði, í vináttulandsleikjum gegn Spáni og Finnlandi á Spáni. Erfitt en lærdómsríkt Venezia á eftir tólf leiki á tímabilinu í ítölsku A-deildinni og er í fallsæti með 22 stig, þremur stigum frá næsta örugga sæti. Arnór gæti því enn átt eftir að koma mikið við sögu hjá liðinu og mögulega hjálpa því að bjarga sæti sínu í deildinni. „Maður þarf að klára þetta vel og hlaða svo batteríin,“ segir Arnór. „Þetta tímabil hefur tekið mikið á. Ég hef glímt við óvenju mikið af meiðslum, eftir að hafa verið frekar heppinn með meiðsli á ferlinum hingað til. Maður hefur því aldrei náð þessu skriði sem maður vill ná. Á sama tíma hefur þetta verið þvílíkt lærdómsríkt og ég held að maður verði að horfa í það.“ Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Arnór leikur í vetur í fyrsta sinn í einni af fimm bestu deildum Evrópu, þeirri ítölsku, en leikirnir hafa ekki orðið eins margir og hann hefði kosið. Arnór er að láni hjá Venezia frá CSKA Moskvu, þar sem þessi 22 ára Skagamaður hafði leikið í þrjú ár, en hefur ekki enn byrjað einn einasta deildarleik með Venezia og aðeins komið inn á í sjö deildarleikjum. „Ég kom með miklar væntingar inn en síðan hafa sumir hlutir gengið og aðrir ekki, og allt of margir hlutir ekki gengið upp. Þetta er svekkjandi en tímabilið er ekki búið,“ segir Arnór. Hann hefur verið frá keppni síðasta mánuðinn vegna hnémeiðsla, eftir að hafa áður glímt við hnémeiðsli í vetur, en hefur fengið leyfi til að hefja æfingar af fullum krafti: „Ég fór til Íslands til að fá annað mat á meiðslin. Þetta er í lagi þannig að ég get byrjað æfingar núna í vikunni,“ segir Arnór sem þar með gæti mögulega verið með íslenska landsliðinu síðar í þessum mánuði, í vináttulandsleikjum gegn Spáni og Finnlandi á Spáni. Erfitt en lærdómsríkt Venezia á eftir tólf leiki á tímabilinu í ítölsku A-deildinni og er í fallsæti með 22 stig, þremur stigum frá næsta örugga sæti. Arnór gæti því enn átt eftir að koma mikið við sögu hjá liðinu og mögulega hjálpa því að bjarga sæti sínu í deildinni. „Maður þarf að klára þetta vel og hlaða svo batteríin,“ segir Arnór. „Þetta tímabil hefur tekið mikið á. Ég hef glímt við óvenju mikið af meiðslum, eftir að hafa verið frekar heppinn með meiðsli á ferlinum hingað til. Maður hefur því aldrei náð þessu skriði sem maður vill ná. Á sama tíma hefur þetta verið þvílíkt lærdómsríkt og ég held að maður verði að horfa í það.“
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira